Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015 Verkfræðingafélag Íslands hefur í ár valið þennan dag, föstudag- inn 10. apríl, sem Dag verkfræðinnar – tilefni til þess að vekja at- hygli á verkfræðingum og viðfangsefnum þeirra í samfélagi nú- tímans. Það var um þetta leyti árs, þann 19. apríl árið 1912, sem Félag verkfræðinga var stofn- að í Reykjavík, en á þeim rúmu hundrað árum sem síðan eru liðin hafa verkfræðingar átt drjúgan þátt í uppbyggingu þeirra lífsgæða sem við njótum í dag, þrátt fyrir harðbýlar aðstæður á stundum. Á undanförnum árum hafa nýjar verkfræðigreinar komið til sög- unnar og með þeim hefur verið lagður grunnur að nýjum atvinnu- greinum og þær styrktar sem fyrir eru. Hvort sem horft er til hugbún- aðariðnaðarins, hátækni í heilbrigð- isþjónustu, orkugreina, samgangna eða nýsköpunar í atvinnulífinu – alls staðar koma verkfræðingar við sögu og nýta þar þekkingu sína og reynslu. Verðmætasköpun og innviðir heilbrigðis- þjónustunnar Dagur verkfræð- innar verður í þetta fyrsta skipti nýttur til þess að vekja sér- staklega athygli á við- fangsefnum verkfræð- inga á tveimur sviðum – við verðmætasköpun og á sviði heilbrigðismála. Verkfræðifyrirtæki okkar hafa í auknum mæli skapað sér ný tækifæri og aflað verðmæta með útflutningi og sölu þekkingar til annarra landa. Í vinnslu sjáv- arafurða og við orkuöflun er bætt nýting og aukin sjálfbærni lyk- ilatriði. Verkfræðingar koma einnig að uppbyggingu heilbrigðiskerfisins með hönnun og byggingu mann- virkja, auk þess sem tæknibúnaður í heilsugæslu jafnt sem hátækni- sjúkrahúsum er að stórum hluta hannaður af verkfræðingum. Verkfræðingafélagið gengst fyrir ráðstefnu um þessi mál, sem hefst kl. 13 á Hótel Nordica í dag, en hún er opin almenningi auk verkfræð- inga og annarra sem áhuga hafa á þessum viðfangsefnum. Ungt fólk sem áhuga hefur á að kynna sér störf og viðfangsefni verkfræðinga er hvatt til þess að taka þátt, en kynningar munu fara fram af hálfu háskólanna sem kenna verk- fræðigreinar hérlendis, auk þess sem kynnt verða áhugaverð verk- efni sprotafyrirtækja og ungra frumkvöðla á sviði verkfræði. Það er von okkar í Verkfræð- ingafélagi Íslands að Dagur verk- fræðinnar verði árviss viðburður sem veki áhuga og skilning á þeim fjölbreytilegu og mikilvægu verk- efnum sem verkfræðingar starfa við. Verkfræðin lagði grunn að nýjum atvinnugreinum Eftir Kristin Andersen » Á degi verkfræð- innar er athygli beint að verkfræðingum og viðfangsefnum þeirra í samfélaginu. Kristinn Andersen Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands. Fyrir nokkru birtist eftirfarandi frétt á forsíðu Morgunblaðs- ins: „Íslenskan í ólagi? Reglulega heyrast áhyggjuraddir um að íslenskan sé í hættu. Framhalds- skólakennarar og nemendur blása á raddirnar.“ (Tilvitnun lýkur.) Vísað var í út- tekt aftar í blaðinu þar sem fram komu hugleiðingar blaðamanns og viðtöl við íslenskukennara, nem- endur og leikhúsmann. Þótt bjart- sýni hafi gætt í þessari umfjöllun, er ofmælt að allir hafi blásið á áhyggjurnar. Það er þó fyrst og fremst tölvumálið sem menn virð- ast hafa áhyggjur af. „Tölvuheimur ógnar,“ segir á einum stað, og þeirri spurningu er velt upp hvort við stefnum öll hraðbyri inn í myrkviði tölvuenskunnar, eins og það er orðað. Þetta hættumat er dálítið einkennilegt í ljósi þess að skipulega hefur verið unnið að ís- lenskun tölvuorða í áratugi (sjá http://tos.sky.is). Það skortir því ekki íslensk orð yfir tölvuhugtök ef menn nenna að nota þau. Hitt er svo annað mál og verra við- ureignar, að í tölvusamskiptum ríkir meira kæruleysi en áður gilti í sendibréfum. Menn láta allt flakka og hirða hvorki um málfar né stafsetningu. Það er víðar en í tölvumáli sem ágengni enskunnar gerir vart við sig. Nú er það fjarri mér að fjand- skapast við enska tungu. Eftir langa námsdvöl í Bretlandi var enskan orðin mér nærri því eins töm og móðurmálið. En við heim- komuna rak ég mig á að orðalag enskunnar var býsna áleitið. Ég sagði óvart við mann sem kom í heimsókn til mín og þáði kaffi: „Tekurðu sykur?