Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015 ✝ Helgi Eysteins-son fæddist í Reykjavík 30. maí 1925. Hann lést á Eir 31. mars 2015. Helgi var sonur Matthildar Helga- dóttur frá Flateyri við Önundarfjörð, f. 1886, d. 1959, og Ey- steins Jakobssonar frá Hraunsholti, Garðahreppi, f. 1891, d. 1981. Alsystur Helga eru Helga, f. 1921, d. 2001, og Fanney, f. 1924. Systkini sam- mæðra eru Soffía, f. 1906, Ágúst, f. 1908, Karl, f. 1909, Magnús, f. 1912, Eiríkur, f. 1915, Sólveig, f. 1917, eru þau öll látin. Eftirlifandi er Camilla, f. 1918. Samfeðra eru Gunnar, f. 1917 og Helgi, f. 1918, þeir eru báðir látnir. Helgi giftist Kristínu Jóns- dóttur, f. 1923. Foreldrar henn- ar voru Guðleif Ólafsdóttir, f. 1893, d. 1977 og Jón Pálsson, f. 1886, d. 1950. Börn Helga og Kristínar eru: 1) Jóna, f. 1942. Eiginmaður var Svavar Krist- insson, f. 1936, d. 2000. Sonur þeirra er a) Þórhallur, f. 1960. Dóttir hans er Sigurveig, f. 1986, barnsmóðir er Ásta Ingi- björg Pétursdóttir. Eiginkona Sigurðsson, f. 1954. Börn þeirra eru a) Sigurður Elí, f. 1978. Eig- inkona er Kristín Ögmunds- dóttir, f. 1978. Sonur þeirra er Haraldur Elí, f. 2010. b) Kristín Þóra, f. 1982. Eiginmaður er Kári Allansson, f. 1982. Börn þeirra eru Emil Björn, f. 2009, og María Karítas, f. 2012. c) Hildur Karen, f. 1990. Sambýlis- maður er Gunnlaugur Karlsson, f. 1989. Að lokinni skólagöngu hóf Helgi störf hjá versluninni Geysi. Hann starfaði þar í 53 ár, og síðustu áratugina sem fram- kvæmdastjóri. Helgi var áber- andi í Kvosinni og setti svip á borgarbraginn. Þeir Reykvík- ingar, sem nú eru komnir á efri ár, kannast því eflaust margir hverjir við Helga í Geysi. Ungur að árum hóf hann að leika knatt- spyrnu með Víkingi og lék fjölda leikja fyrir félagið. Helgi lék landsleik árið 1949. Hann átti sæti í landsliðsnefnd KSÍ á ár- unum 1960-1962. Helgi sat í sóknarnefnd Bústaðakirkju. Hann var gjaldkeri sókn- arnefndar allan þann tíma sem kirkjan var í byggingu. Helgi var mjög stoltur af því enda stórhuga framkvæmd á þeim tíma. Helgi starfaði í Lions- klúbbnum Baldri og var félagi í Frímúrarareglunni frá 1959. Útför Helga fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 10. apríl 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Þórhalls er Agnes Ólöf Thorarensen, f. 1966. Börn þeirra eru Jóna Kristín, f. 2004, Svandis Ósk, f. 2004 og Anna Lísa, f. 2005. 2) Ey- steinn, f. 1948. Eig- inkona er Kristín Rútsdóttir, f. 1947. Börn þeirra eru: a) Kristín Björg, f. 1972. Eiginmaður er Ólafur Ar- inbjörn Sigurðsson, f. 1971. Dætur þeirra: Karolína, f. 1997, Lovísa, f. 2002 og Elísabet, f. 2007. b) Helgi Ingólfur, f. 1976. Eiginkona er Ása Björg Tryggvadóttir, f. 1981. Börn þeirra eru Eysteinn Ari, f. 2007, Ásdís María, f. 2010, og Ásgeir, f. 2014. c) Helga Rut, f. 1981, Eiginmaður er Guðjón Guð- mundsson, f. 1977. 3) Matt- hildur, f. 1950. Eiginmaður er Tómas Óli Jónsson, f. 1948. Börn þeirra eru: a) Þórný, f. 1975. Eiginmaður er Torben Hempel, f. 1975. Dóttir þeirra er Sarah Jónina, f. 2006. b) Helgi, f. 1978. Eiginkona er Guðlaug Björg Ingólfsdóttir, f. 1986. c) Jónína, f. 1987. Eiginmaður er Andre Schorn, f. 1985. 4) Guðleif, f. 1956. Eiginmaður er Haraldur „Hann var eins og klettur i vörninni.