Bókasafnið - 01.10.2008, Page 20

Bókasafnið - 01.10.2008, Page 20
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 200818 um þekkingarstjórnun. Irene kom til landsins í boði NORSLIS. Ágústa Pálsdóttir sá um skipulagningu heimsóknar og fyrirlestrahalds Irene. Frumkvæði og fagmennska var heiti ráðstefnu sem bókasafns- og upplýsingafræðiskor efndi til 23. mars 2007 um þróun greinarinnar og framtíðarsýn. Ráðstefnan var haldin í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Nánar er fjallað um ráðstefnuna annars staðar í tímariti þessu. Afmælisdagskránni lauk með málþinginu Fjölbreytt upplýsingasamfélög: Nýjar rannsóknir nemenda í bókasafns- og upplýsingafræði. Málþingið var haldið í Háskóla Íslands 26. apríl 2007. Það hófst með mynda- sýningu úr námi og starfi í skorinni í tímans rás og málþingið setti Heiðrún Dóra Eyvindardóttir MLIS- nemandi. Heiðrún Dóra talaði um þá fjölbreytni og grósku sem einkenndi nemendarannsóknir og störf bókasafns- og upplýsingafræðinga. Hún minntist einnig á hinn lifandi áhuga sem stéttin hefði sýnt skorinni á afmælisárinu. Þá hélt deildarforseti félags- vísindadeildar, Ólafur Þ. Harðarson, ávarp. Í ávarpinu bar deildarforseti lof á skipulagningu afmælisársins og hina fjölmörgu afmælisatburði. Hann lagði ennfrem- ur áherslu á mikilvægi greinarinnar. Skorin byggi þó við þröngan kost og úr því væri nauðsynlegt að bæta – auk annars þyrfti að ráða nýjan fastan kennara til skorarinnar. Í kjölfarið kynntu nemendur og fyrrum nemendur rannsóknir í tengslum við lokaverkefni sín. Fyrirlestra fluttu Unnur Rannveig Stefánsdóttir – MLIS, Hallfríður Kristjánsdóttir – MLIS og Anna Björg Sveinsdóttir – MLIS, svo og nemendurnir Pálína Héðinsdóttir, Jane M. Pind, Dagrún Ellen Árnadóttir, Sigríður H. Gunnarsdóttir og Sædís Sigurbjörnsdóttir. Fundarstjóri var Jóhanna Gunnlaugsdóttir og hún flutti einnig ávarp við þingslit. Þá var formlegri dag- skrá afmælisársins jafnframt lokið. Af því tilefni voru bornar fram léttar veitingar í boði félagsvísindadeild- ar. Gestir á fundi um skólasöfn. Dagrún Ellen Árnadóttir talar á málþingi 2007. Hluti fyrirlesara á málþingi nemenda 2007.

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.