Bókasafnið - 01.10.2008, Síða 31

Bókasafnið - 01.10.2008, Síða 31
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 29 og notuðu til þess ýmsar nýjar og byltingarkenndar aðferðir. Fræðasamfélög, sem áður höfðu einkennst af karlveldi, brugðust stundum illa við en nú eru kynjafræðin sjálfsagður og mikilvægur hluti af kenn- inga- og aðferðafræðikerfinu. Hraðar breytingar í heiminum, samfara alþjóða- hyggjunni og miklum fólksflutningum og nú á síð- ustu árum væringum á milli trúarsamfélaga, hafa í för með sér ný viðhorf og rannsóknaraðferðir í hug- og félagsvísindum. Hér á landi hefur, t.d. á síðustu árum, farið fram rækileg endurskoðun á hinum þjóðern- islegu viðhorfum sem voru fylgifiskur sjálfstæðisbar- áttunnar og e.t.v. varnaraðferð lítillar þjóðar í stórum heimi. Þessi endurskoðun hefur rækilega sett mark sitt á rannsóknir í t.d. sagnfræði, mannfræði og þjóð- fræði. Breytingar á íslensku þjóðfélagi, sem færist æ nær því að verða fjölþjóðlegt, hafa t.d. leitt af sér miklar umræður um breytingar á tungumálinu sem hefur sett svip sinn á orðræðu um íslensk fræði og fræðasamfélagið allt. Ekki síst hefur aukin menntun þjóðarinnar og meiri samskipti milli háskóla víða um heim aukið víðsýni og innleitt ný viðhorf í fræða- samfélögum. Við allt þetta verður samruni á milli fræðigreina og nýjar spretta upp. Fólk bindur sig ekki við eina grein heldur leitar óhrætt eftir þekkingu úr öllum áttum og lætur hefðirnar ekki hefta sig. Hér að ofan hef ég gert nokkra grein fyrir hug- myndafræðinni sem rannsóknir á fræðasamfélögum byggja á en vík nú nánar að greiningu á þekking- arsamfélögum sem rannsóknaraðferð innan bóka- safns- og upplýsingafræði. Greining á þekkingarsviðum og fræðasamfélögum Hugtakið þekkingarsvið (e. domain), í bókasafns- og upplýsingafræði, hefur einkum verið notað í sambandi við flokkunar- og efnisorðakerfi eða handbókafræði mismunandi fræðigreina. Það er heldur ekkert nýtt í fræðunum að kanna upplýsingaleiðir fræðasamfélaga eða stétta. Einnig er talað um verufræði (e. ontology) fræðigreina og er þá átt við fagleg kerfisbundin flokkunarkerfi sem byggjast að miklu leyti á notkun tölvutækni og krefjast náinnar samvinnu sérfræðinga á fagsviðum og upplýsingafræðinga. Hugtökin þekkingar- og fræðasvið skipta máli í ýmsum fræðigreinum og innan félagsvísinda tíðkast að gera nákvæmar kannanir á ákveðnum samfélags- hópum eða rýmum. Í bókasafns- og upplýsingafræði er þessi tegund kannana á þekkingarsviðum tiltölu- lega nýtilkomin, eftir því sem mér sýnist af greinum um efnið. Í fræðasamfélögum gilda ákveðin lögmál, sem bæði geta verið einkennandi fyrir ákveðna fræðigrein, en eins sameiginleg einkenni sem eru á þeim flestum. Þau þróast og breytast í takt við tímann, þekking úreldist og ný tekur við. Hugmyndafræðin, sem liggur að baki greiningar á fræðasamfélögum (e. domain analysis), er mjög í anda félagslegrar mótunarhyggju sem gerir ráð fyrir að þekkingin sé félagslega sköpuð og mótist af samfélagslegum áhrifum og samskiptum við aðra. Þótt greiningin snúist einkum um fræðasamfélög sem slík er einstaklingurinn líka inni í myndinni en út frá félagslegu sjónarhorni. Upplýsingaleit og upplýsingaheimt á ákveðnum þekkingar- eða fræðasviðum, sem hefur verið mjög vinsælt rannsóknarefni í bókasafns- og upplýsinga- fræði á síðustu áratugum, hefur einkum byggst á sál- fræðilegum eða menntunarfræðilegum kenningum. Þessi hugmyndafræði kom fram um 1970 og var mikill léttir frá hinum pósitívisku aðferðum sem höfðu einkennt fræðin mjög lengi. Hún hentar vel við einstaklingsmiðaðar rannsóknir, auk þess sem ýmis gagnleg hugtök hafa þróast með henni (Hjørland, 2004; Talja, 2005). Hún hefur á síðustu árum verið gagnrýnd nokkuð, með þeim rökum að einstakling- urinn sé yfirleitt alltaf hluti af þekkingarsamfélagi eða félagslegu rými og sál- og menntunarfræðilegar kenningar séu ekki gagnleg hugmyndafræði í því samhengi. Innan upplýsingafræðinnar sé vænlegra að kynna sér þekkingarsvið sem orðræðu-samfélög. Skipulag þekkingar, uppbygging, samvinnuform, fagmál og samskiptaleiðir, upplýsingakerfi og for- gangsröðun endurspegli vinnuframlag þeirra og mikilvægi í samfélaginu (Hjørland og Albrechtsen, 1995). Greining á þekkingar- eða fræðasamfélögum er félagsmiðuð og þarf því á þeirri tegund þekking- arfræði að halda (Talja, 2005). Danski upplýsingafræðingurinn Birger Hjørland, sem er einn helsti talsmaður þessarar rannsóknarað- ferðar, hefur skrifað mikið um tengsl þekkingarfræði og upplýsingafræði. Hann leggur mikla áherslu á að upplýsingafræðin skapi sér þekkingarfræðilegan og heimspekilegan grundvöll og telur að greining á fræða- sviðum sé góð aðferð til að öðlast færni sem bókasafns- og upplýsingafræðingur á sérfræðisöfnum. Þar þurfi að hafa góða innsýn í viðkomandi fræðasamfélag til að geta veitt betri þjónustu sem sérfræðingur í upp- lýsingaöflun. Þó svo fólk skipti um starfsvettvang og starfi á mismunandi söfnum komi slík innsýn ævinlega að gagni, því ef fólk hefur aflað sér ítarlegrar þekkingar á einu fagsviði megi auðveldlega yfirfæra vissa þætti eða aðferðir yfir á annað. Ekki þurfi að leggja stund á viðkomandi fræðigrein, heldur hafa góða þekk- ingu á upplýsingaleiðum, aðferðafræði, straumum og stefnum í fræðigreinum og þeim lögmálum sem gilda í slíkum samfélögum. Hjørland telur þörf á nytjahyggjuraunsæi í fræði-

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.