“ Þannig var Helga tengdaföður mínum lýst. Hann varð ungur afreksmaður í knatt- spyrnu, Víkingur í húð og hár alla sína tíð. Og sem klettur var hann svo lengi sem ég hef þekkt hann. Við klettana er gott að leita skjóls. Við Guðleif vorum í raun unglingar þegar við kynntumst, vorum ástfangin og okkur fannst þá stefnufesta í lífinu engin sér- stök dygð! Helgi var traustur og ráð hans voru holl, sniðugur að finna hjálplegar lausnir. Klettar eru bjargfastir. Helgi var ákveðinn og trúr sínu hlut- verki. Hann vann alla sína starfs- ævi í versluninni Geysi, byrjaði ungur sem sendisveinn, enda al- inn upp í fátækt. Í Geysi vann hann sig upp til forstjóra og var farsæll í því hlutverki. Hann fékk að reyna mótlæti, Geysir brann en var reistur úr rústum af Helga eins og við var að búast. Bústaðakirkja var stórhuga framkvæmd á sínum tíma, þar hélt Helgi utan um peningamálin af festu og bjartsýni, kristin trú hans var byggð á bjargi. En við klettana getur á tímum verið sviptivindasamt. Þessi dagfarsprúði maður var ákveðinn í besta skilningi þess orðs. Og ef vindaði hafði hann lífsförunaut til 75 ára sem mildaði allt. Kristín tengdamóðir mín er og hefur ver- ið yndisleg með sinn léttleika, gleði og jafnaðargeð, sem gerði heimili tengdaforeldra minna að fallegum og eftirsóknarverðum samverustað. Þau hjónin voru heimsfólk. Þau keyrðu Evrópu þvera og endi- langa þegar viðlíka ferðalög voru ekki algeng. Sátu í bestu óperu- húsum heimsins. Þau heimsóttu börnin sín oft bæði austan hafs og vestan, sjálfstæð og veitandi gleði. Helgi varð gæfumaður, hann þurfti ekki að standa yfir moldum afkomenda sinna. Hann kveður sem foringi, fer á undan sínu fólki. Samfylgd hans er þökkuð. Hann var Guðleifu yndislegur fað- ir, mér góður tengdafaðir, börn- unum og barnabörnum okkar hlýr afi og langafi, öðrum var hann flekklaus með öllu. Guð blessi minningu hans. Haraldur Sigurðsson. Við fráfall tengdaföður míns Helga Eysteinssonar koma upp í hugann margar góðar minningar. Fyrstu minningar mínar um fjölskylduna í Steinagerði 11 má rekja til samtals frænku minnar Ebbu Sigurðardóttur við foreldra mína, þar sem hún sagði með hlýj- um orðum frá kynnum sínum af Kristínu og Helga Eysteinssyni. Þetta var nokkru eftir að hún flutti í Bústaðahverfið. Ekki átti ég þá von á að ég ætti eftir að tengjast þessu góða fólki. Eftir nær 50 ára samleið með Helga og Kristínu er mér ljóst að hún frænka mín tók ekki of sterkt til orða. Fjölskyldan tók mér afar vel og hefur reynst mér og mínum frábærlega. Það var alltaf gott að koma í Steinó þar sem Helgi og Kristín bjuggu með Eysteini, Möttu, Guðleifu og afa Eysteini. Afi Eysteinn bjó hjá þeim í yfir 20 ár og naut alla tíð einstakrar um- hyggju hjá Helga, Kristínu og börnunum. Helgi starfaði hjá versluninni Geysi allan sinn starfsaldur. Fyrst sem sendill, þegar Geysir var í Fálkahúsinu við Hafnar- stræti, en síðar í Aðalstræti 2. Við fráfall Sigurðar Guðjónssonar 31. mars 1975 tók hann við sem fram- kvæmdastjóri og gegndi því starfi þar til húsið var selt og verslun hætt 1992. Helstu eiginleikar Helga voru snyrtimennska og agi, hann vildi hafa allt í röð og reglu. Heimilið, garðurinn og bílarnir báru þess merki. Sama var að segja um allt hans umhverfi í Geysi. Helgi var einstaklega mikill höfðingi, góður fjölskyldufaðir, vinur og frábær ferðafélagi. Því fengum við að kynnast í mörgum heimsóknum þeirra hjóna fyrst til Kaupmannahafnar og síðar til Belgíu og Þýskalands. Helgi var gjaldkeri sóknar- nefndar Bústaðasóknar þegar undirbúningur og bygging kirkj- unnar stóð sem hæst. Þar var