Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 0. A P R Í L 2 0 1 5
Stofnað 1913 83. tölublað 103. árgangur
HÁTÍÐ SEM EIN-
BLÍNIR EINGÖNGU
Á MYNDLIST ORÐALEIKARNIR
GUