Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 27
harðlokað fyrir afkomendur og tengdafólk Helga. Í mótinu er keppt um gula jakkann, sem reyndar er gamall og þröngur far- arstjórajakki af sonarsyni hans og alnafna. Að loknum golfleik í HE Open bauð sá gamli allri fjölskyld- unni til kvöldverðar og verðlauna- afhendingar. Krissa mín var afa sínum oft innan handar við und- irbúning og skipulagningu móts- ins og heyrði ég hana margoft lofa honum að halda áfram að skipu- leggja mótið eftir hans dag og það er ég viss um að hún muni gera. Við skipulagningu mótsins var Helgi „eigandi mótsins“ og Krissa „yfirvaldið“. Ég heimsótti Helga líka stundum til þess að horfa á enska boltann. Helgi var mikill áhugamaður um knattspyrnu, var Víkingur og hélt með Manchester United. Þótti Helga skondið að ég héldi með Fulham, en reyndi samt að sýna því skilning. Það var gam- an að vera með Helga. Honum var umhugað um hag okkar Krissu og dætranna. Hann spurði alltaf af áhuga út í gengi okkar og hvað við værum með á prjónunum. Hann spurði mig líka alltaf, og alveg undir það síðasta, hvort ekki væri nóg að gera í vinnunni og hvort mig vantaði ekki aðstoðarmann. Hann hafði kímnigáfu hann Helgi. Í gegnum þann áhuga sem Helgi sýndi okkur fann ég að hann var stoltur af okkur. Það var og er notaleg tilfinning sem mun fylgja okkur. Hvíl í friði vinur. Ólafur Arinbjörn Sigurðsson. Helgi Eysteinsson er látinn í hárri elli. Ég ætla að minnast hans með nokkrum orðum. Þegar ég var ungur og dagur bjartur gekk ég í knattspyrnu- félagið Víking. Þar hitti ég fyrir röska stráka á ýmsum aldri. Þeir voru líkir um sumt, ólíkir um ann- að en allir vildu þeir sýna hvað í þeim bjó og vera maður með mönnum. Fótboltinn – sá galdrakarl – töfraði okkur til sín með skemmt- un, samkennd og manndómi svo sem hæfði mannlegu eðli. Þá átti ég því láni að fagna að ég eign- aðist marga félaga og góða vini. Einn þeirra var tápmikill piltur að nafni Helgi Eysteinsson. Leik- gleðin lagði grunn að tengslum okkar Helga til frambúðar. Vin- fengi af þessum toga bilar ekki jafnvel þótt samfundir verði stop- ulir er fram líða stundir. Helgi reyndist Víkingum góður liðsauki. Hann gerði sitt til að efla félagið í leik og starfi svo lengi sem honum var unnt. Árum sam- an lék hann í meistaraflokki Vík- ings og gat sér gott orð sem lyk- ilmaður í vörninni. Hann hafði gott höfuð, glöggt auga, styrkan fót og í ofanálag bragðvísi. Um skeið spilaði hann með landslið- inu. Helgi var heilsteyptur per- sónuleiki. Hann var ekki gefinn fyrir að brjóta af sér og hef ég ekki orðið var við umtalsverða bresti í fari hans. Hins vegar voru mannkostir hans bersýnilegir. Hann var heiðarlegur, haldinorð- ur og sómakær. Hægur í fasi og yfirlætislaus en þéttur í lund þeg- ar honum þótti sér misboðið. Knattspyrnunni fylgdu ferða- lög. Þrívegis fórum við til útlanda, Þýskalands, Danmerkur og Fær- eyja, og var þá Helgi í essinu sínu, hýr og kíminn í vinahópi. Hann var ánægjulegur ferðafélagi. Vert er að segja frá því að 12 miðaldra Víkingar efndu til fé- lagsskapar sem nefndist Postul- arnir. Komu þeir saman mánaðar- lega ár eftir ár og helguðu sig málefnum Víkings og tilverunnar. Í framhaldi af því tóku þeir sér sitthvað fyrir hendur til að gleðja hug og hjarta. Helgi naut sín. Tveir af þessum félögum eru á lífi. Ég þakka Kristínu, eftirlifandi eiginkonu Helga, samfylgd og gestrisni á liðnum árum og sendi henni og fjölskyldu samúðar- kveðjur. Undarlegt er stríð lífsstunda. Helgi fallinn, Melavöllur grafinn og minningar á hrakhólum. Bjarni Guðnason. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015 ✝ Ebba IngibjörgEgilsdóttir Ur- bancic kennari fæddist í Reykjavík 10.7. 1933. Hún lést á Landspítala, Landakoti, 31.3. 2015. Foreldar Ebbu voru Egill Sigur- geirsson hæstarétt- arlögmaður í Reykjavík, f. 21.12. 1910, d. 14.3. 1996, og Ásta Jó- hanna Dahlmann húsmóðir, f. 27.5. 1914, d. 26.10. 1980. Systk- ini Ebbu eru Agla Sigríður hjúkrunarfræðingur, f. 4.6. 1939; Ingibjörg Ásta húsmóðir, f. 30.7. 1940; Jón Axel kvik- myndagerðarmaður, f. 4.10. 1944; Guðrún starfsmaður á Landspítala, f. 25.6. 1947, og Ásta lífeindafræðingur, f. 15.8. 1950. Ebba giftist hinn 21.9. 1957 Pétri Marteini Páli Urbancic, fv. bankamanni, leiðsögumanni, löggiltum skjalaþýðanda og dómtúlki, f. 4.7. 1931. Foreldrar hans voru dr. Viktor Jóhannes Urbancic hljómlistarmaður, f. 9.8. 1903, d. 4.4. 1958, og dr. móttökuritari, f. 21.10. 1966, gift Gísla Guðna Hall hæstarétt- arlögmanni, f. 5.3. 1972. 5) Óskírður drengur, f. og d. 30.12. 1970. 6) Elísabet Sigríður byggingarverkfræðingur, f. 1.11. 1972, gift Kjeld Lose byggingarverkfræðingi, f. 10.4. 1947. Börn: a) William Ari, f. 4.5. 2007, b) Christian Mar, f. 24.6. 2010. Ebba ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík. Hún lærði snyrt- ingu, andlitsböð, fótaaðgerðir og líkamsnudd hjá Jean de Grasse í Reykjavík 1950-51 og sótti framhaldsnámskeið í snyrtingu í Kaupmannahöfn. Hún rak Snyrtistofu Ebbu og Svövu ásamt Svövu Hanson 1951-54. Ebba stundaði nám í Húsmæðrakennaraskóla Íslands 1954-56 og útskrifaðist sem húsmæðrakennari 1956. Hún vann síðan við verslunar- og þjónustustörf til 1960. Ebba var heimavinnandi húsmóðir til árs- ins 1978, þegar hún hóf nám við öldungadeild MH. Hún varð stúdent frá MH árið 1982 og stundaði nám í lögfræði og dönsku við HÍ 1982-84. Hún hóf kennslu við Hagaskóla árið 1986 og kenndi þar til ársins 2000. Eftir starfslok í Haga- skóla sat hún yfir í prófum í Há- skóla Íslands. Útför Ebbu fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, 10. apríl 2015, kl. 15. Melitta Urbancic kennari, f. 21.2. 1902, d. 17.2. 1984. Börn Ebbu og Péturs: 1) Ásta Melitta landfræð- ingur, f. 9.10. 1958, gift Tómasi Óskari Guðjónssyni líf- fræðingi, f. 19.8. 1959. Börn: a) Pét- ur Marteinn laga- nemi, f. 9.8. 1991, b) Jóhannes Bjarki líffræði- nemi, f. 6.6. 1993, c) Sigrún Ebba nemi, f. 5.3. 1995, d) Guð- jón Páll, f. 19.11. 2000. 2) Vikt- or Jóhannes bílasali, f. 24.2. 1961, kvæntur Gunnhildi Úlf- arsdóttur flugfreyju, f. 6.1. 1962. Börn: a) Marteinn Pétur, nemi í markaðsfræði, f. 5.7. 1993, b) Tómas Ingi atvinnu- maður í fótbolta, f. 13.11. 1996. 3) Anna María viðskiptafræð- ingur, f. 26.6. 1965, gift Finni Árnasyni rekstrarhagfræðingi. Börn: a) Árni Grétar, laganemi, f. 14.5. 1990, b) Ebba Katrín, nemi í iðnaðarverkfræði, f. 7.4. 1992, c) Oliver Páll, nemi, f. 21.9. 1995, d) Viktor Pétur, f. 26.10. 