hann öflugur fjáröflunarmaður en jafnframt mjög aðhaldssamur með útgjöldin. Á yngri árum var Helgi góður knattspyrnumaður og alla tíð mik- ill Víkingur. Árið 1952 fékk hann tækifæri til að fara á íþróttaskóla hjá Sepp Herberger í Köln, en hann gerði síðan Þjóðverja að heimsmeisturum 1954. Okkur sem búum í Þýskalandi, þar sem Herbergers er enn minnst með mikilli virðingu, er ljóst að það hefur verið mikill heiður fyrir æskufélaga Helga, Gunnlaug Lár- usson og Karl Guðmundsson, að vera undir leiðsögn þessa mikla meistara. Á seinni árum þegar aldurinn fór að færast yfir og heilsunni að hraka hjá Kristínu og Helga gát- um við ekki hlúð að þeim sem skyldi vegna búsetu erlendis. Þau nutu einstakrar umhyggju Ey- steins og Kristínar, Guðleifar og Haraldar og barna þeirra. Þetta metum við mikils og þökkum af heilum hug. Að leiðarlokum kveð ég kæran vin og bið Guð að blessa hann. Tómas Óli. Í dag kveð ég elskulegan tengdaföður minn eftir 45 ára við- kynningu. Ekki er ég viss um að honum hafi litist á blikuna þegar einkasonurinn, borgarbarnið, kynnti hann fyrir stúlku austan úr Vík í Mýrdal. Ef tilgáta mín reyndist rétt fór hann vel með það eins og hans var von og vísa og fljótt urðum við hinir mestu mát- ar. Þau hjón tóku mér fljótlega eins og einni úr fjölskyldunni. Gegnum tíðina reyndist hann mér og mínum einstaklega vel, alltaf tilbúinn að hjálpa okkur og gæta elstu dóttur okkar sem bað í tíma og ótíma um að fá að gista hjá afa og ömmu í Steinó og alltaf var það auðsótt mál. Mér eru minnisstæðar heim- sóknir tengdaforeldra minna til okkar þegar við bjuggum í Banda- ríkjunum. Margt var gert og mik- ið ferðast. Helgi naut sín vel enda mjög áhugasamur um marga hluti. Íþróttamaðurinn Helgi hafði gaman af því að sjá ólympíu- leikvanginn í Los Angeles og heimsborgarinn Helgi naut sín vel í New York. Þá vílaði hann það ekki fyrir sér í einni heimsókninni að taka yfir heimilið með tengda- mömmu, hann keyrði börnin út um allar trissur og sá til þess að allt væri með felldu í fjarveru okk- ar, þó á erlendri grundu væri. Helgi var alla tíð afar örlátur við mig, sem hann kallaði alltaf Kristínu tengdadóttur, og mátti ég aldrei af landi brott fara nema hann gaukaði að mér nokkrum seðlum, ég skyldi kaupa mér eitt- hvað fallegt eða eitthvert gott krem. Hann hélt þessari gjafmildi allt til síðasta skiptis sem við heyrðumst í síma 10 dögum áður en hann lést, en þá sagði hann mér að fara á fínasta veitingastaðinn sem við gætum fundið í Florida, í hans boði að sjálfsögðu. Þakklæti hans fyrir aðstoð við þau hjónin síðustu árin var augljóst. Ég þakka þér samfylgdina elsku tengdapabbi. Hvíl í friði, við lofum að hugsa vel um tengda- mömmu. Kristín Rútsdóttir. „Komdu sem oftast, það er svo gaman þegar þú ferð.“ Með þess- um orðum kvaddi afi mig daginn áður en hann dó. Betri kveðjuorð er ekki hægt að hugsa sér, svartur húmorinn leiftrandi allt til hinsta dags. Ég var svo heppin að fá að eyða miklum tíma með ömmu og afa í æsku. Ég þurfti aldrei að bíða lengi eftir því að afi spyrði: „Viltu fara út í sjoppu?“ Afi vildi Cadbu- ry’s með hnetum og rúsínum ásamt Hershey’s með heslihnetum en amma Lionbar. Ég mátti svo kaupa mér allt sem ég vildi. Ég vildi helst alltaf vera í Steinó, þar var mér pakkað inn í æðardúninn, tekið utan af appelsínum fyrir mig og dekruð endalaust. Þegar ég var 11 ára fékk ég sím- tal frá afa: „Kanntu að hella upp á kaffi?