Bókasafnið - 01.10.2008, Síða 60

Bókasafnið - 01.10.2008, Síða 60
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 200858 Þegar ég lít til baka og hugsa um minningar tengdar bókum þá koma jólin alltaf upp í hugann. Í mínum uppvexti þótti alltaf sjálfsagt að setja bók í jólapakkann og það var mjög algengt að út kæmu bókaraðir svo maður hlakkaði alltaf til næstu bókar í röðinni. Ég nefni sem dæmi Dórubækurnar eftir Ragnheiði Jónsdóttur, en það stóðst yfirleitt að það kom ný bók um Dóru á hverjum jólum nokkuð lengi og það var varla hægt að bíða eftir að jólapakkar væru opnaðir og byrjað að lesa. Dóra varð eins og vinkona mín og margra annarra stúlkna á þessum árum og við þurftum að vita hvað hefði gerst allt árið hjá henni!! Bækurnar voru sumar í sendibréfastíl eins og t.d. Dóra í Álfheimum en þar skrifaði Dóra stöðugt til Ellu vinkonu sinnar og gerði henni grein fyrir öllu sem gerðist í sumarbústaðnum, svo dæmi sé tekið. Ég geri ekki ráð fyrir að atburðarásin þætti mjög hröð í dag en þetta hentaði mér alveg ágætlega í þá daga og mér fannst ég þekkja allar persónur nokkuð vel. Persónulýsingar Ragnheiðar voru mjög skýrar og maður var fljótur að finna til með þeim sem áttu bágt og verða reiður við þá sem áttu það líka skilið. Bækurnar eru skrifaðar á góðu og venjulegu máli en vönduðu og þessi sendibréfastíll hefur áreiðanlega haft þau áhrif á mig að ég skrifaði ógrynni af sendibréfum öll mín unglingsár. Það voru fleiri bækur Ragnheiðar sem komu úr jólapökkunum og má þar nefna sögurnar af Herði og Helgu, Í Glaðheimum, sögur fyrir börn Ingibjörg Einarsdóttir Minning tengd bókum og unglinga. Það má sennilega flokka þær undir raunsæisbókmenntir, sagðar í fyrstu persónu og lífið var ekki alltaf auðvelt hjá þeim. Þau áttu góða ömmu og afa sem studdu vel við uppeldi þeirra og ég lifði mig algerlega inn í líf Helgu því hún var t.d. ellefu ára þegar ég var ellefu ára og ég tel að það hafi skipt mig miklu máli. Við bróðir minn höfðum komið okkur upp þeim sið á jólum að þegar við vorum búin að lesa eina bók þá var kíkt yfir ganginn og athugað hvort hitt væri búið með sína og þá skipst á. Strákar fengu á þessum árum yfirleitt bók eftir Ármann Kr. Einarsson og Enid Blyton og það þóttu mér líka mjög skemmtilegir höfundar en það var ekki eins algengt að stelpur fengju bækur eftir þá höfunda í jólagjöf, ekki frekar en strákar fengju rauðu stelpubækurnar. Svo var haldið áfram að lesa meðan augun leyfðu og þá var líka svo gaman að geta rætt um bækurnar að morgni jóladagsins. Þegar ég hóf síðan kennslu voru það ávallt mínar bestu stundir að lesa framhaldssögur í nestistímum og ég tel það bæði þroskandi og nauðsynlegt fyrir móðurmálið okkar. Ein framhaldssaga er mér sérlega minnisstæð en það var Djöflaeyjan en hún hafði komið út um jólin og ég var beðin um að lesa hana næst sem framhaldssögu en á þessum árum kenndi ég unglingum. Ég hafði ekki náð að lesa hana áður en hóf samt lesturinn. Mjög fljótlega fannst mér ég kannast sérlega vel við efnið og þekkja jafnvel persónurnar og kom þá í ljós að sagan gerðist á mínum heimaslóðum, ég hafði t.d. alltaf þurft að ganga í gegnum Trípolíkamp á leiðinni í Melaskólann og alltaf verið hrædd við ýmsar sögupersónurnar. Það er því skemmst frá því að segja að ég hafði meira gaman af sögunni en nemendur mínir og las sennilega mjög lengi í hvert skipti og fékk að gera það óátalið.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.