Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015
✝ Margrét UnnurJóhannsdóttir
fæddist 5. mars
1926 í húsi foreldra
sinna á Þórsgötu
21a í Reykjavík.
Hún lést 31. mars
2015 á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhann
Stefánsson skip-
stjóri á togaranum Geir RE, f. á
Illugastöðum í Fljótum í Skaga-
firði 14. nóvember 1889, d. 10.
september 1986, og k. h. Stef-
anía Þorbjörg Ingimundardóttir
húsfreyja, f. í Krossadal í
Tálknafirði 7. mars 1891, d. 19.
febrúar 1960. Bróðir Margrétar
var Jón Kristján Jóhannsson
læknir, f. 30. apríl 1927, d. 11.
mars 2003.
Margrét giftist hinn 5. mars
1960 Þorsteini Guðmundssyni
bókbindara og starfsmanni Ol-
íufélagsins hf., f. í Reykjavík.
20. ágúst 1922, d. 22. október
2010. Hann var sonur Guð-
mundar Þorsteinssonar, bif-
reiðastjóra í Rvk., f. 24. febrúar
1891, d. 4. janúar 1966, og k. h.
Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju,
elstu börn. Þá fluttist Margrét
með unga fjölskyldu sína í
Blönduhlíð 18 og átti þar heima
næstu 50 árin. Jóhann, faðir
Margrétar, bjó hjá þeim Þor-
steini í 16 ár og voru miklir
kærleikar með þeim feðginum.
Síðustu árin bjó Margrét á
heimili yngri dóttur sinnar og
tengdasonar, en fluttist á hjúkr-
unarheimilið Sóltún fyrir stuttu.
Margrét gekk í Barnaskóla
Austurbæjar, lauk gagnfræða-
prófi frá Ingimarsskóla við
Lindargötu og fór síðan í Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur. Hún
var önnur tveggja kvenna sem
fyrstar luku prófi í flugumferð-
arstjórn hér á landi um miðbik
síðustu aldar, en starf við það
var ekki í boði á þeim tíma fyrir
konur. Margrét starfaði ung á
skrifstofu Hampiðjunnar og síð-
an við skrifstofustörf hjá
Flugmálastjórn í 23 ár. Starfs-
ævinni lauk hún við gjald-
kerastörf í Landsbanka Íslands
við Austurstræti.
Margrét var vinmörg og
trygglynd. Hún var bókhneigð,
víðlesin og fjölfróð. Hún las
jafnt Íslendingasögur sem er-
lenda reyfara og kunni skil á
flestum íslenskum skáldverkum
sem út komu seinustu áratugi.
Ættfræði og hvers kyns fróð-
leikur af sagnfræðilegum toga
voru helsta ástríða hennar.
Útför Margrétar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 10. apríl
2015, og hefst athöfnin kl. 15.
f. 17. október 1887,
d. 21. desember
1946.
Dætur Mar-
grétar og Þorsteins
eru: 1) Stefanía
Björg, hjúkr-
unarfræðingur, f.
28. maí 1960. Börn
hennar og Svein-
björns Jak-
obssonar, fyrrv.
maka: Daði Þor-
steinn, eðlisfræðingur Ph.D., f.
1985, í sambúð með Guðrúnu
Áslaugu Óskarsdóttur, og Inga
Margrét, f. 1991. 2) Guðrún,
arkitekt, f. 5. ágúst 1962, sonur
hennar og Patricks Michaels
Franks, fyrrv. maka: Jóhann
Michael, f. 1992, í sambúð með
Brynju Rán Egilsdóttur. Maki:
Kristján Andri Kristjánsson,
sonur þeirra: Kristján Sindri, f.
2006.
Margrét ólst upp á Þórsgöt-
unni, í húsinu sem faðir hennar
lét byggja, og bjó þar fyrstu 35
ár ævi sinnar. Þar bjuggu, auk
bróður hennar og foreldra,
Steinunn móðursystir hennar
og Björg móðuramma. Á Þórs-
götunni hófu sömuleiðis bæði
systkinin sinn búskap með sín
Ég veit, að það besta sem í mér er,
í arfleifð ég fékk frá þér.
Ég veit, að þú gafst mér þá góðu
lund,
sem getur brosað um vorfagra stund
og strengina mína, sem stundum
titra,
er stráin af náttköldum daggperlum
glitra,
stemmdi þín móðurmund.
