Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015
Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • Suðurveri
Hafðu veisluna eftir
þínu höfði!
Skoðaðu úrvalið á
vefverslun okkar
bakarameistarinn.is.
Veisluþjónusta undir stjórn matreiðslumeistarans Skúla Hansen
Er veisla framundan?
Sími 533 3000 bakarameistarinn.isBæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Kvartermabolir
4.900 kr.
3 litirStr. S-XXL
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911
www.facebook.com/spennandi
Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16
Verðlaunamerki frá USA
Gallabuxur
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is
Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard.
Selena undirfataverslun
Frábært úrval af
sundfötum
Auðkenni stefnir að því að inn-
heimta gjöld af fjarskiptafyrir-
tækjum vegna rafrænna skilríkja í
síma frá og með árinu 2016. Þetta
staðfestir Haraldur A Bjarnason,
framkvæmdastjóri Auðkennis, en
hann segir þó engin áform um að
innheimta gjöld hjá einstaklingum
vegna rafrænna skilríkja í síma.
Símfélögin geti þó sjálf krafið við-
skiptavini sína um slík gjöld. Frá
upphafi farsímaverkefnis Auð-
kennis, í nóvember 2013, hefur
Auðkenni hvorki tekið greiðslur
frá fjarskiptafyrirtækjum né ein-
staklingum vegna rafrænna skil-
ríkja í síma.
Aðeins Nova tekur gjald
Nú þegar hefur Nova krafið við-
skiptavini sína um gjald vegna
notkunar rafrænna skilríkja en
gjaldið nemur 14 krónum. Voda-
fone og Síminn hafa ekki rukkað
viðskiptavini sína um kostnaðinn.
,,Síminn tekur ekki gjald vegna
rafrænna skilríkja og mun ekki
gera það á árinu 2015,“ segir
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir,
upplýsingafulltrúi Símans. „Engar
ákvarðanir hafa verið teknar um
gjaldtöku eftir þann tíma, en þó er
ljóst að kostnaðurinn mun koma
fram með einum eða öðrum hætti
þegar Auðkenni rukkar fyrir þjón-
ustuna. Hvernig, ræðst af þróun
vörunnar á markaði og allar
ákvarðanir nú því ótímabærar.“
Nauðsyn rafrænna skilríkja
Alla jafna hefur fólk val um
hvort það nýtir sér rafræn skilríki.
Við samþykki skuldaleiðréttingar
ríkisstjórnarinnar var þó áskilið að
umsækjendur staðfestu með raf-
rænum skilríkjum en þjónustan
var öllum gjaldfrjáls.
Rafræn skilríki eru annars
sjaldnast nauðsynleg, hægt er að
notast við Íslykil eða sjálfvalin
leyninúmer hjá flestum þjónustu-
aðilum. Mörgum aðilum finnst þó
rafræn skilríki mun öruggari og
þægilegri kostur þar sem hægt er
að nota sama leyninúmer alls stað-
ar auk þess sem rafræn skilríki
eru þau einu sem nýtast sem ígildi
undirskriftar.
Bragi Leifur Hauksson, verk-
efnastjóri hjá Þjóðskrá Íslands
segir þrjár möguleika algengasta á
rafrænum þjónustusíðum. Í fyrsta
lagi sé hægt að nýta Íslandslyk-
ilinn, í öðru lagi nýta Íslandslykil
ásamt því að fá smáskilaboð og í
þriðja lagi nota rafræn skilríki.
Flestum notendum sé í raun sama
hvaða leið sé farin. Þrátt fyrir að
rafræn skilríki teljist öruggasti
búnaðurinn þá velti öryggið að
mestu á umgengni notandans, til
dæmis hvort viðkomandi deili
leyniorði með öðrum aðilum eða
láti aðra aðila hjálpa sér við inn-
skráningu. brynjadogg@mbl.is
Stefna á gjald-
töku á næsta ári
Ekki verður innheimt á árinu
vegna rafrænna skilríkja í síma
Rafræn skilríki Aukin krafa er um
rafræn samskipti m.a. í stjórnsýslu.
Í rafrænum heimi má nýta raf-
ræn persónuskilríki en slík auð-
kenning telst jafngild framvísun
persónuskilríkja auk þess sem
hægt er að nota þau til undirrit-
unar. Eitt leyniorð nýtist alls
staðar en hægt er að setja raf-
ræn skilríki í farsíma eða á kort.
Útgáfuaðilar skilríkjanna segja
að um ræði aukið öryggi og
þægindi en Neytendastofa sér
um eftirlit með þeim.
Ígildi per-
sónuskilríkja
RAFRÆN SKILRÍKI
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
lagði hald á tæpt kíló af sterkum
fíkniefnum í umfangsmiklum að-
gerðum á dögunum. Um var að ræða
650 grömm af amfetamíni og 250
grömm af ectasy (MDMA).
Fimm húsleitir voru fram-
kvæmdar á höfuðborgarsvæðinu
vegna málsins, en auk fíkniefna var
hald lagt á fjármuni sem grunur
leikur á að séu tilkomnir vegna fíkni-
efnasölu. Þá tók lögreglan einnig í
sína vörslu riffil með hljóðdeyfi, en
vopnið fannst í fyrrnefndum aðgerð-
um. Tveir karlar, annar á fertugs-
aldri og hinn á fimmtugsaldri, voru
handteknir í þágu rannsóknarinnar,
en þeir hafa áður komið við sögu hjá
lögreglu. Við aðgerðirnar naut lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu að-
stoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra
og fíkniefnaleitarhunds frá tollinum.
Rannsókn málsins hefur staðið yfir í
nokkurn tíma og er henni ekki lokið.
Fundu 900 g af fíkniefnum
Morgunblaðið/Júlíus
Fíkniefni Um 650 grömm af amfeta-
míni og 250 grömm af MDMA.
Fimm húsleitir voru framkvæmdar
Tveir karlmenn handteknir