“ Ég hélt það nú. Hann var að bjóða mér vinnu, ég mátti koma og vaska upp eftir hádegismatinn í Geysi og undirbúa kaffistofuna fyrir þrjúkaffið. Þess á milli taldi ég mig gera gagn í búðinni. Á þess- um árum áttaði ég mig á því hversu mikill fagmaður og séntil- maður hann afi minn var. Öllum sem komu í búðina var tekið fagn- andi, ávörp eins og „sæll höfðingi“ eða „hvernig hefur frúin það?“ voru einkennandi fyrir hann. Ég fylgdist af aðdáun með því hvernig hann stjanaði við viðskiptavinina með aðstoðarmenn allt í kring. Enginn fór tómhentur út úr Geysi ef afi var að afgreiða! Snyrti- mennska og agi einkenndu stjórn- unarstíl afa, árin í Geysi voru gott veganesti inn í framtíðina. Ég ferðaðist mikið með afa og ömmu. Afi og amma, órjúfanleg heild, bæði svo ungleg og glæsileg. Ég var alltaf stolt í fylgd þeirra og hafði gaman af þegar haldið var að þau væru foreldrar mínir. Við fór- um í hótelferðir innanlands, m.a. á Bifröst og KEA, en einnig oft til útlanda. Eitt skiptið fórum við til Skotlands að heimsækja Guðleifu og Halla. Úr þeirri ferð minnist ég þess helst þegar afi var á litlum beinskiptum Vauxhall að taka af stað í snarbrattri og blautri brekku í Glasgow. Bílferð við þess- ar aðstæður með manni sem hafði í áratugi einungis setið undir stýri á sjálfskiptum amerískum drossíum gat bara endað á einn veg; við skildum hálfa Glasgow eftir reyk- mettaða, í megnri gúmmílykt. Íþróttamannsins Helga Ey- steinssonar má ekki láta hjá líða að minnast, hann lék lengi með Vík- ingi og var meðal fyrstu leikmanna félagsins sem valdir voru í landslið Íslands í knattspyrnu, ásamt því að sækja íþróttaakademíu í Þýska- landi. Fjölskyldan fylgdi í fótspor afa og gekk til liðs við Víking. Á eftir afa pabbi, svo við systkinin og nú spila dætur mínar með félaginu sem fjórðu kynslóðar Víkingar. Af þessu hafði afi gaman. Snerpa afa og gott líkamlegt atgervi kom líka í ljós þegar hann hóf að spila golf á efri árum, hálfblindur í þokkabót gaf hann hinum yngri ekkert eftir og náði fínum tökum á íþróttinni. Ég kveð afa minn Helga Ey- steinsson með stolti og þakklæti, þakklæti fyrir að vera frábær fyr- irmynd og að vera meðal minna bestu vina. Vertu viss, yfirvaldið passar nöfnu sína. Hvíl í friði afi minn. Kristín Björg Eysteinsdóttir. Þegar ég hugsa um afa Helga er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa átt svona yndislegan afa í heil 40 ár, það er alls ekki sjálfsagt. Einnig þakklæti fyrir að hafa náð að vera í góðu sambandi við hann fram á síðasta dag, þrátt fyrir að við hefðum ekki búið í sama landi í 32 ár. Afi og amma voru alltaf dugleg að heimsækja okkur og fylgdust alltaf vel með okkur og því sem við vorum að gera. Við töluðum reglu- lega saman í síma og áttum við margar góðar stundir, bæði í Þýskalandi og hér á Íslandi. Þær voru nú ófáar ferðirnar okkar í Kringluna eða Smáralindina síð- ustu árin þegar við vorum á Íslandi og alltaf enduðu þær með góðri tertusneið og kaffibolla sem hon- um fannst alveg „meiriháttar“ eins og hann sagði svo gjarnan. Þessa hressingu átti hann meira en skilið því að þá var hann oftast búinn að reyna að koma Söruh Jónínu dótt- ur minni úr öllum leiktækjum Kringlunnar og var það ekkert smá mál, enda daman ansi ákveðin á yngri árum! Fyrir vikið kallaði hann hana alltaf bara bæjarstjór- ann eða yfirvaldið. Afi gamli var frekar fljótur að fatta að Sarah væri ekkert hrifin af þessum leik- tækjum þegar þau færu í gang þannig að hann gekk um og setti pening í tækin sem fóru þá strax af stað. Sarah var þá fljót að koma sér úr þeim og aðrir krakkar nutu góðs af. Ég, afi og amma gátum haldið áfram okkar búðarölti. Óháð því að við hefðum sest að í Þýskalandi hafði afi sjálfur alltaf sterk tengsl til landsins en þar hafði hann dvalið í nokkrar vikur gegnum fótboltann á sínum yngri árum. Þá ferðaðist hann mikið um landið og eignaðist þýska kunn- ingja, m.a. Sepp Herberger, þjálf- ara þýsku heimsmeistaranna árið 1954. Hann hafði gaman af því að tala smá þýsku við okkur og alltaf þegar ég kom með einhvern glaðn- ing til hans sagði hann: „Vielen Dank meine Liebe.“ Nú er komið að mér: „…vielen, vielen Dank für alles lieber Opa Helgi! Ruhe in Frieden.“ Þórný Tómasdóttir Hempel. „Komið aftur sem fyrst, það er svo gaman þegar þið farið,“ sagði hann við okkur fjölskylduna þegar við kvöddum hann daginn áður en hann féll frá. Svona kveðja aðeins góðir vinir. Mætur maður sagði eitt sinn: Vinur sem skilur þig skapar þig. Minningin um afa er minning um vin og félaga sem kom fram við mig sem jafningja, dæmdi hvorki né drottnaði og kenndi mér svo margt. Hann var sterkur persónu- leiki sem þurfti ekki að segja hvað honum fannst, það fór ekkert á milli mála. Hann var fyrirmynd sér yngri manna hvað varðaði snyrtilegan klæðaburð, gildi þess að standa fast á sínu, smekklegt val á íþróttafélögum, kurteisi og fágaða framkomu. Stöku sinnum varð ég þó vitni að því þegar minna bar á kurteisinni. Þeir sem fengu að finna fyrir því hefðu nú mátt segja sér hvað væri í vændum og hafa nú væntanlega lært sína lexíu. Minningin um afa er minning um mann sem gat alltaf slegið á létta strengi, jafnvel við drama- tískar aðstæður, eins og fram hef- ur komið. Í síðasta skipti sem ég kom að honum á fótum, mér að óvörum, sagðist hann vera nýkom- inn úr fjallgöngu. Sama dag kvaddi hann Eystein Ara með handabandi en gat ekki stillt sig um að kremja lófann á honum þrátt fyrir þverrandi kraft. Nokkrum dögum áður sagðist hann vera á leið á Ólympíuleikana og setti stefnuna á kraftlyftingar. Allt frá fyrstu tíð minnist ég þess að hann hafi gert góðlátlegt grín að sjálfum sér og öðrum við hvert tækifæri og þess vegna minnist ég hans með bros á vör. Kaldhæðni örlaganna réð því svo að tilkynn- ing um andlát hans birtist í fjöl- miðlum hinn 1. apríl. Í ljósi reynsl- unnar er erfitt að halda því fram að þar hafi tilviljun ráðið för. Á þessari stundu er mér líka of- arlega í huga þakklæti fyrir það að börnin mín hafi fengið tækifæri til að kynnast langafa sínum og upp- lifa nammiskálarnar, bláu seðlana, brandarana og stríðnina með sama hætti og ég gerði sjálfur í barnæsku. Elsku afi minn, þú gafst mér svo margt. Það verður sár sökn- uður að góðum félaga, dyggum stuðningsmanni, fyrirmynd og gleðigjafa. Það er því vel við hæfi að kveðja eitt stórmenni með orð- um annars: „Góðar eru gjafir þínar, en meira þykir mér verð vinátta þín og sona þinna“ (Gunnar á Hlíðarenda) (í Fljótshlíð, ekki Öskjuhlíð) Helgi Ingólfur Eysteinsson. „Þetta er auðurinn, Kristín mín, þetta er auðurinn,“ sagði afi minn í nánast hvert skipti sem ég kom með börnin mín í heimsókn. Hann átti að sjálfsögðu við þau, börnin, fjölskylduna. Þetta eru vísdóms- orð sem við vitum öll en stöðugt þarf að minna sig á í lífsgæða- kapphlaupinu. Það er dýrmætt veganesti fyrir barnabarn að heyra afa sinn segja