(Jóhann Sigurjónsson)
Minningarnar um mömmu og
ömmu eru samofnar lífi okkar
frá fyrstu tíð. Hún var okkar
mesti velgjörðarmaður og við
eigum henni margt að þakka.
Ávallt vakin og sofin yfir velferð
okkar með alltumvefjandi vænt-
umþykju sinni. Hún var klett-
urinn sem aldrei brást, hrein-
skiptin og heilsteypt á alla lund
og verður vegvísir okkar í lífinu
með góðvild sinni, lífsgleði,
röggsemi og ómældri skynsemi.
Að ekki sé minnst á ríkt skop-
skyn hennar, en amma var ein
skemmtilegasta kona sem við
höfum þekkt. Greind hennar var
viðbrugðið og trú hennar á að
eitthvað gott væri að finna í öll-
um manneskjum til eftirbreytni.
Fróðleiksfýsn og rökvísi var
henni í blóð borin, en ávallt með
virðingu fyrir viðfangsefninu
eða viðmælanda. Amma hafði
skoðanir á flestu, var talnaglögg
með afbrigðum og mikill stærð-
fræðingur eins og faðir hennar.
Hægt er að heimfæra
minningarorð mágs hennar,
Jóns Guðmundssonar mennta-
skólakennara, um föður hennar,
afa og langafa okkar sem lést
1986 í hárri elli, á ömmu þar
sem hann sagði; „að hann hafi
verið að öllu eðli vísindalega
þenkjandi maður“.
Amma var sílesandi góðar
bækur jafnt á íslensku, dönsku
og ensku og umgekkst gott fólk,
sem vís kona sagði eitt sinn að
væri leiðin að hamingju og lang-
lífi. Ættfræði var annað áhuga-
mála ömmu og hafði hún gaman
af því að rekja ættir manna.
Gestakomur til hennar voru ófá-
ar, fólk sóttist eftir félagsskap
hennar og kom alltaf ríkara af
hennar fundi. Amma átti marg-
ar vinkonur frá barnæsku sem
hún ræktaði gott samband við.
Við viljum sérstaklega þakka
Sigurrós, Ernu og Dóru fyrir
einstaka tryggð og elskusemi í
hennar garð alla tíð. Það sama
átti við um Systu mágkonu og
svilkonur hennar Guðrúnu (lát-
in) og Mörtu. Hún brást heldur
ekki vinum sínum þegar á þurfti
að halda og þegar erfiðleikar og
veikindi sóttu að einkabróður
hennar síðustu æviárin átti
hann sannarlega hauk í horni
þar sem amma var. Eins var
styrkur hennar mikill þegar
heilsu afa tók að hraka og hann
lést eftir hálfrar aldar ham-
ingjusamt hjónaband þeirra.
Þegar halla tók undan fæti síð-
ustu árin reyndum við að að-
stoða og endurgjalda allt það
góða sem hún gaf. Við munum
ávallt geyma minninguna um
ömmu í hjartastað og reyna að
fylgja í fótspor hennar ófarinn
æviveg. Guð geymi mömmu
okkar og ömmu. Með þökk fyrir
allt og allt.
Þin dóttir og dótturdóttir
Stefanía Björg Þorsteins-
dóttir og Inga Margrét
Sveinbjörnsdóttir.
Full þakklætis minnist ég
mömmu minnar, sem var ávallt
til taks; boðin og búin. Ofan í
ást og umhyggju voru ósérhlífni
og samviskusemi hennar helsti
drifkraftur. Mamma var einstök
manneskja, sem lét sér fátt fyr-
ir brjósti brenna. Sárlasin tókst
hún á hendur utanferð á síðasta
ári að hlýða á doktorsvörn syst-
ursonar míns og samgleðjast á
hátíðarstund. Hún var móðir,
amma og fjölskyldukona fram í
fingurgóma – og á hana mátti
alltaf treysta.
Að mömmu stóðu sterkir
stofnar. Í henni komu saman
vestfirsk gen úr móðurætt og
skagfirsk úr föðurætt og úr
þeirri blöndu var hún – full af
þrautseigju og óbilandi dugnaði.
Í senn raunsæ og jarðtengd;
dreymin og íhugul. Og saman
við greind mömmu og næmi fór
glaðlyndi og góð kímnigáfa, þar
sem alltaf var stutt í innilegan
hláturinn.
