Bókasafnið - 01.10.2008, Page 26
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 200824
urjóga, fluttu söngatriði og frumsamin ljóð, kváðu
rímur og spákona heimsótti samkomuna með krist-
alskúluna sína og spáði í framtíðina. Veislustjórn var
í höndum Hólmkels Hreinssonar sem skilaði sínu
hlutverki með mikilli prýði. Gaman er að geta þess að
undir hátíðardagskránni um kvöldið tilnefndi Þórdís
T. Þórarinsdóttir, formaður Upplýsingar, Sigrúnu
Klöru Hannesdóttur heiðursfélaga í Upplýsingu.
Kvöldinu lauk síðan með því að slegið var upp balli.
Skemmtinefndin hafði undirbúið kvöldið af kost-
Hér má sjá nokkrar kjarnakonur í stéttinni við hátíðarkvöldverðinn. Frá vinstri: Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, Guðrún Hannesdóttir, Þórdís
T. Þórarinsdóttir, Kristín Björgvinsdóttir og Marta Hildur Richter. Úr myndasafni Þórdísar T. Þórarinsdóttur.
Gestir í móttöku Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns eftir ráðstefnuna. Mynd: Heiðrún Dóra Eyvindardóttir.