Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Áður en þú setur afrek einhvers ann-
ars á stall skaltu hugleiða þín eigin. Gefðu
þér góðan tíma og rasaðu ekki um ráð fram.
20. apríl - 20. maí
Naut Foreldrar gætu verið strangir við börn í
dag. Framkoma þín fer ekki framhjá augum
yfirmanns þíns. Farðu í göngutúr í nátt-
úrunni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þótt fortíðin sé fyrir bí er það nú
oft svo að þangað má sækja margvíslegan
lærdóm fyrir framtíðina.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að læra að láta hlutina vera
þér til ánægju en ekki byrði. Geymdu þína
peninga til betri tíma og passaðu bara að
enginn annar komist með puttana í þá.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur látið aðra ganga fyrir og nú er
kominn tími til þess að þú sinnir sjálfum þér.
Gættu þess bara að tala ekki of mikið og
sýndu öðrum tillitssemi og skilning.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þegar gera þarf áætlanir fram í tím-
ann er nauðsynlegt að huga að þörfum heild-
arinnar. Sýndu kjark og leyfðu hæfileikum
þínum að blómstra.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú munt sjá að samvinna skilar betri
árangri en að hver sé í sínu horni. Viðhaltu
kraftinum með því að vera dálítið kvik, hvort
sem þú ert í stuði til þess eða ekki.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þig langar að kaupa eitthvað í
dag vegna þess að þér finnst að þú verðir
einfaldlega að eignast það. Heilsa þín gengur
fyrir öllu öðru. Vertu óragur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú kemur öllum á óvart með
lausn á gömlu vandamáli. Láttu í þér heyra
svo hægt sé að koma þessari hugmynd á
framfæri.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Dagurinn í dag hentar ekki vel til
að standa á þínu og ræða við foreldra þína
eða yfirboðara um það sem skiptir þig máli.
Breyttu nú um og skrifaðu hjá þér það sem
þér dettur í hug.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þrátt fyrir að þú hafir miklu að
miðla vinnurðu best í einrúmi. Fundir, ekki
síst viðtöl, ganga vel og alls ekki eins og þú
hafðir áætlað. Meira að segja kjaftasögurnar
eru áhugaverðar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það hefur ekkert upp á sig að vera
stöðugt að harma það sem menn ekki hafa.
Leggðu hausinn í bleyti, því lausnin er ekki
eins langt undan og virðist við fyrstu sýn.
Bjarki Karlsson yrkir á Boðnar-miði:
Hann Óli var fantur og fóli
og fláráður glæpamannsdrjóli.
Það sannaði meilið,
– þeir sett’ann í djeilið –
(en það var víst allt annar Óli).
Þessi syrpa vorljóða byrjaði á
Leir á mánudag með því að Sigrún
Haraldsdóttir orti:
Vorljóð yrkja vil ég pen,
vakta strá í móa,
njóta lífsins áður en
aftur fer að snjóa.
Næsta morgun orti Hjálmar
Jónsson „í veikleika augnabliks“:
Hríðin af krafti hefur nú
hurðirnar mínar barið.
Veikist og dofnar von og trú
vorið er komið – og farið.
Og næsta morgun orti hann og
skýrir vísan sig sjálf:
Ekki sé ég enn til sólar
eftir hrun.
Núna liggja allir Ólar
undir grun.
Höskuldur Búi orti á Leirnum
undir hádegi þennan miðvikudag:
Enn þó kæli Kári sker
hvergi um það skeyti,
því ég veit að víst nú er
vor á næsta leiti.
Ármann Þorgrímsson sagði að
sig minnti að það kæmi vor einu
sinni á ári:
Gloppur þó að séu í mínu minni
og margt að hjúpast gleymsku því er
ver,
vorið kemur alltaf einu sinni
á ári, þegar sólin hækka fer.
Sigurlín Hermannsdóttir bætti
við:
Fallvaltleiki finnst hér stór
og fátt er eins og spáðum.
Vorið kom og vorið fór
en vorið kemur bráðum.
Davíð Hjálmar Haraldsson var á
jákvæðu nótunum, sagði „hlýtt er
hér innan við gluggann í gróður-
húsinu, flugur suða og loks er
þrösturinn kominn og farinn að
syngja“.