þessi orð af jafnmikilli sannfær- ingu og lífsreynslu og hann gerði. Þau setjast á hjartaræturnar og munu fylgja mér út ævina. Hann sagði þau ekki bara, hann lifði þau, sérstaklega síðustu ár. Hann undi sér best þegar allir voru sam- ankomnir. Hans verður sárt saknað. Við sem eftir sitjum yljum okkur við góðar minningar og þökkum fyrir góðar stundir. Þökkum fyrir auð- inn að hafa átt hann í lífi okkar. Það er auður að eiga góðan afa, al- gjör lúxus að eiga svona myljandi fyndinn afa. Hann var mikill húm- oristi og hef ég ósjaldan sagt sög- ur af hnyttnum tilsvörum og áreynslulausum húmor afa míns sem oft og tíðum var kolsvartur og kaldhæðinn en aldrei illkvitt- inn, þar á milli er hárfín lína sem afi minn dansaði listilega á. Svo ótrúlega skemmtilegur. Konu sinni, Kristínu nöfnu minni og ömmu, kynntist hann ungur og saman fóru þau í gegn- um lífið í 75 ár. Í meðbyr og mót- byr gengu þau saman. Þau voru ansi oft ósammála, ansi oft gerðu þau stólpagrín hvort að öðru en saman stóðu þau alltaf, einstak- lega glæsileg og flott. Það var um svipað leyti sem sjón afa míns fór að hrörna veru- lega að minni ömmu minnar byrj- aði að beygja sig fyrir alzheim- ersjúkdómnum. Í staðinn fyrir að leggjast í volæði og vorkunn fóru þau yfir spilin sem búið var að leggja út, skiptust á trompum og sneru vörn í sókn, hún sá fyrir þau bæði og hann mundi fyrir þau bæði. Þannig óðu þau út í búð, í bankann, í göngutúr, heimsóknir, matarboð, afmæli og barnaafmæli hjá barnabarnabörnunum. Saman voru þau sterkari og saman gátu þau verið heima miklu lengur en hvort í sínu lagi. Í veikindum þeirra sá ég afa minn í nýju ljósi, þá sá ég klettinn, styrkinn, auðmýktina og þakklæt- ið. Nú naga ég mig í handarbakið fyrir að hafa aldrei sagt honum að ég dáðist að seiglunni og um- hyggjuseminni, ég minnist þess því nú og mun heiðra minningu hans með að passa upp á auðinn minn eins vel og ég get, í meðbyr og mótbyr skal hausinn upp og gengið áfram veginn, saman. Missir ömmu minnar er mikill. Ég bið algóðan Guð að vaka yfir henni og styrkja. Blessuð sé minning afa míns, Helga Ingólfs Eysteinssonar. Með innilegu þakklæti fyrir allt og allt, hvíli hann í friði. Kristín Þóra Haraldsdóttir. Nú eru tímamót, tannhjól kyn- slóðanna hefur færst fram. Hann Helgi Eysteinsson er fallinn frá, saddur lífdaga og búinn að skila sínu. Þetta er víst gangur lífsins. Helgi var afi konunnar minnar og langafi dætra minna. Helgi hefur verið partur af mínu lífi öll mín fullorðinsár, því er rétt að staldra við. Stuttu eftir að við Krissa mín byrjuðum að vera saman kynnti hún mig fyrir afa Helga og ömmu Stínu. Þau voru þá nýflutt í íbúð sína á Sléttuvegi 13, þá enn á besta aldri. Mér var einstaklega vel tekið af þeim hjónum og urð- um við Helgi fljótt góðir vinir. Við áttum til dæmis sameiginlegt áhugamál í golfíþróttinni og lék- um oftsinnis saman á meðan hann hafði enn heilsu og sjón til. Seinna meir eftir að sjóninni fór að hraka lék hann sitt golf í gegnum aðra, þá aðallega okkur drengina í fjöl- skyldunni og Tigerinn. Eitt af því sem Helgi var alveg með á hreinu var að eftir góðan hring er við hæfi að fá sér hressingu og fara yfir stöðuna. Þeim sið hélt hann allt fram á síðasta ár þegar hann hélt í síðasta sinn árlegt golfmót sitt, HE Open. HE Open er reyndar ekki opið mót, eins og nafnið gefur til kynna, heldur Helgi Eysteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.