Bókasafnið - 01.10.2008, Side 12
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 200810
grunnum hjá þeim stofnunum sem varðveita frum-
gögnin sjálf.
Heildarstyrkur frá Evrópusambandinu til verk-
efnisins er u.þ.b. 3 milljónir evra, eða 263 milljónir
króna. Í hlut Landsbókasafns koma um 95 þúsund
evrur í styrk, eða sem nemur tæplega 9,5 milljónum
króna. Er styrkurinn sama marki brenndur og aðrir
styrkir. Landsbókasafn þarf að leggja til helming á
móti. Samkvæmt áætlun þarf Landsbókasafn að skila
af sér vinnu sem nemur 26 mannmánuðum (mm.) og
verður það útskýrt nánar hér að neðan.
ENRICH verkefninu er skipt í átta verkþætti og
tekur Landsbókasafn þátt í sex þeirra en allir tengjast
þeir með einum eða öðrum hætti. Hér að neðan er lýs-
ing á hverjum þætti, hver sé þáttur safnsins í hverjum
þeirra og hugleiðing.
Verkþættir Lbs
WP1 Stjórnun verkefnis 1,5
WP2 Undirbúningur fyrir innleiðingu
og lagfæring gagna 8,0
WP 3 Stöðlun lýsigagna 0
WP4 Viðmót notenda 4
WP5 Viðmót fyrir þá sem leggja til efni 3
WP6 Aðgengi fyrir notendur og fjöltyngi 0
WP7 Prófun og mat 7
WP8 Kynning og not 2,5
26
1. Stjórnun verkefnis (WP1)
Fyrsti verkþáttur er stjórnun verkefnisins, samræm-
ing á verkþáttum, afurðum og eftirlit með gæðum
þeirra. Þessum verkþætti, sem varir allt verkefnið,