Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015 Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ellefu íslensk fyrirtæki á sviði jarð- varma sækja alheimsráðstefnu greinarinnar, World Geothermal Congress, í Melbourne í Ástralíu dagana 19.-24. apríl næstkomandi. Búist er við að um 100 manns frá Íslandi sæki ráðstefnuna og sýn- ingu sem haldin verður samhliða, að sögn Berglindar Steindórsdótt- ur, sýningarstjóra hjá Íslandsstofu. Ráðstefnan er sú stærsta á sviði jarðvarma í heiminum og er haldin á fimm ára fresti. Hún er m.a. sótt af jarðhitasérfræðingum, vísinda- mönnum, tæknifræðingum og for- ystumönnum á sviði orkumála víða að úr heiminum. Íslendingar taka mjög virkan þátt í sjálfri ráðstefn- unni og halda yfir 80 fyrirlestra og erindi um tækni- og vísindarann- sóknir í jarðhita. Ráðherra tekur við keflinu Reiknað er með að um 3.000 manns sæki þingið í Melbourne og tekur hún til allra þátta greinarinn- ar. Síðasta ráðstefna var haldin á Balí á Indónesíu, en þar áður í Tyrklandi og Japan. Á síðasta ári var tilkynnt að næsta heimsráðstefna yrði haldin á Íslandi í fyrsta skipti og tekur Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnað- arráðherra formlega við keflinu í Melbourne. Það var íslenski jarð- varmaklasinn, samtök stofnana og fyrirtækja í greininni, sem form- lega stóð að umsókninni. Berglind segist fastlega gera ráð fyrir að svipaður fjöldi eða jafnvel enn fleiri sæki Ísland heim af þessu tilefni vorið 2020. „Ísland er vel þekkt í þessari grein og nýtur virð- ingar, auk þess sem Ísland er vin- sælt ferðamannaland um þessar mundir þannig að ég hef trú á að fjöldinn verði ekki minni á ráðstefn- unni hér heldur en í Melbourne,“ segir Berglind. Sameiginlegur þjóðarbás Fyrirtækin sem taka þátt í ráð- stefnunni í Melbourne eru Efla, Encora, Iceland Geothermal, Ís- lenski orkuháskólinn, Ísor, Jarðbor- anir, Landsvirkjun, Mannvit, Orku- stofnun, Verkís og ThinkGeoEn- ergy. Samhliða ráðstefnunni er haldin sýning þar sem fyrirtækin munu kynna þá þjónustu og vörur sem þau hafa upp á að bjóða í greininni á sameiginlegum íslenskum þjóð- arbás, sem Íslandsstofa heldur utan um. Um 100 manns sækja heimsþing jarðvarmans Morgunblaðið/RAX Hellisheiðarvirkjun Íslendingar flytja um 80 erindi á ráðstefnu sérfræðinga um jarðvarma á ráðstefnu í Melbourne.  Ellefu íslensk fyrirtæki eiga fulltrúa á ráðstefnu í Melbourne í Ástralíu  Næsta heimsráðstefna haldin hér eftir fimm ár  Búist við um eða yfir þrjú þúsund gestum Fyrir Alþingi liggur frumvarp um breytingu á efnalögum, sem m.a. tekur til gufugleypibúnaðar á bens- ínstöðvum. Tekur frumvarpið á öðru þeirra dómsmála sem Eftirlitsstofn- un EFTA (ESA) hyggst höfða gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum sökum þess að stjórnvöld hafa ekki innleitt reglur Evrópska efnahags- svæðisins á réttum tíma. Fram kemur í frumvarpinu að því er ætlað að innleiða tilskipun Evr- ópuþingsins og ráðsins frá árinu 2009 þar sem gerð er krafa um gufu- gleypibúnað á bensínstöðvum. Hlut- verk gufugleypibúnaðar er að koma í veg fyrir að losun á rokgjörnum líf- rænum efnum frá íblönduðu elds- neyti hafi skaðleg áhrif á heilsu fólks. Í tilskipuninni er mælt fyrir um að slíka gufugleypa skuli setja upp á nýjum bensínstöðvum og bens- ínstöðvum sem undirgangast meiri háttar endurnýjun þar sem árleg bensínsala er meiri en 500 þúsund lítrar, eða í þeim tilvikum þegar bensínstöð er staðsett undir íbúðar- húsnæði eða vinnusvæði en í slíkum tilvikum er viðmiðið meira en 100 þúsund lítrar á ári. Þá skal setja upp gufugleypa á öllum bensínstöðvum þar sem árleg bensínsala nemur meira en 3 