Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015                                    ! " !#$ #" !$ %"  %  $ "#$  # &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 $%" !% !"# #$$" $#$ %"  ! " "" #  $# $# !## !## #$ $#$$ %$     "#!%  " !%# $ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Íslandsbanki og Eimskip hafa und- irritað lánasamning að fjárhæð 10 milljónir evra eða 1,5 milljarða króna vegna uppbyggingar Eimskips á 10.000 tonna frystigeymslu í Hafnarfirði. Lán Íslandsbanka er til 25 ára. Þá fær Eim- skip að auki lánalínu að fjárhæð 12 milljónir evra eða 1,8 milljarða króna til að styðja við frekari vöxt félagsins. Í tilkynningu kemur fram að gert sé ráð fyrir að fyrsti áfangi nýrrar frysti- geymslu verði tilbúinn til notkunar í haust og að verkið verði fullklárað fyrir árslok. Möguleiki er að stækka geymsl- una enn frekar í áföngum um allt að 14.000 tonn til viðbótar. Fjármögnun á frysti- geymslum Eimskips ● Vöruskiptin við útlönd í mars síðast- liðnum voru hagstæð um 11,3 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Það eru nokkur umskipti frá því sem var í febrúar þegar vöru- skiptin voru óhagstæð um 13,7 millj- arða króna. Útflutningur í mars var 63,4 milljarðar króna sem er 12,2 millj- örðum króna meira en í febrúar þegar fluttar voru út vörur fyrir 51,2 milljarða króna. Innflutningur í mars var 52,1 milljarður króna sem er 12,8 milljörðum minna en í febrúar. Vöruskipti við útlönd voru hagstæð í mars STUTTAR FRÉTTIR ... stjóri Gildis, segir afstöðu Kristjáns Loftssonar koma mönnum nokkuð á óvart í ljósi þess hversu mikil breyt- ing hefur orðið á eignarhaldi HB Granda, ekki síst með tilkomu stórra hluthafa á borð við lífeyrissjóði. „Gildi fylgir eigin hluthafastefnu og á grundvelli hennar telur sjóðurinn meðal annars að það væri mjög æski- legt að í stjórn félagsins sitji lögfræði- menntaður einstaklingur en sú er ekki raunin nú. Af þeim sökum hvatti sjóðurinn Helgu Hlín Hákonardóttur til að bjóða sig fram til stjórnar. Sjóð- urinn notast við gagnagrunn sem í eru nöfn 400 einstaklinga með fjöl- breyttan bakgrunn þegar gerðar eru tillögur um stjórnarmenn í fyrirtækj- um sem hann á hlut í.“ Heimildir Morgunblaðsins herma að nýir hluthafar í HB Granda hafi gengið út frá því sem vísu að breyt- ingar yrðu samþykktar á samsetn- ingu stjórnar félagsins nú þegar það hefur verið skráð á markað og er orð- ið almenningshlutafélag. Í fyrr- nefndu samtali sagði Árni Guð- mundsson hins vegar að lífeyrissjóðurinn Gildi geri sér grein fyrir því að 6% eignarhlutur feli ekki í sér rétt til stjórnarsætis. „Gildi á ekki nægilega mikið í félaginu til að kalla eftir margfeldiskosningu en við töld- um þó líklegt að aðrir hluthafar myndu taka undir ósk okkar um breytingu, m.a. þá sem laut að þörf- inni fyrir lögfræðiþekkingu innan stjórnar.“ Undrast viðbrögð við tillögum um breytta skipan stjórnar Stjórnarkjör Allt bendir til að stjórn HB Granda verði óbreytt að loknum aðalfundi sem fram fer síðar í dag. Stærstu eigendur » Stærsti hluthafi HB Granda er Vogun hf. sem fer með 33,51% hlut. » Annar stærsti eigandinn er Lífeyrissjóður verslunarmanna með 9,97%. » Þriðji stærsti eigandinn er Hampiðjan með 8,79%. » Fjórði stærsti hluthafinn er Gildi lífeyrissjóður með 6,02%. » Markaðsvirði HB Granda er um 70 milljarðar króna.  