Bókasafnið - 01.10.2008, Qupperneq 29

Bókasafnið - 01.10.2008, Qupperneq 29
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 27 Bókasafns- og upplýsingafræðingar fást við að flokka, skipuleggja og endurheimta þekkingu. Vís indaheimspeki, þekkingarfræði og félags- fræði þekkingar eru þó hugtök sem of lítið hafa tengst kennslu og rannsóknum í bókasafns- og upplýsinga- fræði. Ýmislegt bendir þó til að þetta sé að breytast og nýlega hafa birst greinar í mikilvægum tímaritum þar sem fjallað er ítarlega um þessi efni (Journal of Docu ment ation, 2005; Knowledge Organization, 2003). Það sem hér fer á eftir er hluti af MLIS ritgerð minni (okt. 2006) sem fjallaði um fræðasamfélag í forníslenskum fræðum og er sjónarhornið því einkum hugvísindalegt. Ég tel mikilvægt að koma hugmynda- fræðinni á framfæri og vona að hún verði einhverjum hvatning til félags miðaðra rannsókna á íslenskum fræðasamfélögum. Með því að athuga afmarkaða þætti fræðasamfélags með eigindlegum aðferðum, fæst mikilvæg vitneskja um upplýsingaleiðir fólks, aðbúnað þess á bókasöfn- um og rann sóknarstofnunum en ekki síður um fræði- greinina og rannsóknaraðferðirnar. Þessa vit neskju er beinlínis hægt að nýta á sérfræðisöfnum til að stuðla að betri þjónustu og aðbúnaði fólks við fræðastörf. Fræðilegt gildi felst í því að leiða í ljós ákveðin sérkenni á ýmsum tegundum fræðasamfélaga, t.d. hvernig þekkingin mótast og miðlast innan þeirra og hvaða öfl í samfélaginu og menningunni hafa áhrif á það ferli. Í því sambandi tel ég mikilvægt að líta á bókasafns- og upplýsingafræði sem þverfaglega fræði- grein, þar sem góð þjónusta og stuðningur við upplýs- inga- og heimildaöflun á ákveðnum sviðum byggist á rannsóknum og víðtækri þekkingu á fræðasviðum. Ég tel að bókasafns- og upp lýsingafræðin hafi þörf fyrir að fara nýjar leiðir í rannsóknum og að það séu margar spennandi leiðir tiltækar, einmitt með því að nýta sér aðferðir félags vísindanna og jafnvel ýmissa hugvísindagreina og byggja þær á þekkingar fræði- legum grunni. Hugmyndafræði og kenningar um fræðasamfélög Hugmyndafræði fyrirbærafræðinnar, sem er mjög mikilvæg í félagsvísindum, er áhugaverð afstaða við rannsóknir á þekkingarsviðum eða fræðasamfélög- um. Heimspekingurinn Edmund Husserl er upp- hafsmaður þeirrar stefnu, sem kom fram á fyrstu áratugum 20. aldar. Hann taldi að best væri að rann- saka alla hluti út frá skynjaðri reynslu mannsins og aðstæðum hverju sinni, svo sem stað og tíma, félags- legum aðstæðum eða sálarástandi. Rannsakandinn verður að gæta þess að útiloka sínar eigin fyrirfram ákveðnu skoðanir, reynslu eða innsæi. Þetta kallaði Husserl „Epoche“ (Budd, 2005). Í upplýsingafræði er fyrirbærafræðin mikilvæg til að gera sér grein fyrir að fólk skynjar og túlkar upp- lýsingar á mismunandi hátt og að þær koma ekki að gagni, fyrr en einhver hefur móttekið þær og gert úr þeim þekkingu. Þetta er mikilvægt sjónarhorn við rannsóknir á fræðasamfélögum (Budd, 2005 og Creswell, 1998). Kenningar um táknbundin sam- skipti falla einnig vel að rannsóknum í upplýsinga- fræði. Þær fela það í sér að maðurinn gefi hlutum eða fyrirbærum merkingu með félags legum samskiptum og túlkun (Budd, 2005). Ýmsir merkir heimspekingar og vísindasagnfræð- ingar hafa haft mikil áhrif á viðhorf nútímamanna til vísinda- og fræðasamfélaga. Bandaríski eðlisfræðing- urinn og vísindasagnfræðingurinn Thomas Kuhn lýsti því í bók sinni The Structure of Scientific Revolutions árið 1962, hvernig skeið kyrrstöðu og byltinga skiptast á í fræðasamfélögum, hvernig frávik (e. anomaly) þróast smám saman út frá gildandi viðmiðum (e. para- digms) og leiða síðan til um byltingar á þekkingarforð- anum. Á meðan á þessu stendur, verður togstreita og deilur í fræðasamfélaginu, eins konar breytingaskeið, á meðan nýjar kenningar hasla sér völl. Byltingarnar leiða stundum til þess að nýjar vísinda greinar klofna út frá þeim gömlu eða alveg ný þekkingarsvið verða til. Vísindasamfélagið stendur vörð um ákveðnar hefðir og reynir að viðhalda þeim, í stað þess að reyna að afsanna kenningar að dómi Kuhn. Hann talaði um ósammælanleika fræðasamfélaga, þar sem hvert þeirra hefði sína „orðabók“. Þessar mismunandi orðabækur valda stundum samskiptaörðugleikum og nauðsynlegt er að muna hvaða málsamfélagi hver þeirra tilheyr- Ólöf Benediktsdóttir Fræðasamfélög
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.