Bókasafnið - 01.10.2008, Side 15

Bókasafnið - 01.10.2008, Side 15
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 13 Þorsteinn Hallgrímsson EDLNet EDLNet er tveggja ára verkefni sem miðar að því að veita aðgang að menningararfi Evrópu um þverfaglega upplýsingagátt þar sem evrópskar menningarstofnanir vinna saman að því að nota vefinn til að gera safnkost sinn aðgengilegan og leitarhæfan fyrir almenning. Upplýsingagáttin hefur fengið nafnið Europeana og verður notendaviðmótið margtyngt. Þetta er tilraunaverkefni og því er ekki gert ráð fyrir að ljúka við alla þætti sem nauðsynlegir eru til að bjóða aðlaðandi og metnaðarfullan aðgang að efninu. Gerð verður frumgerð („Prototype“) sem sýnir hvernig hægt er að nálgast bækur og skjöl ásamt hljóð- og myndefni frá evrópskum söfnum. Einnig verður unnið að því að þróa þá tækni sem nauðsynleg er til að tryggja framtíðaraðgang að gögnunum. Í frumgerðinni er áætlað að fjöldi stafrænna gagna (skjala) verði um tvær milljónir og meira en sex milljónir árið 2010. Verkefnið hófst í júlí 2007 og vísir að frumgerð- inni var kynntur í janúarlok 2008 en áætlað er að hún verði tilbúin í nóvember 2008. Verkefninu lýkur á því að gerðar verða tillögur til ESB um næstu skref, þ.e. hvernig tryggja megi áframhald á verkefninu og aðgang að gögnunum til frambúðar. Heildarútgjöld vegna verkefnisins eru áætluð 1,3 milljónir evra en vegna þess að Landsbókasafn er ekki beinn þátttakandi við framkvæmdina fær það aðeins styrk til að sækja þá verkefnisfundi sem ráðgerðir eru. Fjölmargar stofnanir koma að verkefninu og því ákváðu samtök helstu menningar- og upplýsinga- stofnana í Evrópu að koma á fót sérstakri stofnun til að sjá um framkvæmdina. Hún nefnist Samtök um stafrænt evrópskt bókasafn (European Digital Library Foundation) og samþykkti ESB lög hennar í lok nóvember 2007. Verkaðilar munu vinna saman að framgangi og viðhaldi Europeana gáttarinnar, stuðla að verkefnum sem fella núverandi stafræn gagnasöfn að henni og styðja stafræna endurgerð menningar- og vísindaarfs Evrópulanda. Bóka-, lista-, minja- og skjalasöfn ásamt hljóð- og kvikmynda-söfnum munu þannig vinna að því að sameina stafrænan safnkost sinn í sýndarsafni án tillits til hvar hann í raun er vistaður. Af því verður mikið hagræði fyrir notendur og þátttakendur því þróunarvinnan skapar ágætis tækifæri til að miðla þekkingu milli safnategunda og það mun auka getu þeirra til að bregðast við þörfum notenda og tryggja að unnt verði að svara framtíð- arkröfum ört vaxandi stafræns þjóðfélags. Þjóðbókasafn Hollands hefur umsjón með verk- efninu í nánu samstarfi við Evrópu-bókasafnið og er þar unnið að frumgerð gáttarinnar. Samtímis og lögin um samtökin voru formlega samþykkt var kynnt að „borgin“ verði fyrsta þemað sem áhersla verður lögð á. Til að sýna tengsl milli evrópskra borga í tvö þús- und ár verður notað margvíslegt efni, svo sem kort, ljósmyndir, hljóðupptökur, kvikmyndir, bækur, list- munir og forngripir, og er nú safnað stafrænu efni af því tagi frá aðildarsöfnunum. Borgin er víðtækt þema sem verður notað í frumgerðinni til að sýna þéttbýli og borgarsamfélag frá mörgum sjónarhornum. Meðal hugmynda sem unnið er að eru: mikið magn af stafrænum myndum af handritum, er endurhögun og endurgerð Sagnanetsins – www. sagnanet.is. Mat á verkefninu Er þetta er skrifað, í janúar 2008, er ekki hægt að meta ávinninginn af þátttöku safnins því verkefnið er enn í startholunum. Aðeins hefur verið safnað saman upplýsingum um hvaða gögn eru nú þegar til staðar í stafrænum söfnum þátttökuþjóðanna og lögð hafa verið drög að því með hvaða hætti sé hægt að koma þeim fyrir á einum stað og gera þau leitarhæf. Abstract ENRICH The purpose of the ENRICH project is to facilite access to written cultural heritage, creating a network of institu- tions within Europe and building up an European digital manuscript library. Resources made accessible are both manuscript descriptions and digital images. The material will be accessible and searchable in one place, www.manu- scriptorium.com. This article explains briefly the structure of the project, its work packages and tasks. It describes the possible benefits for the National and University Library, should they participate in it.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.