Bókasafnið - 01.10.2008, Qupperneq 19
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 17
stjórnendur og kennara var efni annars hádegisfund-
ar, sem haldinn var 11. október. Á fundinum héldu
bókasafns- og upplýsingafræðingarnir Anna Björg
Sveinsdóttir og Ingibjörg Baldursdóttir sinn fyrirlest-
urinn hvor og fundarstjórn var í höndum Kristínar
Óskar. Umfjöllun á þriðja hádegisfundi snerist um
skráningu korta og mynda. Fundurinn var haldinn 8.
nóvember og bókasafns- og upplýsingafræðingarnir
Þórunn Erla Sighvats og Sólveig Þorsteinsdóttir fluttu
sitt erindið hvor. Fundarstjóri var Ágústa Pálsdóttir.
Í upphafi ársins 2007, á hádegisfundi 10. janúar,
var fundarefnið Internetið og vefmál. Þar töluðu
bókasafns- og upplýsingafræðingarnir Kristín Ósk
Hlynsdóttir og Anna Sveinsdóttir um Internetið og vef
Háskóla Íslands. Ágústa Pálsdóttir sá um fundarstjórn.
Efnisorðalyklar sem tæki til upplýsingamiðlunar, gerð
efnisorðalykla og mikilvægi þeirra fyrir skjala- og
bókasöfn var efni hádegisfundar 7. febrúar. Haldin
voru þrjú erindi. Fyrstu tvö erindin fluttu bókasafns-
og upplýsingafræðingarnir Þórdís T. Þórarinsdóttir
og Ragna Steinarsdóttir en hið þriðja Sigmar Þormar
félagsfræðingur. Jóhanna Gunnlaugsdóttir var
fundarstjóri. Bókasafns- og upplýsingafræðingarnir
Ragna Eliza Kvaran, Hrafnhildur Hreinsdóttir og
Guðmundur Guðmarsson fjölluðu um fjölbreyttan
starfsvettvang starfsstéttarinnar 7. mars. Fundar-
stjórn annaðist Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Fjallað
var um mikilvægi skjalastjórnar við innleiðingu á
gæðastjórnun á síðasta hádegisfundinum 11. apríl.
Brynhildur Jónsdóttir, formaður stjórnar Katalogosar,
var fundarstjóri en Jóhanna Gunnlaugsdóttir og
Sólveig J. Guðmundsdóttir lögfræðingur héldu
fyrirlestra. Hádegisfundirnir 7. febrúar, 7. mars og
11. apríl voru teknir upp á band og settir inn á heima-
síðu bókasafns- og upplýsingafræðiskorar. Þá fékk
skorin glærur frá erindum allflestra fyrirlesara til þess
að setja inn á heimasíðu skorarinnar.
Bókasafns- og upplýsingafræðiskor tók þátt í ráð-
stefnuhaldi annarra aðila í tilefni af afmælinu eins
og fyrr greinir. Jóhanna Gunnlaugsdóttir flutti annál
um nám og starf í bókasafns- og upplýsingafræðiskor
í 50 ár á landsfundi Upplýsingar sem haldinn var
dagana 6. og 7. október 2006 á Hótel Selfossi og
bar heitið Fjölbreytni í fyrirrúmi. Þar sat hún einn-
ig fyrir svörum í málstofu um námið í skorinni. Þá
flutti Jóhanna afmælisávarp í upphafi Þjóðarspegils,
sjöundu ráðstefnu í félagsvísindum, sem haldinn var
í Háskóla Íslands 27. október 2006 og afmælisávarp
á alþjóðlegu skráningarráðstefnunni, Back to basics
– and flying into the future, sem haldin var á Grand
Hótel Reykjavík 1. og 2. febrúar 2007 á vegum
Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fleiri
aðila.
Í tengslum við afmælisárið hélt Irene Wormell,
prófessor emerita frá háskólanum í Borås, erindi
í Þjóðarbókhlöðu 28. nóvember og námskeið hjá
Endurmenntun Háskóla Íslands 30. nóvember 2006
Á fundi um efnisorðalykla. Gestir á fundi um fjölbreyttan starfsvettvang.
Gestir á fundi um fjölbreyttan starfsvettvang.Hagstofa Íslands