1999. 4) Linda Katrín Elsku mamma, á tæplega 50 ára samfylgd okkar er sjóður minninga orðinn stór og mikill. Mér er efst í huga þakklæti fyrir endalausa hvatningu þína og trú ásamt því að vera stoð mín og stytta. Þið pabbi hafið alltaf ver- ið til staðar fyrir mig og okkur öll. Í hugann koma nokkur minn- ingabrot af okkar samleið. Mamma að baka súkku- laðiköku. Mamma að mála í nýju íbúðinni í Goðheimum. Mamma með Lísu systur nýfædda í fang- inu. Mamma með okkur í berja- mó og að drekka úti í Steina- sveit. Mamma að sauma kjóla á okkur Lindu og á dúkkurnar okkar í stíl. Mamma á sunnu- dagsmorgni að undirbúa sunnu- dagssteikina í hádegismat. Mamma að spila við mig vist. Mamma að horfa á eftir okkur út um svefnherbergisgluggann þeg- ar við gengum út götuna. Mamma vakandi fram á nótt á Þorláksmessu við að undirbúa jólin. Mamma að láta mig hafa þrjá strætómiða svo ég komist heim ef einn þeirra skyldi óvart glatast. Mamma að stumra yfir mér á nóttunni ef ég var lasin. Mamma með okkur í sundi, hvar sem var á landinu. Mamma að baka pítsur löngu áður en þær urðu þekktar á Íslandi. Mamma að kenna mér að standa á hönd- um við hurðina í borðstofunni. Mamma að prjóna lopapeysur á alla fjölskylduna. Mamma sælleg og brún eftir ferðalögin sem hún hafði svo mikið yndi af. Mamma glöð og stolt með stúdentshúfuna sína. Mamma að segja okkur frá leikritinu sem hún var nýbúin að sjá. Mamma með mér í heilsu- átaki. Mamma ánægðust með pabba og okkur krakkana og síð- ar barnabörnin í kringum sig. Mamma vinkona í búðar- og kaffihúsaferðum. Mamma bros- andi og stolt yfir hverju fram- faraskrefi barnabarnanna hvort sem það var að missa tönn, spila á tónleikum eða keppa íþrótta- leik. Mamma, alltaf umhugað um fólkið sitt og spurði tveimur dög- um fyrir andlátið hvers dóttir mín óskaði sér í afmælisgjöf nú í apríl. Besta mamma. Anna María. Það var sólríkur morgunn og við hjónin stödd í Portúgal í páskafríi þegar pabbi hringdi í mig með þær sorgarfréttir að ástkær móðir mín væri látin. Ég settist niður á rúmstokkinn og það hrundu stanslaust niður tár- in hjá mér, enda var móðir mín mér mjög mjög kær. Á erfiðum stundum sem þessum streyma upp í hugann minningar um þau rúmu 48 ár sem ég fékk með henni. Mínar helstu minningar eru þegar mamma labbaði með mig í Selmuskóla á Laugarásvegi þegar ég var fimm ára gömul. Á hverjum einasta degi upp frá því stóð mamma á tröppunum og veifaði mér og horfði á eftir mér þangað til ég gekk fyrir hornið – þannig hefur hún ávallt fylgt mér. Ég hugsa líka til verð- launanna sem mamma leyfði mér að kaupa fyrir að sækja yngstu systur mína á Holtaborg í nánast hverju hádegi. Í vikulok var það rúsínubrauð, gult að innan með bleikum glassúr. Það var topp- urinn í þá daga. Ég minnist einnig allra ferð- anna með foreldrum mínum út á land, fyrst í VW-bifreið sem pabbi leigði þar sem farangrin- um var hlaðið á toppinn. Sum- arbústaðaferðir fjölskyldunnar í leigubústaði á vegum bankans voru fjölmargar og ákaflega skemmtilegar, sú síðasta sem ég fór í með mömmu og pabba var í fyrrahaust. Mömmu fannst gott að fá mig í heimsókn og grilla fyrir þau gömlu. Ég minnist líka sérstaklega ferðar okkar hjóna með mömmu og pabba í Stykk- ishólm og Flatey sumarið 2013, þar sem við áttum ljúfar stundir í nokkra daga. Það væri enda- laust hægt að telja upp. Einnig finnst mér ógleymanleg minning að hafa verið heima hjá foreldr- um mínum í Goðheimunum á að- fangadagskvöld síðustu jól, þar sem mamma kom í sjúkrabíl til að vera heima með pabba. Mamma var þannig gerð að hún vildi öllum vel. Hún var ein- stök og góð húsmóðir, ól upp okkur fimm systkini. Aldrei kvartaði hún né blés úr nös og á fimmtugsaldri settist hún á skólabekk, og setti okkur börn- um létt heimilisverk til að halda heimilinu gangandi. Ég gleymi heldur aldrei hversu vel mamma og pabbi reyndust mér er ég undirgekkst erfiða krabbameins- meðferð fyrir rúmum áratug. Ég er handviss um að án stuðnings þeirra, annarra í fjölskyldunni og vina hefði ég ekki komist í gegnum þá raun. Mamma þurfti að glíma við hin og þessi veikindi á lífsleið- inni. Það var ekki í hennar orða- bók að gefast upp, hún reis alltaf á fætur á ný. Í þetta sinn var það ekki hægt! Ég verð að minnast á þátt læknanna Ólafs Skúla Indr- iðasonar, Gests Þorgeirssonar, Tómasar Guðbjartssonar og Ragnars Danielsen og sam- starfsfólks þeirra því þau reynd- ust mömmu og okkur aðstand- endum ótrúlega vel. Móðir mín stóð alltaf eins og klettur með mér sem og öðrum börnum í hverju sem við tókum okkur fyr- ir hendur og hvatti okkur til dáða. Hún var hjálpsöm í alla staði og með fallegt og gott hjarta. Ég bið algóðan guð að geyma okkur öll í fjölskyldunni og styrkja í sorginni. Bið engl- ana sérstaklega um að vaka yfir mömmu og passa upp á pabba minn sem er nú að missa maka sinn til 63 ára. Hvíl þú í friði elsku fallega mamma mín, ég sakna þín mjög sárt! Þín dóttir Linda K. Urbancic. Amma var svo góð við okkur barnabörnin. Hún beið alltaf spennt eftir nýjustu fregnum af okkur og var svo áhugasöm um það sem við tókum okkur fyrir hendur. Henni tókst að láta manni líða eins og hin smávægi- legustu afrek væru stór. Okkur er það minnisstætt þegar Guðjón leysti gestaþraut á heimili þeirra og sýndi ömmu. Hún var himin- lifandi yfir árangrinum, þótt lítill væri. Þannig var hún amma. Þrátt fyrir langvarandi veikindi hennar var alltaf svo hlýtt og gott að koma til ömmu og afa í Goðheimana. Amma bar sig svo vel og það var alltaf stutt í hlát- urinn hjá henni. Hún hafði gam- an af því að vera með fjölskyld- unni og hittumst við reglulega, m.a. uppi í sumarbústað. Pétri er það minnisstætt að í einni af þessum ferðum kenndi hún hon- um líklega um tug kapla og kann hann marga þeirra enn þann dag í dag. Landakotskirkja var stór partur af lífi hennar. Hún átti þar marga vini sem sóttu kirkju- kaffi eftir messu. Okkur er það öllum minnisstætt þegar við hitt- um ömmu í kirkjukaffinu eftir fermingarfræðslu og aðrar sam- komur. Hún gaf sér alltaf tíma til að spjalla við okkur börnin og gott var að hafa kunnuglegt and- lit hennar meðal fólksins. Við söknum elsku ömmu okk- ar. Hún verður alltaf í okkar minnum. Hún hvíli í friði. Pétur Marteinn, Jóhannes Bjarki, Sigrún Ebba og Guðjón Páll. Það er svo erfitt að rita þessi orð. Erfitt að horfast í augu við að þurfa að kveðja elsku ömmu okkar í síðasta sinn. Erfitt, því að þessi orð verða aldrei meira en aum tilraun til þess að lýsa hlýju hennar og hugulsemi. Við áttum svo margt eftir ósagt við elsku ömmu. Amma kvaddi þennan heim að morgni þriðjudagsins 31. mars eftir erfið veikindi. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem amma lagðist inn á spítala en ávallt hafði hún gengið þaðan út eins og ekkert væri. „Hún er algjör nagli hún amma ykkar,“ var mamma vön að segja við okkur vegna þess að amma lét aldrei neitt á sig fá. Aldrei leið okkur eins og nokkuð gæti komið fyrir ömmu. Amma var stolt af okkur barnabörnunum og nýtti jafnvel hvert tækifæri til að monta sig af okkur og fylgdist alltaf vel með. Amma var með alla afmælisdaga á hreinu, lét sig aldrei vanta í boð og gaf sér alltaf tíma til þess að spjalla. Heitasta ósk hennar var að sjá okkur barnabörnin vaxa úr grasi og takast á við lífið. Amma og afi hafa alltaf sett fjöl- skylduna í forgang og á stundum sem þessum áttar maður sig á því hversu mikilvægt það er að tileinka sér þetta hugarfar ömmu og afa og rækta fjölskyld- una. Það hefur verið okkur ómet- anlegt veganesti út í lífið að eiga ömmu okkar sem fyrirmynd og áhrifavald. Sú hefð hefur skapast að amma og afi hafa verið hjá okkur í Lækjarberginu um hver ára- mót. Þau hafa tekið þátt í öllu fjörinu með okkur. Sagt sögur við matarborðið, hlegið að skaupinu og skálað eftir mið- nætti. En á meðan flugelda- sprengingarnar eru hvað mestar hafa þau ávallt staðið á sama stað fyrir utan húsið, haldið hvort utan um annað og fylgst með ljósadýrðinni. Minningin um þau saman lifir sterkt í okkur. Amma elskaði afa svo heitt og hann hana og það var öllum aug- ljóst. Amma tók ávallt á móti okkur með opinn faðminn og alltaf vor- um við velkomin til ömmu og afa í Goðheimana. Þegar kom að kveðjustund voru þau vön að standa í dyragættinni og veifa okkur bless þangað til bíll mömmu og pabba hvarf þeim úr augsýn. Við veifuðum til baka út um bílrúðuna og stundum gerð- um við það okkur að leik að veifa þeim alveg þangað til heim í Lækjarberg var komið. Nú, rétt eins og þá, vildum við ekki kveðja elsku ömmu, en nú veif- um við henni samt í síðasta sinn og pössum afa fyrir hana. Árni Grétar Finnsson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Oliver Páll Finnsson, Viktor Pétur Finnsson. Í dag kveðjum við Ebbu tengdamóður okkar, en hún lést á Landakoti að morgni 31. mars síðastliðins. Ebba er af þeirri kynslóð kvenna sem voru kjölfestan og byggðu upp íslenskt samfélag á síðustu öld. Hún var fædd fyrir seinna stríð, elst sex systkina. Hún þurfti því fljótt að sjá fyrir sér og að hugsa um þá sem henni stóðu næst. Átján ára kynntist hún Pétri Urbancic, þau giftust sex árum síðar og voru gift í 57 ár. Ebba lét barnauppeldi og heimilið hafa forgang fram yfir eigin frama og kom fimm börn- um sínum til manns, en einn drengur lést fullburða. Svo vel voru börn þeirra gerð að við lögðum okkur mikið fram um að verða tengdabörn Ebbu og Pét- urs. Pétur og Ebba kynntust í Þjóðleikhúsinu þar sem hún vann, m.a. sem sætavísa, og Pét- ur spilaði í hljómsveitinni undir stjórn Victors föður síns. Leik- hús, tónleikar, myndlist og menning voru stór þáttur í lífi þeirra hjóna alla tíð. Hún var Reykjavíkurmær og þau voru heimsborgarar í Reykjavík. Í veikindum sínum síðustu mánuði