Mamma og Jón Kristján
(Diddi), bróðir hennar, síðar
læknir, uxu úr grasi við góð efni
í fjölskylduhúsinu á Þórsgötu
21a, er Jóhann afi minn, sem
lengi var skipstjóri á togaranum
Geir, lét byggja. Afi var akker-
ið; traustur og skynsamur mað-
ur, sem mamma leit alltaf upp
til. Stefanía amma mín var ör-
lynd og hrifnæm, ljóðelsk og
tónelsk. Á efri hæðinni áttu
systkinin móðursystur, Stein-
unni, sem mömmu þótti afar
vænt um; greind og elskurík
kona. Þá bjó móðuramma
þeirra, Björg Ólína, einnig í
húsinu sín síðustu ár. Stórfjöl-
skylda mömmu var fjölmenn í
báðar ættir og stóð heimilið op-
ið ættingjum og venslafólki,
ekki síst á þeim árum sem flest-
ir höfðu úr litlu að moða. Góð-
vilji og rausnarskapur foreldra
hennar voru mömmu í blóð bor-
in – og þegar mamma leit um
öxl með sögum fullum af gleði
og skemmtilegu fólki lifnaði
fjörlegt æskuheimili hennar oft
við í uppvexti mínum.
Mamma var skarpgreind
kona og um hana var sagt að
hún hefði erft það besta frá báð-
um foreldrum sínum. Hún var
góður námsmaður og var höfð
ári á undan í bekk alla sína
skólagöngu. Vegna þessa og
góðra aðstæðna mömmu hefði
framhaldsnám mátt blasa við.
En tíðarandinn var annar og
þrátt fyrir boð um skólavist við
Verslunarskóla Íslands fór
mamma í Húsmæðraskólann í
Reykjavík, eins og margar
stúlkur af hennar kynslóð.
Þessu sá mamma eftir, þegar
frá leið, enda jafnvíg á sviði
hug- og raunvísinda, allt lá jafn
vel fyrir henni.
Mamma ferðaðist talsvert um
ævina, bæði til Evrópu og
Bandaríkjanna, ekki síst á sín-
um yngri árum – og náði að
skoða sig um í heiminum áður
en hún giftist og eignaðist fjöl-
skyldu, þá komin vel yfir þrí-
tugt.
Mamma var mjög hlý mann-
eskja. Hún var örlát og um-
hyggjusöm við allt og alla – og
elskuð heitt af sínu fólki, mest
af pabba, sem gerði henni flest
til hæfis.
Hún var góð tungumála-
manneskja, víðlesin og ættfróð
og kynnti sér vel ættir þeirra
beggja. Mamma vildi vita hvað-
an hún var sprottin og finna
rætur sínar. Til mömmu liggja
mínar og slitna aldrei.
Sofðu rótt, elsku mamma
mín.
Þín,
Guðrún.
Meira: mbl.is/minningar
Nú hefur elsku amma okkar
Ingu Margrétar, Jóhanns og
Kristjáns Sindra kvatt þennan
heim eftir langt og farsælt líf.
Amma sem elskaði okkur
barnabörnin af öllu hjarta og
alltaf stóð sem traustur klettur í
tilveru okkar.
Það var alltaf gott að koma
til ömmu og afa í Blönduhlíð og
heimsóknir þangað eru órjúfan-
legur og gleðilegur hluti af
æskuminningum mínum allt frá
því ég man eftir mér. Í mörg ár
fór ég nær daglega til ömmu og
afa eftir skóla og þótti fátt
skemmtilegra en að sitja í eld-
húsinu með ömmu, hlusta á sög-
urnar hennar, spila við hana eða
bara spjalla um heima og
geima. Þær eru líka ófáar, góðu
æskuminningarnar frá ótal
ferðalögum um landið með
ömmu og afa.
Ég hélt alla tíð áfram að vera
tíður gestur á heimili ömmu og
heimsókn til hennar var ávallt
tilhlökkunarefni. Hver einasta
samverustund með ömmu var
skemmtileg og gefandi, enda
var amma glaðvær að eðlisfari
og ein af þeim manneskjum sem
gera hverja stund skemmtilegri
með nærveru sinni einni saman.
Hún var vinmörg eftir því og
mikið var um gestakomur á
heimili afa og ömmu.
