Bókasafnið - 01.10.2008, Síða 36

Bókasafnið - 01.10.2008, Síða 36
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 200834 rök, og töldu að öll þingmál yrðu svo vel undirbúin að ekki væri þörf á að sækja frekari upplýsingar í skjala- eða bókasöfn í Reykjavík. Þá gætu þingmenn tekið með sér nauðsynlegar bækur og jafnvel væri hægt að setja á fót lítið bókasafn á Þingvöllum sem hægt væri að geyma hjá staðarprestinum.7 Eftir stíf fundarhöld í júlí gerði nefndin uppkast að tilskipun um Alþingi í 79 liðum, þar sem menn náðu samkomulagi um að þingið yrði fyrst um sinn í Reykjavík þar sem yrði stór „þingstofa“ og „geymsluhús“ fyrir þingbækur og málsskjöl.8 Þá væri jafnframt hægt að ákveða framtíðarstaðsetningu þingsins á fyrsta fundi þess.9 Skrif Jón Sigurðssonar og Tómasar Sæmundssonar Sama ár og embættisnefndin fjallaði um endurreisn Alþingis kom út ritgerð eftir sr. Tómas Sæmundsson. Tómas var afar mótfallinn því að þingið yrði í Reykjavík, enda sagði hann að ef þingið yrði ekki á Þingvöllum væri það að hans mati það sama og „að aftaka það gjörsamlega“ og bætti við að í Reykjavík væri „eins og í öllum kaupstöðum um sumartímann miklu leiðinlegra og dauflegra en til sveita; þar sem að hinu leitinu Þingvellir eru einhvur viðfeldnasti og skjemtilegasti staður í sveit“.10 Tómas bar mikla virðingu fyrir hinu forna Alþingi og taldi að skortur á bókum og gögnum á Þingvöllum væri fyrirsláttur og áleit að þingmenn ættu að geta komið sér saman um hvaða bækur væri nauðsynlegt að nota við þingstörfin og taka þær með sér í ferðakistum sínum, eða að nálgast rit frá Reykjavík á einum hesti eða svo. Þingmenn gætu þá tekið bækur með sér heim að loknu þingi og skilað aftur á því næsta. Bækurnar kæmu svo að góðum notum í heimahéruðum þingmanna og aukið útbreiðslu „allskonar fróðleiks um landið“.11 Jón Sigurðsson forseti var fylgismaður Reykjavíkur í þessu máli og svaraði þessum rökum í greinum sem hann skrifaði í Ný félagsrit 1841 og 1842. Í greinunum reyndi Jón að sannfæra lesendur um að Reykjavík væri þrátt fyrir allt heppilegasti þingstaðurinn. Hann benti á að erfitt væri fyrir þingmenn að vita nákvæmlega hvaða bækur þeir þyrftu að taka með sér á þing hverju sinni eða hvaða skjöl eigi að flytja frá Reykjavík, og slíkir flutningar gætu skaðað bæði skjöl og bækur.12 Hann lagði áherslu á að þingmenn nútímans þyrftu á allskyns upplýsingum að halda við þingstörfin og að þau væru mun flóknari en á tímum 7 Tíðindi frá nefndarfundum íslenzkra embættismanna í Reykjavík, bls. 33. 8 Fréttir frá fulltrúaþinginu í Hróárskeldu 1842 (Kaupmannahöfn, 1843), bls. 75-76 (liður 40). 9 Fréttir frá fulltrúaþinginu í Hróárskeldu 1842, bls. 104. Bæta má við að haldnar voru sérstakar þjóðmálasamkomur á Þingvöllum með hléum á árabilinu 1848-1907. 10 Tómas Sæmundsson, „Alþíng“ Þrjár ritgjörðir (Kaupmannahöfn, 1841), bls. 94 og 98-99. 11 Tómas Sæmundsson, „Alþíng“, bls. 97-98. 