Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015
sem gleður
Rennibekkir, standborvélar, bandsagir,
hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar,
röravalsar, legupressur, fjölklippur,
sandblásturstæki og margt fleira.
Sýningarvélar á staðnum
og rekstrarvörur að auki
- fyrir fagfólk í léttum iðnaði
og lítil verkstæði
IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Orðaleikarnir. Fallegt orð ogóneitanlega frumlegra enlestrarhátíð, lestrar-skemmtun eða eitthvað
álíka yfir – hvað skal segja – lestrar-
hátíð kannski? Meistaranemarnir
fimm í verkefnastjórnun í Háskól-
anum í Reykjavík, sem standa fyrir
Orðaleikunum í húsakynnum skólans
á morgun, eru að minnsta kosti hæst-
ánægðir með nafnið. Einn þeirra,
Kolbrún S. Ásgeirsdóttir, segir hópn-
um engin launung á að Orðaleikarnir
dragi að nafninu til dám af Hungur-
leikunum, þriggja binda doðröntum,
sem árið 2008 glæddu lestraráhuga
ungmenna víða um heim. Líkt og er
markmið Orðaleikanna. Hérlendis
vitaskuld.
Á jákvæðu nótunum
„Hluti af námi okkar á fyrra ári í
verkefnastjórnun, MPM Master of
Project Management, er að skipu-
leggja verkefni í þágu samfélagsins.
Þrjátíu nemendum var skipt í fimm
hópa sem máttu velja sér viðfangs-
efni. Ýmsar hugmyndir voru viðraðar
í hópnum mínum, til dæmis um mat-
arsóun, en á endanum völdum við að
vekja áhuga 8 til 11 ára barna á lestri.
Okkur er öllum hugleikin umræðan
undanfarin misseri um þverrandi
lestraráhuga og lestrarfærni barna.
Hugmyndin gengur út á að nálgast
efnið með jákvæðum hætti en ekki
sem vandamál. Við viljum sýna börn-
um fram á að lestur sé skemmtun og
að það sé skemmtilegt að læra að
lesa,“ segir Kolbrún.
Fimmmenningarnir byrjuðu að
skipuleggja Orðaleikanna upp úr ára-
Orðaleikarnir
í þágu samfélagsins
Andrés Önd og íslenskur þýðandi hans, Ævar vísindamaður, Ólafur handknatt-
leikskappi og ýmis fágæti og furðuverk eru meðal þátttakenda á Orðaleikunum.
Fimm meistaranemar í verkefnastjórnun í Háskólanum í Reykjavík standa fyrir
viðburðinum sem ætlað er að vekja áhuga 8-11 ára krakka á lestri.
Morgunblaðið/Golli
Gaman saman Afrakstur skipulagsvinnunnar eru fjölbreyttar smiðjur og
skemmtiatriði sem standa gestum Orðaleikanna til boða.
Morgunblaðið/Ómar
Smáforrit Ólafur Stefánsson, fyrrverandi atvinnumaður í handknattleik,
ætlar að segja krökkunum frá smáforriti til að auka skilning á námsbókum.
List án landamæra er meðal stærstu
utangarðslistahátíða í Evrópu og er
haldin árlega hér á Íslandi. Hátíðin
fagnar fjölbreytileikanum og stuðlar að
jafnrétti í menningarlífinu. Markmið
hátíðarinnar er að brjóta niður múra
milli samfélagshópa og gerir það með-
al annars með því að stuðla að sam-
starfi listamanna með ólíkan bak-
grunn. Ákveðið var að efna til þessarar
hátíðar á Evrópuári fatlaðra árið 2003
og hefur hún verið haldin árlega síðan.
List án landamæra leggur áherslu á já-
kvæða birtingarmynd fólks með fötlun
sem fullgildra þátttakenda í samfélag-
inu.
Hátíðin verður formlega sett í dag kl.
17.30 í Ráðhúsi Reykjavíkur og sam-
hliða setningu hátíðarinnar verður
samsýningin Meistarar opnuð. Þeir
listamenn sem sýna verk sín þar eru
Atli Viðar Engilbertsson, Gígja Thor-
oddsen, Hrefna Daníelsdóttir, Ásgeir
Valur Sigurðsson og Karl Guðmunds-
son, en Karl er listamaður hátíðarinnar
í ár. Karl hefur fengið mikla athygli fyrir
verk sín sem hann meðal annars gerir
með því að keyra hjólastól yfir striga.
Að gera tilraunir með form, liti og ný-
stárlegan efnivið hefur alla tíð ein-
kennt myndsköpun Kalla. Undanfarin
ár hafa þessar tilraunir leitt af sér inn-
setningar þar sem áhorfendur verða
gjarnan þátttakendur í gegnum sam-
skipti við listaverkið.
Mikið verður um dýrðir á opnuninni í
dag, kynnar verða Maggi mix og Salka
Valsdóttir Reykjavíkurdóttir. Valur
geislaskáld fer með ljóð og Reykjavík-
urdætur stíga á pall ásamt góðu fólki.
Auk þess verður sýnd stuttmynd um
samstarf Íslenska dansflokksins og
Klettaskóla, en þau vinna saman að
dansverkinu Stjörnustríði 2, sem sýnt
verður í heild sinni hinn 21. apríl við
opnun Barnamenningarhátíðar í Hörpu.
Vefsíðan www.listin.is
Snillingur Hér er Kalli að búa til verkin sín, keyrir á hjólastólnum yfir striga.
Kalli er listamaðurinn í ár
Kalli Frumlegur listamaður.
Í tilefni af 100 ára afmæli kosninga-
réttar kvenna árið 2015 tekur Hér-
aðsskjalasafnið á Akureyri nú þátt í
þjóðarátaki um söfnun á skjölum
kvenna. Svo virðist sem konum hafi
ekki þótt jafn merkilegt og körlum
hvað þær voru að fást við og skrifa
um og bréf frá konum enduðu mjög
gjarnan á fyrirmælum um að viðtak-
andi ætti að brenna þau að lestri
loknum. Skjöl kvenna hafa því síður
skilað sér inn á söfnin en skjöl karla.
Því er fólk hvatt til að stuðla að varð-
veislu þeirra með því að koma þeim í
örugga geymslu. Skjöl eru t.d. bréf,
dagbækur, póstkort, teikningar,
kvæði, smásögur, ljósmyndir, ræður,
erindi og ýmis fróðleikur, eldri sem
yngri.
Héraðsskjalasafnið á Akureyri er
aðili að söfnunarátakinu og tekur við
skjölum bæði karla og kvenna.
Hádegisfyrirlestrar verður í dag í
Héraðsskjalasafninu kl. 12-13, þar
sem Svanhildar Bogadóttur mun
fjalla um mikilvægi þess að varðveita
einkaskjöl kvenna til jafns við karla.
Einnig verða til sýnis nokkur skjöl
kvenna sem varðveitt eru á safninu
og munu skjalaverðir í stuttu máli
gera þeim skil og segja frá því hvað
safnið hefur að geyma.
Hádegisfyrirlestur og þjóðarátak í að safna skjölum kvenna
„Brenndu þetta snifsi að lestri
loknum,“ sögðu konur gjarnan
Fel ég þig svo Guði á vald Hér gefur að líta brot úr Ameríkubréfi frá Önnu So-
fíu Davíðsdóttur, þar sem hún talar um bréf sitt sem ljótt og ómerkilegt klór.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.