Amma var afskaplega áhuga-
söm um alla hluti. Hún las
ógrynni af bókum, var gangandi
alfræðirit um ættfræði og ótrú-
lega talnaglögg. Amma var líka
skipulögð, ráðagóð og rösk í öllu
því sem hún tók sér fyrir hend-
ur. Í mínum huga leikur ekki
nokkur vafi á því að amma hefði
getað náð langt í hvaða fagi sem
er, hefði það tíðkast í hennar
æsku að stúlkur gengju
menntaveginn. En það sem
mest er um vert fyrir okkur
sem nutum velgjörða ömmu er
hvað hún var áreiðanleg, gáfuð
og góð manneskja, í víðasta
skilningi þeirra orða.
Vinátta okkar ömmu risti
djúpt og ég gat ávallt rætt við
hana um hvað sem mér lá á
hjarta. Þegar erfiðleikar hafa
steðjað að í lífinu hefur það oft-
ar en ekki verið amma sem hef-
ur fleytt mér í gegnum þá með
ótæmandi ást sinni, skilningi og
visku. Með fráfalli ömmu hef ég
nú misst einn minn besta vin.
Ég mun um alla tíð geyma
minningu hennar með mér og
hafa visku hennar og hlýju að
vegvísi í lífinu. Takk fyrir allt
elsku amma mín; hvíldu í friði.
Heyr, himna smiður
hvers skáldið biður,
komi mjúk til mín
miskunnin þín.
Því heit eg á þig,
þú hefur skaptan mig,
eg er þrællinn þinn,
þú ert drottinn minn.
(Kolbeinn Tumason)
Daði.
Margrét Unnur
Jóhannsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Takk fyrir allt og allt,
þín mágkona
Sigríður.
✝ Hlíf PetraValdimars-
dóttir fæddist 3.
júlí 1932 í Reykja-
vík, hún lést 29.
mars 2015 á Hrafn-
istu í Hafnarfirði.
Foreldrar henn-
ar voru Valdimar
Guðjónsson og
Rósa Kristbjörg
Guðmundsdóttir.
Þau eignuðust fjög-
ur börn; fyrst kom Hlíf, síðan
Guðlaug, Guðmundur og síð-
astur í röðinni var Valdimar.
Hlíf giftist árið 1951 Brandi
Gunnari Jónssyni, f. 1931, d.
1968, og áttu þau saman fimm
börn, þau Valdimar, f. 1951,
Jón, f. 1965, d. 2013, Guðmund,
f. 1955, d. 1955,
Rósu Mörtu, f.
1959, og Sigrúnu
Hlíf, f. 1960. Seinni
eiginmaður Hlífar
var Valgeir Bjarni
Helgason, f. 1930,
d. 1992, og saman
áttu þau Helgu, f.
1976. Hlíf og Val-
geir giftust árið
1991.
Fyrir barneignir
vann Hlíf í Kemíu efnagerð og
var þerna á strandferðaskipinu
Heklu. Hún var heimavinnandi
eftir að börnin fæddust.
Útförin fer fram frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík í dag, 10. apríl
2015, kl. 11.
Elsku besta amma Hlíf.
Það sem mér finnst erfitt að
sitja hér og skrifa kveðjuorð til
þín. Ég á þér svo ótrúlega margt
að þakka og margs að minnast að
það er held ég ómögulegt að
koma því öllu niður á blað.
Frá því ég fæddist varst þú
alltaf til staðar, ég vissi alltaf að
ég gæti leitað til þín og að þú
myndir gera allt sem þú gætir til
að hjálpa mér. Það eru ófáar
minningarnar sem við eigum, all-
ir góðu tímarnir á Langholtsveg-
inum, í sumarbústaðnum ykkar
afa Valla og svo í íbúðinni þinni á
Laugalæknum. Frá því að ég
man eftir mér var ég alltaf mikið
hjá þér, þú leyfðir mér að flækj-
ast með þér hvert sem þú fórst
og ég man ekki eftir því að þú
hafir nokkurn tímann sagt nei, að
ég mætti ekki koma með þér. Þú
virtist hafa endalausa þolinmæði
fyrir barnabörnunum þínum og
áttir fullt af dóti og fíniríi sem við
máttum leika okkur með. Eins
man ég að ég mátti dunda mér
eins og ég vildi í eldhússkápun-
um þínum og hefur þú sagt mér
margar sögur um það hversu
dugleg ég var að „taka til“ í skáp-
unum þínum. Eins gátum við
hlegið mikið að bullsögunum sem
ég var dugleg að segja þegar ég
var yngri og eitt skiptið þegar þú
tókst upp á kassettu söguna um
Tóta trúð og hvalinn.