Í sólarylnum sit ég hér
sæll og veifa tánum,
flugur eru að fjölga sér
og fuglar garga í trjánum.
Um svipað leyti heilsaði Sig-
mundur Benediktsson með ávarps-
orðunum Fögnum vori:
Gleðiborið geislamor
gyllir skor og flóa.
Léttum sporum lifum vor
látum þorið gróa.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vorvísur eftir páska
Í klípu
„HÆTTU ÞESSUM DAGDRAUMUM OG
FARÐU AFTUR AÐ VINNA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG VEIT AÐ ÞETTA BER SNÖGGT AÐ,
EN ÉG VIL SKILNAÐ!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að lesa barnið þitt í
svefn.
TÍMI TIL AÐ
FARA Á FÆTUR!
OG?
„TÍMI TIL AÐ FARA Á FÆTUR“... ÞETTA
FER ILLA Í MIG! EINS OG ÉG ÞURFI
AÐ FARA Í VINNUNA! ÉG ER KÖTTUR!
AF HVERJU ÆTTI ÉG AÐ VILJA ÞAÐ...
PÖNNUKÖKUR
ZÚMM
SEGÐU „AH“... ÉG VEIT ÉG SAGÐI
AÐ HVÍTLAUKUR
VÆRI GÓÐUR FYRIR
HEILSUNA... HINS
VEGAR...
Undanfarna daga hafa KristínIngólfsdóttir, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, Katrín Jakobsdóttir og
Jón Gnarr eða Jón Gunnar Krist-
insson sagt að þrátt fyrir áskoranir
hafi þau ýmist ekki áhuga á að taka
við embætti forseta Íslands eða sjái
sig ekki í þeirri stöðu.
x x x
Víkverja finnst ekki tímabært aðvelta sér upp úr hugsanlegum
forsetaframbjóðendum enda langt í
kosningar. Væntanlegir forseta-
frambjóðendur og aðrir sem láta sig
dreyma um embættið eru á öðru
máli, kanna jarðveginn úti um allt
land og heyra í stuðningsmönnum,
eins og það heitir á forsetaframbjóð-
endamáli, spá og spekúlera, og Vík-
verja dettur ekki í hug að almanna-
tenglar hafi eitthvað með það að
gera.
x x x
Fjöldi Íslendinga fer í nám erlend-is á hverju ári og sjaldnast er
þess getið. Þegar þrír nefndir líkleg-
ir forsetaframbjóðendur, Gísli Mar-
teinn Baldursson, Þóra Arnórs-
dóttir og Jón Gnarr, héldu til
Vesturheims á liðnu hausti til þess
væntanlega að læra til forseta fór
það ekki framhjá nokkrum manni,
enda sáu námsmennirnir til þess
með viðtölum hér og þar.
x x x
Víkverji tekur eftir að þremenn-ingarnir virðast vera meira í
fjölmiðlum nú en áður, væntanlega
með kynningu í huga. Títtnefndur
Jón hefur nú tekið af skarið og sagt
að hann ætli ekki að verða forseti að
svo stöddu og þar sem maðurinn er
þekktur fyrir að standa við orð sín
er ljóst að hann ætlar ekki að vera
forseti að svo stöddu, en hafa ber í
huga að langt er í næstu kosningar.
Ekkert hefur heyrst frá hinum
námsmönnunum um málið sem
kemur kannski ekki á óvart þar sem
þeir eru önnum kafnir í sjónvarpinu.
Þar kemst Gísli Marteinn samt ekki
með tærnar þar sem Þóra er með
hælana, því hún hefur látið til sín
taka á ólíkustu sviðum eins og í
handbolta og spurningakeppni. Og
svo er hún með reynslu sem
forsetaframbjóðandi.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Ég vil lofa nafn Guðs í ljóði og mikla
hann í lofsöng. (Sálmarnir 69:31)
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
AVIGNON - 203X258 CM
KR. 316.200
EINNIG FÁANLEGUR SEM HORNSÓFI
258X237 CM
FLINGA
160 CM
KR. 16.900
FLINGA
80 CM
KR. 9.900
YUMI SÓFABORĐ
KR. 55.300BORĐ 2 SAMAN
KR. 36.400
SÓFI - FRÁBÆRT
ÚRVAL AF ÁKLÆĐUM
3JA SÆTA
FRÁ KR. 184.900
SMILE