Bókasafnið - 01.10.2008, Síða 9

Bókasafnið - 01.10.2008, Síða 9
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 7 gagnasöfn. Á listanum birtast öll gagnasöfn lands- ins, hvort sem þau eru leitarbær gegnum vefgáttina eður ei. Annar möguleiki er efnisflokkun byggð á Dewey-kerfinu. Þessi flokkun gefur gróft yfirlit og fram kemur hversu mikið er í tilteknum efnisflokkum. Þarna má velja með því að merkja við stök gagnasöfn sem áhugi er á ellegar velja flokkinn eins og hann leggur sig. Ýmis gagnasöfn með yfirgripsmiklu efn- isinnihaldi falla í fleiri en einn flokk en ósamræmis gætir við flokkun gagnasafna sem ætla má að séu hliðstæð að innihaldi. Til að mynda birtast skrár þjóð- bókasafnanna í afar mismörgum flokkum. Sænska Regina er til dæmis fljótt á litið ofarlega á blaði í öllum yfirflokkum en minna fer fyrir okkar íslenska Gegni. Þessar tvær aðferðir við að velja gagnasöfn til að leita í – lönd og efnisflokka – er ekki hægt að samþætta, einungis mögulegt að nota hvora fyrir sig. Þegar búið er að velja gagnasafn / gagnasöfn með annarri hvorri aðferðinni þarf að vista valið áður en kemur að sjálfri leitinni. Ekki er sopið kálið Þegar þetta er skrifað er hvorki tímabært að leggja dóm á leitarmöguleika né unnt að sannreyna leitarnið- urstöður. Þótt langt sé liðið á verktímann er leitarkerfið enn í þróun og fjarri því að skila öllu sem því er ætlað að ráða við. Þar á meðal eru grundvallaratriði eins og afmörkun eftir tungumáli og tegund efnis, einnig leit að ISBN númeri. Þetta stendur væntanlega til bóta. Aðgangur að fyrstu hjálp fyrir byrjendur þyrfti líka að verða sýnilegri en verið hefur á þróunartímanum. Hluti af leitarbæru gagnasöfnunum í Evrópubóka- safninu er á stafrænu formi og safnkosturinn þar með í beinum aðgangi. Hinn hlutinn inniheldur einvörðungu upplýsingar um gögn en hvorki aðgang né eignaskrá. Í leitarniðurstöðum vefgáttarinnar eru engar upplýs- ingar um hvar unnt er að nálgast þau gögn. Þar koma eigin vefslóðir gagnasafnanna til skjalanna. Þegar leitað er að Gerplu eftir Halldór Laxness samtímis í Gegni og Konunglega bókasafninu í Danmörku (Rex) birtast niðurstöðurnar úr gagnasöfnunum tveimur aðskildar. Þegar valin er færsla úr niðurstöðum og birt í eins ítarlegri mynd og kostur er á þarf að opna nýjan glugga með vef gagnasafnsins og gera nýja leit þar ef ætlunin er að finna eintak. Vefsíða Evrópubókasafnsins er þægileg fyrir augað og ber vott um smekkvísi í hönnun og litavali. Á efri hluta forsíðunnar eru innihaldsflokkar gagnasafnanna sýndir, einnig einföld leit og sýndarlyklaborð. Neðri hlutinn er sýningasvæði. Þar gefst kostur á að blaða í myndasafni frá þjóðbókasöfnum Evrópu ellegar skoða kjörgrip frá einhverju safnanna. Sama mynda- safn er tengt við lista yfir þjóðbókasöfnin sem standa að Evrópubókasafninu og fylgir þá Evrópukort með staðsetningu viðkomandi lands. Ásamt kortinu opn- ast gluggi með þjóðfána og í flestum tilvikum mynd af safninu. Þjóðarbókhlaðan með Esjuna í baksýn sómir sér þar vel. Tenglar í lista yfir löndin veita aðgang að stuttri samantekt um hvert og eitt safnanna; upplýs- ingar um aðsetur, hlutverk, safnkost og sögu Abstract European Digital Library EDL (European Digital Library) is an 18-month project funded by the European Commission, started in September 2006 and completed in February 2008. The project worked towards the integration of the bibliographic catalogues and digital collections of nine national libraries into The European Library (TEL). The National and University Library of Iceland is one of these libraries. One of the the main tasks of the project was to increase the size of The European Library, develop multilingual user access and extend the capabilities of searcing in the TEL portal. Now, as the project is completed, The European Library gives overview of nearly 300 databases in 47 national libraries. The databases are either searcable through the TEL portal or the libraries own portal. The Icelandic contribution consists of four databases: Gegnir, consortium of most of the Icelandic libraries; Timarit.is, digital images of journals and news- papers; Forn Íslandskort, digital images of old Icelandic maps and Sagnanet, digital images of manuscripts and old Icelandic books. The article briefly describes the budget and funding of the project, different access to different data- bases and some other features on the TEL website. Some advantages and disadvantages of the website are discussed. Kringlublaðið er kjörgripur í Landsbókasafni Íslands – Háskóla­ bókasafni. Þessi mynd af því og mynd af titilblaði Guðbrandsbiblíu frá 1584 eru framlag Íslands í sýningu á vef Evrópubókasafnsins á myndum af kjörgripum í vörslu þjóðbókasafna Evrópu. Kringlu­ blaðið er talið ritað um 1260 og er eina blaðið sem til er úr handriti af Heimskringlu Snorra Sturlusonar sem brann að öðru leyti í brunanum mikla í Kaupmannahöfn 1728. Blaðið hafði verið fjarlægt úr handritinu og lent til Svíþjóðar. Karl Gústaf sjötti Svíakonungur færði Landsbókasafni Kringlublaðið til varðveislu árið 1975.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.