sárnaði henni að komast ekki að sjá leikhúsverkin eða tónleikana sem hún hafði ætlað sér að sjá. Hún fylgdist ákaflega vel með og gat ávallt rætt menn og málefni. Veikindi hafa sett sitt mark á líf Ebbu síðustu árin. Tengda- móður okkar þótti ákaflega gam- an að ferðast, innanlands sem ut- an. Heldur dró úr ferðalögum þeirra hjóna hin síðari ár, en ítrekað tókst henni að rísa upp með viljastyrkinn að vopni svo aðdáun vakti. Trúrækni kemur upp í hugann þegar við hugsum til Ebbu. Hún og Pétur voru í kaþólska söfn- uðinum í Landakotskirkju. Þangað sóttu þau messu hvern sunnudag, en Pétur syngur ennþá í kirkjukórnum og hefur gert í áratugi auk annarra starfa fyrir söfnuðinn. Ebba hafði lokið hússtjórnar- kennaraprófi, en eftir að börnin komust á legg fór Ebba í öld- ungadeild MH, lauk stúdents- prófi og starfaði síðan sem kenn- ari, lengst af við Hagaskóla. Hún lét því drauminn um menntun rætast, sem lýsir þrautseigju hennar og dugnaði. Það var gott að finna hve mjög velkomin við tengdabörnin vorum ætíð á heimili Ebbu og Péturs í Goð- heimum 8. Fáum duldist að hún var smekkmanneskja í hvívetna. Hún var mjög stolt af fjölskyldu sinni og hafði yndi af því að fylgj- ast með lífi og starfi barna sinna og barnabarna. Ebba var á heimavelli þegar kom að mat- seld. Enginn stóðst henni snún- ing í eldhúsinu og líklega eru purusteikin og gæsin, með sínum óviðjafnanlegu sósum, það sem stendur upp úr í okkar huga. Við viljum þakka fyrir þann tíma sem við fengum með Ebbu. Fjöldi minninga sækir á hugann og fráfall hennar er til marks um hve tíminn líður hratt. Á þessari kveðjustund hugsum við til Pét- urs tengdaföður okkar, sem misst hefur sína ástkæru eigin- konu, barna hans og barnabarna og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Blessuð sé minning góðrar konu, tengdamóður okk- ar. Tómas Óskar Guðjónsson, Gunnhildur Úlfarsdóttir, Finnur Árnason, Gísli Guðni Hall, Kjeld Lose. Ebba Urbancic kenndi hús- stjórn við Hagaskóla um árabil. Hún var hógvær og látlaus í allri framkomu, heiðarleg, stundvís og vandvirk. Komst vel frá hlut- verki sínu. Hússtjórnartímarnir voru langir og engar frímínútur milli tíma, þá hefði eitthvað get- að farið úrskeiðis í matseldinni. Þess vegna kom hún sjaldnar á kaffistofuna en við hin. Hún nýtti sér tímann fyrir og eftir kennslu til þess. Ebba var félagslynd og þau hjón voru dugleg að mæta á starfsmannasamkomur. Allt hefur sinn tíma og nú er jarðvist hennar lokið. Hún skilur eftir sig ljúfar minningar. Ég votta Pétri og fjölskyldu innilega samúð og þakka árin sem við áttum saman í Haga- skóla. Hún hvíli í friði. Einar Magnússon, fyrrv. skólastj. Lífið er fljótt; líkt er það elding, sem glampar um nótt, ljósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum. (Matthías Jochumsson) Þegar við minnumst skólaár- anna kemur í hugann mynd af ungri stúlku, broshýrri, bjartri yfirlitum og glæsilegri. Þetta er Ebba sem borin er til grafar í dag. Langri og farsælli ævi er lokið. Við söknum vinar í stað og vottum Pétri og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Skólasystranna úr H.K.Í., Ingibjörg Þórarinsdóttir. Ebba Ingibjörg Egilsdóttir Urbancic

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.