Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015 Hafist verður handa um dýpkunar- framkvæmdir við Landeyjahöfn á næstu dögum eða strax þegar veður leyfir. Höfnin hef- ur verið lokuð frá haustdögum, en nú þegar vetrar- veður eru að ganga niður og vor í nánd er kostað kapps um að opna höfnina svo Herjólfur geti siglt þangað inn. Ferjubáturinn Víkingur sem Sigurmundur Einarsson gerir út hefur hins vegar komist í höfnina með því að sjávarföllum er sætt. Í fyrra opnaðist Landeyjahöfn í lok febrúar, en þá þurfti að dæla út 70 þúsund rúmmetrum af sandi svo hún yrði fær. Var sandurinn þá bæði í höfninni sjálfri og á rifi úti fyrir kjafti hennar. Kunnugir telja að efn- ismagnið veðri ekki minna nú. Benda þar á að vegna þrálátra sunnanátta í allan vetur megi gera ráð fyrir að mikill sandur hafi borist að. Því sé mikið verk fyrir höndum. Það er Björgun hf. sem hefur dýpkunarframkvæmdir með hönd- um – og notar til þess dæluskipin Perlu, Dísu og Sóley. Ekkert er hægt að segja til um hvenær verkinu lýkur, slíkt ræðst alfarið af veðri. „Veturinn hefur verið slæmur og ég man varla eftir öðru eins. Suðlæg- ar áttir hafa ríkt um lengri tíma og Landeyjahöfn því ófær. Þessi ótíð hefur leitt til þess að Eyjar hafa misst af þeim mikla fjölda ferða- manna sem til landsins hafa komið nú í vetur. En þetta breytist þegar Landeyjahöfn opnast,“ segir Sigur- mundur. sbs@mbl.is Sanddæling á næstu dögum  Eyjamenn hafa misst af ferðafólki Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dýpkun Sanddæluskipið Dísa á sigl- ingu á sundinu milli lands og Eyja. SigurmundurEinarsson sinni ræðu nauðsyn þess að styrkja byggðalínukerfið. Annaðhvort þyrfti að styrkja byggðalínuhringinn eða leggja línu yfir hálendið. Ef öðrum kostinum væri hafnað væri það val á hinum. Hann sagði að ódýrasti og þægilegasti kosturinn væri að leggja loftlínu alla leið yfir hálendið. Tæknilega mögulegt væri að leggja 50 km af leiðinni í jarðstreng og myndi það létta á viðkvæmasta svæðinu. Mögulegt er að leggja jarð- streng alla leið, með annarri tækni, en Landsnet telur það óraunhæft nema í tengslum við lagningu sæ- strengs til Bretlands eða annarra landa. Geir A. Gunnlaugsson, stjórn- arformaður Landsnets, sagði í opn- unarávarpi að mikilvægt væri að tengja saman orkuframleiðslu- svæðin á Norður- og Austurlandi við Suður- og Suðvesturland, bæði til að tryggja orkuafhendingu, draga úr orkutapi og til að nýta betur virkj- anirnar. Sú aðgerð myndi spara sem jafngildir framleiðslu einnar með- alstórrar virkjunar sem þurfi þá ekki að byggja. Guðmundur Ingi sagði að Íslend- ingar ættu að geta verið í fremstu röð við að nota græna og umhverf- isvæna orkugjafa. Það væri ekki raunin, vegna takmarkana flutnings- kerfisins. Segja mætti að Íslend- ingar væru orkusóðar með því að nýta orkuna ekki nógu vel. Nefndi hann sem dæmi að áætla mætti tap þjóðarinnar 3 til 10 milljarða króna á ári við það að búa við núverandi að- stæður. Vantar umræðu um útblástur Guðmundur sagði að umræðan hér á landi snerist mikið um sýni- leika flutningsmannvirkja. Hún væri um leið um hagsmuni því sýnileikinn gæti truflað aðra starfsemi, eins og ferðaþjónustu. Fannst honum vanta umræðu um útblástur gróðurhúsa- lofttegunda eins og væri í brenni- depli víða í nágrannalöndunum. Þar væri verið að skipta um orkugjafa, taka upp umhverfisvæna orkugjafa í stað jarðefnaeldsneytis. „Við þurfum líka að horfa á þetta. Við höfum hlut- verki að gegna. Ef við nýtum grænu orkuna erum við að draga úr notkun annarrar orku og því er þetta mál á heimsvísu,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að stórefla þyrfti flutningskerfið til að draga úr orkusóun. Í nágrannalöndunum væri verið að stórefla tengingar á milli landa. Það væri