Það var alltaf svo gott að koma
í heimsókn til þín og við syst-
urnar höfum oft talað um hversu
notalegt og mikil ró var alltaf hjá
þér. Þú hugsaðir alltaf fyrst og
fremst um alla aðra en sjálfa þig
og það sem þú hefur gert fyrir
okkur systur er ómetanlegt og ég
vildi að ég hefði verið duglegri að
þakka þér fyrir og segja þér
hversu mikið ég elskaði þig. Þeg-
ar mamma veiktist þá gekkst þú
okkur systrunum í móðurstað, þú
varst okkur alltaf innan handar
og boðin og búin að gera hvað
sem var fyrir okkur. Við höfum
báðar fengið að vera mikið hjá
þér og ástin, hlýjan og öryggið
sem þú hefur veitt okkur fáum
við aldrei fullþakkað.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
átt þig sem ömmu, þú varst svo
endalaust dugleg, góð mamma,
amma og langamma, óeigingjörn
og falleg kona. Ég er þakklát fyr-
ir allar góðu minningarnar sem
ég á með þér og ég mun geyma
þær að eilífu í hjarta mínu. Ég
ætla að vera dugleg að segja
Alexöndru Karen frá langömmu
Hlíf og sýna henni myndir af þér
og okkur saman, þannig muntu
ávallt vera með okkur. Núna veit
ég að þú ert komin á betri stað,
þar sem þér líður vel, ert ham-
ingjusöm og laus við veikindin.
Elsku amma Hlíf, takk fyrir
allt, ég elska þig og ég lofa að
gera þig stolta af mér. Við
sjáumst seinna.
Heyr mína bæn mildasti blær,
berðu kveðju mína’ yfir höf,
syngdu honum saknaðarljóð.
Vanga hans blítt vermir þú sól
mjúkum vörum kysstu hans brá,
ástarorð hvísla mér frá.
Syngið þið fuglar, ykkar fegursta ljóð
og lag,
flytjið honum, í indælum óði, ástarljóð
mitt.
Heyr mína bæn bára við strönd,
blítt þú vaggar honum við barm,
þar til svefninn sígur á brá.
Draumheimi í, dveljum við þá,
daga langa, saman tvö ein,
heyr mínar bænir og þrá.
(Þórunn Franz – Ólafur Gaukur.)
Þín,
Kristjana Ósk.
Elsku amma. Tíminn sem við
áttum saman var yndislegur og
mikið er ég heppin að eiga þessar
ótalmörgu minningar með þér
sem ég ætla að geyma alla tíð. Ég
mun vera dugleg að tala um þig
við börnin mín í framtíðinni og
segja þeim frá öllum yndislegu
stundunum sem við áttum sam-
an. Það fyrsta sem kemur upp í
huga minn þegar ég hugsa um
tíma okkar saman er hvað þú
varst alltaf góð og hlý og öllum
stundum reiðubúin að gera allt
fyrir mig sama hvað var. Eitt
sem ég mun aldrei gleyma er
hvað mér fannst gott að koma
heim til þín, vera hjá þér í róleg-
heitunum og hvað mér leið alltaf
vel þegar ég var í kringum þig.
Það var svo gott að koma í
Laugalækinn setjast aðeins inn í
eldhús fá eitthvað að borða,
rabba saman um heima og geim,
leggjast svo í gráa sófann með
græna teppið, borða blátt mary-
land-kex, og steinsofna við Leið-
arljós.
Ég elska þig svo ótrúlega mik-
ið og ég trúi því ekki enn að nú
sértu farin. En eitt veit ég að þú
ert komin á betri stað og þér líð-
ur vel, hress og kát og byrjuð að
prjóna eins og þér einni var lagið.
Að lokum vil ég vitna í skiltið sem
ég bjó til handa þér í smíði í
grunnskóla og þú ert búin að
geyma í öll þessi ár. Amma, þú
ert töff manneskja.
Karen Sturludóttir.
Hlíf Petra
Valdimarsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn.
Minningargreinar