Bókasafnið - 01.10.2008, Síða 41

Bókasafnið - 01.10.2008, Síða 41
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 39 sem berst á þeirra netfang og inniheldur erindi sé skráður í skjalakerfið. Hvort eða hvernig því er fylgt eftir virðist hins vegar vera nokkuð misjafnt eftir stofnunum. Þrír þátttakendur sögðust fylgja því eftir á einhvern hátt að starfsmenn varðveiti og skrái tölvupóstinn í skjalakerfi stofnunarinnar en hinir þrír sögðu að því væri ekkert fylgt eftir. Þegar Hildur var spurð hvernig fylgst væri með því að starfsmenn skrái og varðveiti tölvupóst sem berst á þeirra netfang sagði hún: „Já, það er nú það, það er ekkert fylgst með því … Birna sagði að það væri ekki nógu gott kerfi á tölvupósti starfsmanna hjá stofnuninni. Því væri ekkert fylgt eftir hvort starfsmenn varðveittu tölvupóstinn eða ekki. Sigrún hafði sömu sögu að segja og sagði: „Það verður bara að vera á ábyrgð hvers og eins starfsmanns, maður getur ekki gengið á eftir fólki og sagt þeim það. Hekla sagðist vera með stöðuga fræðslu, skýrar verklagsreglur, skýr fyrirmæli og námskeið til þess að koma því til starfsmanna hvernig þeir eiga að fara með erindi sem þeim berast. Starfsmenn stofnunarinnar hafi lítil innbox sem hvetji þá til þess að skila tölvupóstinum inn í skjalakerfið. Hún sagðist fylgjast með skjalakerfinu og að ábyrgð starfsmanna væri vel skilgreind hjá stofnuninni. Ef í ljós kæmi að einhver einstaka starfsmaður notaði skjalakerfið lítið væri gripið til aðgerða: „Við höfum alveg gripið til aðgerða þegar okkur finnst einhver starfsmaður nota GoPro mjög lítið. Við höfum talað við hann, þannig að við fylgjumst alveg með því ef það er eitthvað óvenjulítið sem er að skila sér inn frá einhverjum ákveðnum starfsmanni“. Ösp sagði að stofnunin legði mikla áherslu á að starfsmenn geti sjálfir metið hvort tölvupósturinn ætti að heyra undir málið eða ekki. Erla sagði að helsta eftirfylgnin fælist í áminningum til starfsmanna og skjalaviku þar sem starfsfólk væri minnt á að ganga frá sínum málum. Hún sagði: „Það sem við þurfum raunverulega og er alveg lykilatriði það er utanumhald yfirmanna um sína starfsmenn. Að þeir fylgi því eftir og að starfsmenn fari eftir settum reglum, sem settar eru um meðferð skjala, almennt hjá stofnuninni.“ Hvað telja ábyrgðarmenn skjalamála að virki best til þess að fá starfsmenn til að varðveita tölvupóstinn sinn? Þegar þátttakendur voru spurðir hvað þeir teldu líklegt að virkaði best til þess að fá starfsmenn til að varðveita tölvupóstinn sinn voru allir sammála um að fræðsla, upplýsingar og námskeið væri það sem myndi skila sér best. Birna, Erla, Hildur og Sigrún telja að það þurfi einnig að eiga sér stað viðhorfsbreyting hjá starfsmönnum stofnananna gagnvart tölvupósti svo þeir fáist til þess að varðveita hann. Erla sagði: „Þetta er svona ákveðin kúltúrbreyting sem verður að verða í svona stofnunum, svo fólk fái sko þennan skilning á því að þetta sé raunverulegt skjal ekki bara tölvupóstur.“ Hildur sagði að það þyrfti örugglega að verða eitthvert slys, að einhver mikilvæg skjöl týndust, þá fyrst myndu starfsmenn fást til þess að varðveita tölvupóstinn sinn. Eru haldin námskeið hjá stofnunum og hvernig gengur þeim að varðveita tölvupóstinn? Það virtist vera mjög misjafnt milli stofnana hversu oft námskeið voru haldin og hversu fjölbreytt þau voru. Hjá ríkisstofnun A kom fram að námskeið um skjalakerfið voru aðallega haldin í byrjun, eða þegar verið var að innleiða kerfið, en það eru rúm sex ár síðan. Þegar Birna var spurð hvernig hún teldi að stofnunin stæði sig við varðveislu tölvupósts svaraði hún: „Ekki vel, ekki í varðveislu tölvupósts.“ Hildur sagðist vera með mörg námskeið í boði fyrir starfsmenn um skjalakerfið en engin námskeið hafa hins vegar verið haldin fyrir starfsmenn um vinnulag og verklag sem stofnunin setur starfsmönnum. Hildur sagði að stofnunin stæði sig hvorki vel né illa við varðveislu tölvupósts. Erla sagðist halda þrjú þriggja tíma námskeið, tvisvar á ári, fyrir nýja starfsmenn og væru allir nýliðar skyldugir að sækja þessi námskeið. Síðan væru haldin upprifjunarnámskeið fyrir eldri starfsmenn en það væri val hvers og eins hvort þeir færu á námskeiðin eða ekki. Erla sagðist telja að stofnunin stæði sig svona sæmilega við varðveislu tölvupósts. Sigrún sagði að það væri langt síðan haldið hefði verið námskeið um skjalamál hjá stofnuninni. Hún sagði að það væru fáir starfsmenn sem þyrftu að nota skjalakerfið og auðveldara væri að ganga bara á milli starfsmanna. Þegar Sigrún var spurð hvernig hún teldi að stofnunin stæði sig við varðveislu tölvupósts sagði hún að það mætti alltaf betur gera í öllu en: „Já, ég held að við gerum það bara ágætlega.“ Hekla sagðist vera með stöðuga fræðslu í gangi, um skjalakerfið, vinnulagið og verklagið sem stofnunin setur starfsmönnum. Hún sagðist blanda þessum námskeiðum saman og þar væru starfsmönnum kynnt helstu lög sem þeim ber að fara eftir og hvers vegna stofnunin þurfi að varðveita gögnin. Allir nýir starfsmenn hjá stofnuninni fá kennslu, maður á mann, þegar þeir hefja störf. Hekla telur að stofnunin standi sig frekar vel við varðveislu tölvupósts. Hún sagði að auðvitað mætti alltaf betur gera og það sé ekki nóg að setja tölvupóstinn inn í skjalakerfið, það þurfi líka að setja hann á réttan stað og því þurfi að vera stöðug eftirfylgni, fræðsla og utanumhald. Ösp sagði að haldin væru námskeið fyrir alla nýja starfsmenn stofnunarinnar. Hún sagði að

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.