Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Harkaleg deila hefur blossað upp milli forystu Svíþjóðardemókratanna og leiðtoga ungliðahreyfingar flokks- ins, SDU, sem eru sakaðir um að tengjast hreyfingum þjóðernisöfga- manna. Mattias Karlsson, starfandi leiðtogi Svíþjóðardemókrata, sagði í viðtali við Dagens Nyheter að Gustav Kas- selstrand, formaður ungliðahreyf- ingarinnar, og William Hahne, vara- formaður hennar, hefðu haft samstarf við hreyfingar fasista og nýnasista. Forysta flokksins hefði fengið sann- anir fyrir því að Kasselstrand, Hahne og um 20 aðrir félagar í flokknum hefðu verið í tengslum við öfgahreyf- ingar, meðal annars hreyfingar nýfas- ista á Ítalíu, norræna nýnasista, gyð- ingahatara og rasista í Suður-Afríku. Gert er ráð fyrir að þeim verði vikið úr flokknum ef rannsóknarnefnd á vegum flokksins staðfestir ásakanirn- ar. Niðurstaða nefndarinnar verður tilkynnt 27. apríl. Sökuð um sjúklega valdafýsn Kasselstrand neitaði því að flokks- forystan hefði sannanir fyrir tengsl- um ungliðahreyfingarinnar við þjóð- ernisöfgamenn og kvaðst ekki ætla að láta af störfum sem leiðtogi hreyfing- arinnar ef honum verður vikið úr flokknum. Kasselstrand og Hahne hafa gagnrýnt framgöngu flokksfor- ystunnar á samfélagsmiðlum og sak- að hana um að beita „sovéskum að- ferðum“. „Það er skelfileg tilhugsun að sumir í forystu Svíþjóðardemó- krata skuli hafa það að markmiði að stjórna Svíþjóð. Þeir bera enga virð- ingu fyrir lýðræði,“ sagði Hahne á Twitter. Hahne sakaði flokksforystuna um „sjúklega valdafýsn“ í viðtali við sænsku fréttastofuna TT. Karlsson svaraði Hahne fullum hálsi og lýsti leiðtogum ungliðahreyf- ingarinnar sem hópi „hálffasískra, sjálfumglaðra, ungra og reiðra manna (eða kvenna) með napóleonskomp- lexa“. Að sögn Svenska Dagbladet hefur lengi verið grunnt á því góða með for- ystu Svíþjóðardemókrata og leiðtog- um ungliðahreyfingarinnar. Flokks- forystan aðhyllist íhaldsstefnu í samfélagsmálum en forystumenn ungliðahreyfingarinnar vilji að Sví- þjóðardemókratar framfylgi róttæk- ari þjóðernisstefnu. Svíþjóðardemókratar tvöfölduðu fylgi sitt í kosningunum í september síðastliðnum, urðu þriðji stærsti flokkur landsins og fengu 12,9% at- kvæðanna. Flokkurinn hefur gagn- rýnt stefnu sænskra stjórnvalda í málefnum innflytjenda og sagt hana „öfgakennda“. Reynt að breyta ímynd flokksins Svíþjóðardemókratar eru með 49 þingsæti af 349 en allir hinir flokk- arnir hafa hafnað stjórnarsamstarfi við hann, meðal annars vegna ásak- ana um að hann ali á kynþáttahatri. Flokkurinn á rætur að rekja til hreyfinga sem voru bendlaðar við ný- nasisma. Nokkrir forystumanna hans voru sakaðir um kynþáttahyggju fyr- ir síðustu kosningar og einn þeirra sagði af sér eftir að birtar voru mynd- ir af honum með armbindi nasista. Leiðtogi flokksins, Jimmy Åkesson, sem er í veikindafríi, hefur reynt að breyta ímynd flokksins síðustu árin með því að víkja frá stjórnmálamönn- um sem hafa verið sakaðir um útlend- ingahatur eða stuðning við nasisma. Sakaðir um að tengjast nas- istum og fasistahreyfingum  Forysta Svíþjóðardemókrata gagnrýnir leiðtoga ungliðahreyfingar flokksins AFP Staðgengill Mattias Karlsson hefur gagnrýnt ungliðahreyfinguna. Åkesson snýr aftur » Jimmy Åkesson varð leið- togi Svíþjóðardemókrata árið 2005 en fór í veikindafrí um mánuði eftir sænsku þingkosn- ingarnar í september. » Åkesson kvaðst hafa farið í frí vegna þess að hann hefði brunnið út í starfi vegna mikils vinnuálags og streitu. » Åkesson sagði í viðtali ný- lega að hann væri enn á lyfjum við þunglyndi en hygðist hefja störf að nýju á sænska þinginu síðar í mánuðinum. Brann út Jimmy Åkesson hyggst hefja störf að nýju síðar í mánuðinum. „Hæ, barna- sjúkdómar ósk- ast fyrir 2 drengi. T.d.: hlaupabóla, hettusótt, misl- ingar, rauðir hundar.“ „Ég á 18 mán- aða son og ég óska eftir misl- ingum og hlaupabólu fyrir hann.“ „Hef líka áhuga á mislingum.“ Svona hljóma þrjár færslur í lok- uðum, dönskum Facebook-hópi að því er fram kemur á fréttavef Berl- ingske. Í hópnum eru foreldrar sem vilja ekki láta bólusetja börnin sín. Þar skiptast foreldrarnir m.a. á upplýsingum og leita eftir leiðum til þess að börn þeirra smitist af ýmsum sjúkdómum, þar á meðal af rauðum hundum og mislingum. Að sögn Berlingske nefna for- eldrarnir í hópnum nokkrar ástæð- ur fyrir að vilja ekki láta bólusetja börnin sín. Sumir nefna ofnæmi fyr- ir lyfjunum, aðrir ótta við auka- verkanir og enn aðrir hafa þá trú að sjúkdómarnir í sinni „náttúr- ulegu“ mynd séu heilsusamlegri fyrir börnin og byggi upp betra ónæmiskerfi. Allan Randrup Thomsen, pró- fessor í smitsjúkdómum við Kaup- mannahafnarháskóla, ræður fólki eindregið frá því að reyna að smita börnin sín af sjúkdómum. „Það sem þau eru að gera er afar áhættu- samt. Mörg börn verða alvarlega veik af mislingum. Það er sjúkdóm- ur með margar aukaverkanir sem geta leitt af sér varanlega örorku eða dauða. Þetta er alls ekki eitt- hvað sem ég get mælt með,“ segir hann í samtali við danska vefinn voresborn.dk. „Öllum inngripum fylgir ákveðin áhætta en borin sam- an við þá áhættu sem tengist sjúk- dómnum sjálfum eru aukaverk- anirnar hverfandi litlar. Það eina rökrétta í stöðunni er að bólusetja barnið sitt.“ Óska eftir barnasjúk- dómum Barn með mislinga.  Mjög áhættusamt að smita börnin Höfuð Godzilla-skrímslis sést hér frá áttundu hæð Gracery Shinjuku- hótelsins sem var opnað í Kabukicho-verslunarhverfinu í Tókýó í gær. Hót- elið er með 970 herbergi og í byggingunni eru einnig veitingahús og kvik- myndasalir í eigu Toho, kvikmyndafyrirtækisins sem framleiddi upp- runalegu myndina um Godzilla árið 1954. Fyrirtækið hyggst frumsýna nýja Godzilla-mynd á næsta ári. AFP Ný Godzilla-mynd frumsýnd í Japan á næsta ári Godzilla-hótel opnað Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími: 564-3364 Ævintýraleg gæludýrabúð kíktu í heimsókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.