milljónum lítra á ári. Í mati á áhrifum í frumvarpinu segir að skylda uppsetningar gufu- gleypa verða frekar takmörkuð hér- lendis þar sem árleg sala bensíns á stórum hluta bensínstöðva hérlendis nær ekki 500 þúsund lítrum á ári. Hafa þegar sett upp búnað Fjórar bensínstöðvar selja meira en 3 milljónir lítra af bensíni á ári og þær hafa þegar sett upp nauðsyn- legan búnað eða eru rétt í þann mund að ljúka uppsetningu. Á 103 bensínstöðvum verður einungis skylt að setja upp gufugleypa ef þær und- irgangast meiri háttar endurnýjun eða nýjar stöðvar verða byggðar. Þá er ein bensínstöð á Íslandi undir íbúðarhúsnæði og er talið ólíklegt að fleiri slíkar stöðvar verði reistar. vidar@mbl.is Frumvarp þegar fyrir Alþingi  Tekur á öðru dómsmáli ESA Morgunblaðið/Ásdís Bensín Frumvarp liggur fyrir Al- þingi um innleiðingu tilskipunar. Yfir 30 íslensk fyrirtæki kynna vöru sína og þjónustu á sjávar- útvegssýningunni í Brussel 21.-23. apríl. Talsverð umsvif tengjast sýningunni af hálfu sýnenda, en ekki síður má reikna með að fjöl- margir áhrifamenn í íslenskum sjávarútvegi sæki Brussel heim þessa daga. Flest verða íslensku fyrirtækin undir hatti íslenska þjóðarbássins sem Íslandsstofa skipuleggur. Sýningin í Brussel er tvískipt og verður þetta í 23. sinn sem ís- lenskir þjóðarbásar eru skipulagð- ir í Brussel. Nokkur stærri fyrir- tækjanna og þau sem telja má alþjóðleg verða þó með eigin bása á sýningunni, sem er sú stærsta á sviði sjávarútvegs í heiminum. Fyr- ir löngu er uppselt í sýningarpláss í Brussel. Tæplega 20 íslensk fyrirtæki tóku þátt í sjávarútvegssýningunni í Boston í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Yfir 30 íslensk fyrirtæki STÆRSTA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN HALDIN Í BRUSSEL Sex íslensk skip eru nú í færeyskri lögsögu og bíða þess að kolmunninn gefi sig suður af Færeyjum og veður lagist. Skipin héldu til hafnar í gær og þess er að vart vænta að gott veiði- veður verði fyrr en á sunnudag. „Það er ekkert að frétta,“ sagði skipstjóri sem rætt var við í gær. Fram eftir mars veiddist vel af kol- munna á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi, en þá voru íslensku skipin á fullum krafti á loðnuvertíð. Þar voru m.a. rússnesk og norsk skip, en nú hefur kolmunninn fært sig norðar í ætisgöngu sinni og veiði hefur síð- ustu daga verið í lögsögu ESB. Enn hafa þó litlar fregnir borist af kol- munna í færeyskri lögsögu, að því undanskildu að Rússar hafa veitt smáan kolmunna þar síðustu daga. Búið að veiða 20 þúsund tonn Aflamark íslenskra skipa í kol- munna í ár er rúmlega 192 þúsund tonn og er búið að veiða um 20 þús- und tonn. Þar af hafa Hoffell SU 80 og Jón Kjartansson SU111 komið með um 4.600 tonn að landi hvort skip. Auk þessara tveggja skipa eru Beitir NK, Börkur NK, Vilhelm Þorsteinsson EA og Aðalsteinn Jóns- son SU byrjuð á kolmunnaveiðum. Fleiri eru í startholunum, t.d. Hákon ÞH, Birtingur NK og Grandaskipin þrjú; Faxi, Lundey og Ingunn. Að há- marki mega tólf íslensk veiðiskip stunda veiðar á kolmunna samtímis innan færeyskrar lögsögu. Fram kemur á heimasíðu Síldar- vinnslunnar að rúmlega 4.000 tonnum af kolmunna var landað í Neskaup- stað fyrir páska. Efast um að kvótinn náist Samkomulag náðist ekki meðal strandþjóða um skiptingu kolmunna- kvóta ársins og juku Norðmenn kvóta sína verulega frá síðasta ári. Í Fisk- aren komu nýlega fram efasemdir um að nokkrar norsku útgerðanna næðu kvótum sínum í ár þrátt fyrir að vel hefði veiðst undanfarið. aij@mbl.is Bíða afla- frétta og veðurs  Enn lítið af kol- munna við Færeyjar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.