12 Jón Sigurðsson, „Um Alþíng“ Ný félagsrit 2 (1842), bls. 51. þjóðveldisins. Þingmenn þyrftu t.d. upplýsingar um vöruskipti við útlönd, kostnað við skólahald, fólksfjöldatölur, manndauða o.fl. og bætti við að þó að einstakir þingmenn kynnu einfaldlega að muna þessar upplýsingar, „þá yrði allur þorri fulltrúanna að reiða sig á þeirra orð, í stað þess að þeir gætu sjálfir rannsakað bæði bækur og skjöl ef þeir væru í Reykjavík ...“13 Jón bætir við: „Vera má að menn segi, að það sé ekki nema gaman fyrir fulltrúana að ríða suður í Reykjavík, til að grenslast eptir ýmsu sem þarf, en það tekur þó að vísu 2 daga, og er það ekki mjög lítið, ef þingið stendur ekki alls nema 3-4 vikur ...“14 Í greinunum svaraði Jón þannig rökum Tómasar lið fyrir lið á varfærnislegan hátt, enda vissi hann að stór hluti þjóðarinnar vildi þrátt fyrir allt hafa Alþingi á Þingvöllum.15 Val á þingstaðnum var t.d. harðlega gagnrýnt í Fjölni 1844.16 Ráðgjafarþingið í Hróárskeldu 1842 Í árslok 1841 fékk kansellíið uppkast embættis- mannanefndarinnar til umsagnar og gerði við það nokkrar athugasemdir.17 Uppkastið var svo sent til rentukammers og loks til konungs, sem samþykkti að bera það undir ráðgjafarþingið í Hróárskeldu sumarið 1842. Á þinginu var ítarlega rætt um málið og var m.a. fjallað um staðsetningu Alþingis, en það vakti nokkra athygli að mælt var með Reykjavík sem þingstað en ekki Þingvöllum, sem var þó upphaflega hugmyndin.18 Í því sambandi benti Grímur Jónsson etatsráð fundarmönnum á að þingmenn gætu þurft að komast í skjalasöfn næstum daglega á meðan þingstörfum stæði og því væri m.a. ráðlegt að hafa þingið í Reykjavík þar sem stutt væri í bóka- og skjalasöfn.19 Málið var afgreitt 8. september 1842 og með konungsúrskurði 8. mars 1843 var ákveðið að stofna ráðgjafarþing á Íslandi, og átti það að vera „fyrst um sinn“ í Reykjavík.20 Bókasafn Alþingis Fyrsti fundur hins endurreista Alþingis var haldinn í Reykjavík sumarið 1845. Þrátt fyrir að þar væru hin ýmsu skjala- og bókasöfn sem fylgismenn Reykjavíkur höfðu lagt svo mikla áherslu á að hafa aðgang að, var mönnum ljóst að bæta þurfti bókakostinn verulega 13 Jón Sigurðsson, „Um Alþing á Íslandi“ Ný félagsrit 1 (1841), bls. 128-29. 14 Jón Sigurðsson, „Um Alþing á Íslandi“, bls. 129. 15 Sjá nánar um ágreiningsefni Jóns og Tómasar: Sigurður Líndal „Tómas Sæmundsson og Jón Sigurðsson“ Skírnir 181 (Haust 2007), bls. 292- 326. Sjá einnig: Guðmundur Hálfdanarson, „´Leirskáldunum á ekkji að vera vært´: Um þjóðlega menningu og íslenska endurreisn“Skírnir 181 (Haust 2007), bls. 327-340. 16 „Um Alþingi“ Fjölnir 7 (1844), bls. 110-138. 17 Fréttir frá fulltrúaþinginu í Hróárskeldu 1842, bls. 102-105 (liður 40 um þingstaðinn). 18 Fréttir frá fulltrúaþinginu í Hróárskeldu 1842, bls. 149. 19 Fréttir frá fulltrúaþinginu í Hróárskeldu 1842, bls. 152. 20 Lovsamling for Island XII. bindi (Kaupmannahöfn, 1864), bls. 510 (liður 40).

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.