Lífeyrissjóðir munu fara fram á margfeldiskosningu á næsta aðalfundi HB Granda BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Þó ekki hafi náðst sátt um breytingar á stjórn HB Granda í aðdraganda aðalfundar sem haldinn verður síðar í dag er ljóst að stórir hluthafar í félag- inu munu kalla eftir slíkum breyting- um næst þegar kosið verður til stjórnar. Áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma að þá verði farið fram á margfeldiskosningu sem gerir hluthöfum auðveldara um vik að knýja fram breytingar á stjórninni. Sömu heimildir herma að forsvars- menn þeirra hluthafa sem kallað hafi eftir breytingum á stjórninni vilji í lengstu lög forðast átök við Kristján Loftsson, stjórnarformann félagsins og einn stærsta eiganda þess, enda njóti hann víðtæks trausts til að veita fyrirtækinu áframhaldandi forystu. Ekki víst að kosning fari fram Lífeyrissjóðir eiga um 30% hluta- fjár í HB Granda og þar eru Lífeyr- issjóður verslunarmanna og Gildi með stærstu eignina, sá fyrrnefndi með rétt tæp 10% og sá síðarnefndi með rúm 6%. Lífeyrissjóður verslun- armanna vildi styðja Birgi S. Bjarna- son, stjórnarmann í sjóðnum, til setu í stjórn félagsins og Gildi hvatti Helgu Hlín Hákonardóttur hdl. til framboðs til stjórnar. Nú þegar ljóst er að þess- ir tveir frambjóðendur njóta ekki stuðnings Kristjáns Loftssonar og eigendahópsins í kringum hann er talið nær útilokað að þau nái kjöri til stjórnar. Þegar Morgunblaðið fór í prentun lá ekki fyrir hvort annað þeirra eða bæði myndu draga fram- boð sitt til baka en þó mun umræða hafa farið fram um þann möguleika. Árni Guðmundsson, framkvæmda- Stjórn Eikar fasteignafélags hefur ákveðið að óska eftir því að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar 29. apríl næstkomandi. Í tengslum við skráninguna mun fara fram almennt útboð þar sem Arion banki býður til sölu 14,0% eignarhlut í félaginu. Miðað við lágmarksverð útboðsins nemur heildarstærð þess 3.032 millj- ónum króna. Það svarar til tæplega 21,7 milljarða króna markaðsvirðis alls hlutafjár í Eik fasteignafélagi. Tvær tilboðsbækur verða í boði. Í tilboðsbók A verður fjárfestum boðið að skrá sig fyrir kaupum að andvirði á bilinu frá 100 þúsund og upp í 10 milljónir króna. Þar verður tekið við áskriftum á verðbilinu 6,25-6,95 krónur á hlut. Eitt endanlegt útboðs- gengi í tilboðsbók A verður svo ákvarðað af seljanda í lok útboðs. Í tilboðsbók B verður tekið við áskriftum að andvirði yfir 10 millj- ónum króna. Þar verður lágmarks- verð 6,25 krónur á hlut og ekkert há- marksverð. Eitt endanlegt útboðsgengi í tilboðsbók B verður ákvarðað af seljanda í lok útboðs sem verður hið sama eða hærra en útboðsgengi í tilboðsbók A. Útboðið mun fara fram 17. til 20. apríl og hefur Eik þegar birt lýsingu hlutabréfa, auk þess sem kynning á starfsemi félagsins og útboðinu eru aðgengileg á vef þess. Heildareignir Eik fasteignafélags í árslok 2014 námu 66,1 milljarði króna. Fasteignir í eigu þess eru 106 talsins og um 273 þúsund fermetrar að stærð. Morgunblaðið/Valdís Thor Hlutafjárútboð Smáratorg 3 er á meðal eigna Eikar fasteignafélags. Eik metin á um 22 milljarða  Stefnt að skrán- ingu fasteigna- félagsins 29. apríl Ecco Contoured Moonless Stærðir: 40-46 Verð kr. 22.995 Flottir fyrir sumarið ECCO - KRINGLAN - SÍMI: 5538050 STEINAR WAAGE KRINGLAN WWW.SKOR.IS Ecco Grenoble Dark Stærðir: 40-46 Verð kr. 19.995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.