Bókasafnið - 01.10.2008, Side 48
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 200846
fyrir sérfræðinga hvaðan efnið er komið en það yki
skilning á því hvað Landsaðgangurinn kostar og
hvers virði hann er ef það væri ljósara hvað hann
býður raunverulega upp á. Þetta leiðir hugann að því
hvernig kynningar- og leiðbeiningarstarfi bókasafns-
og upplýsingafræðinganna er háttað. Mikilvægi
Landsaðgangsins birtist þó e.t.v. skýrast í því að í
munni flestra viðmælenda virðist hann vera orðinn
eins konar samnefnari fyrir rafrænt efni.
Bókasafns- og upplýsingafræðingarnir virtust
samt álíta að þau sérhæfðu gagnasöfn, sem keyptur er
aðgangur að utan Landsaðgangs, nýtist sérfræðingum
viðkomandi stofnana betur. Það er svolítið forvitni-
legt að velta fyrir sér ástæðu þessa. Hugsanlega stafar
það af því að þau kosta talsvert aukalega og því sé
verið að sannfæra sig um að sú fjárfesting skili sér.
Leitarmöguleikar gagnasafna Landsaðgangs virðast
þó falla sérfræðingunum, sem talað var við, almennt
vel í geð nema einum sem vill helst „googla“ sem
mest, auk þess að nota PubMed gagnasafnið sem ekki
er hluti Landsaðgangs en opið öllum.
Það virðist einnig fara talsvert eftir eðli rann-
sóknarstofnana hvernig upplýsingum og efni sér-
fræðingar leita helst að. Á Eykt, Fold og Storð
eru mikið stundaðar grunnrannsóknir og í náttúru-
vísindum byggjast þær bæði á eldri rannsóknum
og því sem er alveg nýtt. Á Ósi eru hins vegar
meira stundaðar hagnýtar rannsóknir eða unnin ýmis
verkefni fyrir framkvæmdaaðila. Þau verkefni virðast
hvert öðru lík og byggjast meira á tilvitnunum í
eigið efni og þörfin fyrir að fylgjast með því nýjasta í
rafrænum gagnasöfnum því ef til vill ekki sú sama.
Hæfni til að tileinka sér
nýjungar - kynningarstarf
Borgman (2000) og Tenopir (2003) telja að fagsvið
og samspil þess og hefðar notandans fyrir því að
lesa sér til og nota bókasöfn, hvort heldur sem þau
eru heðfbundin með prentefni eða rafræn, hafi áhrif
á hæfni og vilja fólks til að tileinka sér nýjungar.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar virðist
jákvætt viðhorf til bókasafna, löng hefð fyrir því að
nota þau, svo og notkun bókasafna á námsárum, geta
haft áhrif á hæfni sérfræðinga og vilja til að tileinka
sér nýjungar. Einnig það hversu fljótar stofnanirnar
og bókasöfnin, sem viðkomandi tengist, voru að taka
í notkun tölvur og nýja tækni við gagnaúrvinnslu.
Þeir bókasafns- og upplýsingafræðingar, sem talað
var við, töldu vefsíður bókasafnanna afar mikilvægar.
Þar hafi þeir komið fyrir upplýsingum um rafrænt
efni sem sérfræðingum standi til boða, t.d. lista yfir
tímarit og gagnasöfn. En svo er eins og það vanti
eftirfylgni til að miðla þessum upplýsingum áfram til
sérfræðinganna því að það er líkast því að þeir séu
ekki nógu meðvitaðir um möguleika vefsíðnanna.
Er hugsanlegt að framsetningin á þessu sé að mati
sérfræðinganna of flókin þannig að þeir nýti það ekki
þess vegna? Eða frekar að meira kynningarstarf hafi
vantað?
Allir töldu bókasafns- og upplýsingafræðingarnir
sig þó eitthvað hafa kynnt rafræna efnið, a.m.k.
stundað einstaklingskennslu og sent upplýsingar í
tölvupósti. Þetta virðist hins vegar að mestu leyti
hafa farið fram hjá sérfræðingunum; allir nema einn
telja sig enga kynningu hafa fengið. Þeir sögðust
sakna þessa mikið; þeir hafi fyrst og fremst þurft að
þreifa sig áfram sjálfir. Einn gerði því jafnvel skóna
að bókasafns- og upplýsingafræðingar væru svona
tregir með kynningarnar af því að þeir vildu halda
þessari kunnáttu fyrir sig. Löng tæknihefð sumra
stofnananna virðist samt gera það að verkum að
sérfræðingar þar komast upp á lag með að notfæra
sér rafrænt efni, sama á hvaða aldri þeir eru, þrátt
fyrir ónóga kynningarstarfsemi.
Þessi umræða um kynningar- og leiðbeiningarstarf
vekur upp spurningar. Niðurstöður rannsóknarinnar
benda til að a.m.k. sumir bókasafns- og upplýs-
ingafræðingarnir veigri sér við að stunda öfluga
kynningarstarfsemi. Það er áhugavert að velta fyrir
sér hvort þetta geti stafað af því að þennan þátt vanti,
eða hafi vantað, í menntun bókasafns- og upplýsinga-
fræðinga.
Hvað gerist ef Landsaðgangur leggst af?
Þrátt fyrir að sérfræðingar virðist ekki gera sér ljósa
grein fyrir því hvar þeir eru að leita að efni og e.t.v.
skipti það ekki höfuðmáli þá benda niðurstöðurnar
til að Landsaðgangurinn sé í raun að verða
kjölfestan í upplýsingaleit og upplýsingaöflun. Bæði
á sérfræðibókasöfnum og upplýsingamiðstöðvum
og hjá sérfræðingunum sjálfum. Eftirfarandi
athugasemdir komu frá sérfræðingum þegar nefndur
var sá möguleiki að Landsaðgangur legðist af: Einn
taldi það „hræðilegt“; fólk yrði þá aftur „hangandi í
bókasafnsfræðingnum að finna þetta eða finna hitt“.
Og annar sagði að það væri „alveg óvinnandi vegur“
fyrir bókasafnsfræðinginn að þurfa að fara að leita að
öllu efni fyrir sig. Rannsóknaumhverfið myndi líka
breytast mikið ef Landsaðgangs nyti ekki lengur við
því „eftir að hafa kynnst því að nota Web of Science þá
væri það einhvern veginn svo mikið að fara bara aftur
í barnaskóla“. Sá þriðji hafði eftirfarandi að segja:
„Þetta er eitthvað sem ég bara verð að hafa. Þetta
væri ... eins og að taka ofninn úr bakaríi og segja fólki
að halda áfram að vinna þó að það sé ekkert hægt að
baka lengur. Þá væri bara enginn grundvöllur fyrir
stórum hluta af því sem ég geri....“
Bókasafns- og upplýsingafræðingunum bar saman