“ Hráar þýðingar af þessu tagi sjást nú iðulega og heyrast í fjölmiðlum. Dæmi um þetta er orðalagið „að taka eigið líf“ sem nánast hefur útrýmt ágætum íslenskum orðum um þetta atferli. Þessi til- hneiging til að nota enskt orðalag sýnist mér öllu varasamari en sletturnar, þótt þær séu vissulega orðnar allt of algengar. Varla heyrist viðtal í útvarpi eða sjón- varpi án þess að enskuslettur fylgi. Það þykir „kúl“ eins og stendur (án gæsalappa) í umræddri Morg- unblaðsgrein. Fyrir nokkrum dög- um skrifaði blaðamaður pistil í Morgunblaðið og talaði ítrekað um „intróvertana“ og „extróvertana“ eins og það væru íslensk orð sem allir hlytu að skilja. Erlend heiti eru orðin algengari en íslensk í nöfnum verslana og fyrirtækja. Það er ekki nóg með að nýjum fyrirtækjum séu gefin er- lend nöfn, heldur eru íslensk nöfn látin víkja fyrir erlendum. Dæmi um metnaðarleysi fyrir hönd ís- lenskunnar er nafn flugfélags sem eitt sinn hét Flugleiðir en heitir nú Æslander (ég leyfi mér að skrifa nafnið eftir framburði). Þess er ekki kostur lengur að ferðast til útlanda með flugfélagi sem ber ís- lenskt nafn því að keppinautar Æslander hafa ekki reynst hótinu smekklegri í nafngiftum. Nýjasti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi, og sá sem virðist í örustum vexti, ber ekki íslenskt nafn. Þetta þykir al- þingismönnum sjálfsagt og eðli- legt. Þá eru það mannanöfnin. Nýj- ustu fréttir benda til þess að stjórnvöld vilji leggja manna- nafnanefnd niður. Menn geta rétt ímyndað sér þá holskeflu erlendra nafna og alls kyns ónefna sem þá mun ríða yfir þjóðina. Með aukinni tölvunotkun hefur mjög dregið úr lestri bóka. Það hefur ekki aðeins leitt til minni lestrarkunnáttu heldur einnig til orðfæðar sem þegar er orðin áber- andi. Orð sem áður voru algeng og allir skildu, eru nú óðum að falla í gleymsku. Við það verður íslenskt mál fátækara. Að síðustu vil ég nefna vanda- mál sem litla athygli hefur vakið, en það er skortur á skýrleika í tal- máli. Ungt fólk er farið að tala svo hratt og óskýrt að erfitt getur ver- ið að skilja það. Þetta mun vera vandamál í fleiri löndum; a.m.k. sagði mér maður sem dvalist hefur langdvölum í Danmörku, að mál- færi ungs fólks í Kaupmannahöfn ylli sér vaxandi erfiðleikum. Mér hefur virst að ógreinilegur fram- burður sé sérstaklega áberandi á Reykjavíkursvæðinu. Á lands- byggðinni talar fólk yfirleitt skýr- ara mál, hve lengi sem sú dýrð stendur. Þegar á allt er litið sýnist mér fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af framtíð íslensks máls. Hugleiðingar um málfar Eftir Þorstein Sæmundsson » Þegar á allt er litið er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af framtíð íslensks máls. Þorsteinn Sæmundsson Höfundur er stjörnufræðingur. Við hjónin fórum í bíó um daginn – sem er nú næstum því í frásögur færandi núorðið – að sjá myndina Fúsa. Auglýstur sýningartími var kl. 20 og mættum við laust fyrir þann tíma. Á auglýsingum sýning- artíma, kl. 20, hófust hins vegar auglýsingar, sem stóðu í hálftíma! Mér finnst þetta ekki boðlegt. Eitt er að sýna nokkrar auglýs- ingar, ég get skilið að það þurfti að hafa þær og það getur verið gaman að sjá sýnishorn úr nokkrum myndum, en í heilan hálftíma finnst mér nú ansi mikið – og allt að því dónalegt. Mér finnst þetta ekki boðlegt. Myndin Fúsi, loksins þegar hún byrjaði, var hins vegar frábær. Húsmóðir í Vesturbænum. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Dónalega langar auglýsingar Frábær Kvikmyndin Fúsi var frá- bær en bíógesti fannst auglýsing- arnar vera of langar. SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 02.04.15 - 08.04.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Afturgangan Jo Nesbø Dansað við björninn Roslund & Thunberg Britt - Marie var hér Fredrik Backman Haugbúi Johan Theorin Vertu Úlfur Héðinn Unnsteinsson Krabbaveislan Hlynur Níels Grímsson Gleymdu stúlkurnar Sara Blædel Viðrini veit ég mig vera Óttar Guðmundsson Syndlaus Viveca Sten Eiturbyrlarinn ljúfi Arto Passilinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.