stærsta ein- staka aðgerðin í orkuskiptunum. Tók Guðmundur fram að Lands- net hefði ekki lögformlegu hlutverki að gegna við sæstrengsverkefni. Þetta væri þó tækifæri fyrir þjóðina sem vert væri að skoða og taka síðan upplýsta ákvörðun um. Nefndi hann bæti kosti og galla en gat sér- staklega um öryggisþáttinn sem hann sagði að meira mætti ræða um. Evrópuþjóðir litu mikil til orku- öryggis þegar ákvarðanir um teng- ingar á milli landa væru ákveðnar. Aldrei verður sátt um loftlínu  Ófullnægjandi orkuflutningskerfi leiðir til orkusóunar að mati forstjóra Landsnets  Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að taka verði tillit til mikilvægis atvinnugreinarinnar Ljósmynd/Hreinn Magnússon Vorfundur Fulltrúar úr raforkugeiranum og ýmsum hagsmunahópum funduðu með stjórn og starfsmönnum Lands- nets í gær. Sérstaklega var rætt um hagsmunaárekstra eða sameiginlega hagsmuni með ferðaþjónustunni. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er kominn tími til að settur sé verðmiði á þau óefnislegu gæði sem í ósnortinni íslensku náttúru felast,“ sagði Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í ávarpi á vorfundi Landsnets í gær. Hagsmunir ferðaþjónustunnar og nauðsyn uppbyggingar flutnings- mannvirkja raforku voru talsvert til umræðu á fundinum. Grímur lagði áherslu á að ferða- þjónustan væri nýr valkostur í at- vinnumálum og hefði haldið uppi hagvextinum í landinu. Taka þyrfti tillit til hagsmuna hennar við ákvarðanir um nýtingu og vernd náttúrunnar. „Ferðaþjónustan hefur fullan skilning á að efla þurfi núver- andi flutningskerfi raforku, eins og aðra innviði. Það er ekki síður mik- ilvægt fyrir ferðaþjónustuna að geta treyst á orku um allt land, eins og aðrar atvinnugreinar,“ sagði Grím- ur. Meta þyrfti mismunandi valkosti. Taldi hann að ef unnið yrði að und- irbúningi línu yfir hálendið á þeim forsendum að hún verði að öllu leyti í jarðstreng gæti myndast víðtæk samstaða um það. Það ætti hins veg- ar ekki við ef samhliða yrði lagður uppbyggður vegur. Í svari við fyr- irspurn tók hann fram að aldrei yrði sátt við ferðaþjónustuna ef leggja ætti loftlínu um Sprengisand. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðn- aðarráðherra sagði æskilegt að ná meiri sátt um undirbúning fram- kvæmda. Frumvarp um kerfis- áætlun Landsnets og þingsályktun- artillaga um stefnu í jarðstrengjamálum væri liður í því. Skilaboð ráðherrans til samkom- unnar voru þau að öll ættum við sameiginlegra hagsmuna að gæta í orkumálum og ferðaþjónustunni og ættum að vinna betur saman. Jarðstrengur óraunhæfur Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, rifjaði upp í Landsnet vill ná sem víðtæk- astri sam- félagssátt um fram- tíðarfyr- irkomulag raforku- flutninga og upp- byggingar meginflutningskerfisins þannig að allir landsmenn og fyrirtækin hafi öruggan að- gang að tryggu rafmagni. Til að ná þessu markmiði hefur verið unnið að stefnumörkun innan fyrirtækisins. Guð- mundur Ingi Ásmundsson forstjóri segir að niðurstaðan sé að efla samtal við sam- félagið. Það kalli á breytt vinnubrögð. Landsnet hyggst efla markvissar greiningar á upp- byggingarkostum í kerfinu með því að bæta samskipti og koma upp þverfaglegum samráðshópum. Tilgangurinn er að finna bestu framkvæm- anlegu lausnirnar á hverjum tíma, lausnir sem tryggja raf- vædda framtíð í takt við samfélagið, eins og tekið er til orða í fréttatilkynningu Landsnets. Þá verður leitast við að auka jafnvægi milli einstakra þátta í starfseminni og stuðla að heildstæðri stefnu- mótun fyrir raforkuiðnaðinn. Opinn vorfundur Landsnets fór fram í gær í tengslum við aðalfund fyrirtækisins. Samtal við samfélagið BREYTT VINNUBRÖGÐ Guðmundur Ingi Ásmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.