Bókasafnið - 01.10.2008, Page 11
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 9
Markmið ENRICH verkefnisins (http://enrich.manuscriptorium.com) er að gera notendum aðgengilegar á netinu frá einum
stað upplýsingar um menningararfleifð og stafrænar
myndir. Til þess þurfa þátttakendur í verkefninu að
búa til lýsigögn yfir skráningarfærslur og stafrænar
myndir. Þessar upplýsingar og stafræn gögn verða
gerðar aðgengilegar í gagnabanka, og fyrirmyndin að
honum er stafrænt handritasafn í Prag í Tékklandi.
Umfang og saga
Þann 3. desember 2007 var hleypt af stokkunum í
Prag samstarfsverkefninu ENRICH sem er styrkt af
eContentPlus áætlun Evrópusambandsins. Heiti verk-
efnisins ENRICH er skammstöfun fyrir European
Networking Resources and Information concerning
Cultural Heritage – Evrópskar net og upplýsingaveit
ur um menningararfleifð. Verkefnið mun standa yfir
í tvö ár og ljúka í desember 2009. Þátttakendur eru
átján og koma frá tólf löndum. Ásamt Landsbókasafni
taka einnig þátt tvær aðrar stofnanir sem varðveita
íslensk handrit: Stofnun Árna Magnússonar í íslensk-
um fræðum í Reykjavík og Den Arnamagnæanske
Samling í Kaupmannahöfn. Þessar þrjár stofnanir
hafa nú tekið upp samstarf við skráningu og lýsingu
á handritum sem eru í þeirra fórum og markmiðið er
að búa til samskrá um íslensk handrit. Mun sú reynsla
sem kemur til af ENRICH verkefninu ugglaust nýtast
í því verki.
Markmið ENRICH er að opna greiðan aðgang
að stafrænum myndum af fornum heimildum sem
eru varðveittar í evrópskum menningarstofnunum
og skapa sameiginlegt sýndarumhverfi, einkum til
rannsókna á handritum, en einnig vögguprenti,
fágætum, gömlum bókum og sögulegum skjölum.
Verkefnið byggist á reynslu sem fengist hefur af verk-
efninu Manuscriptorium Digital Library (http://www.
manuscriptorium.eu) en þar eru nú samtengd og gerð
aðgengileg gögn frá 46 söfnum og mun fjölga með
tímanum.
ENRICH verkefnið mun, þegar gögnum frá öllum
þátttökuþjóðunum hefur verið safnað saman, ná til
því sem næst 85% stafrænna mynda sem fram til þessa
hafa verið teknar af handritum í evrópskum þjóð-
bókasöfnum og eru dreifðar um Evrópu. Á meðan
verkefnið stendur yfir mun bætast við fjöldi gagna frá
háskólabókasöfnum og öðrum stofnunum. Áætlað
er að samstarfið muni veita aðgang að rösklega fimm
milljónum stafrænna blaðsíðna.
ENRICH verkefninu er beint, annars vegar að
þeim sem eiga eða varðveita gögn, það er bóka-,
minja- og skjalasöfnum, og hins vegar vísindamönn-
um, háskólanemum og almenningi. Verkefnið mun
gera þeim kleift að leita uppi og nálgast heimildir sem
annars væru nánast óaðgengilegar. Auk stafrænna
mynda af handritum og skjölum verður boðið upp
á aðgang að tölvutækum textum, hjálpargögnum,
hljóðskrám og myndum af kortum. Hluti verkefnisins
er að virkja notendur. Þeir munu fá til afnota tæki til
að safna saman, eftir eigin geðþótta, stafrænum afrit-
um af skjölum og nýta sér gögnin til rannsókna. Þá er
stefnt að því að bjóða upp á nokkurn fjölda tungu-
mála innan gagnagrunnsins við leitir.
Náin samvinna verður á milli ENRICH verkefn-
isins og Evrópubókasafnsins (TEL – The European
Library) og með þeim hætti verður verkefnið hluti
af Stafræna evrópska bókasafninu (EDL – The
European Digital Library). En Landsbókasafn tekur
þátt í nokkrum verkefnum undir fyrrgreindum for-
merkjum og greint er frá hér að ofan.
ENRICH verkefnið byggist á öðru verkefni sem
nefnist Manuscriptorium Digital Library. Innan þess
er veittur aðgangur að upplýsingum um handrit og
stafrænum myndum af þeim. Meginreglan við upp-
byggingu þess verkefnis er að skráningar og lýsingar
eru leitarbærar í Manuscriptorium gagnabanka en
stafrænu myndirnar, sem eru notendum aðgengileg-
ar, eru varðveittar hjá þátttakendum víðsvegar um
Evrópu. Þetta er gert með þeim hætti að búin eru
til lýsigögn fyrir gögnin – skráningarfærslurnar – og
myndir af gögnunum. Þessar upplýsingar eru sóttar
frá einstökum söfnum með svokölluðum OAI safnara
(Open Archive Initiative). Lýsigögnin geyma teng-
ingar við stafrænar myndir sem vistaðar eru í gagna-
Örn Hrafnkelsson
ENRICH
Evrópskar net- og upplýsingaveitur um menningararfl eifð
��������� ����������� ���������� ���
��������� �� ���������� ����������������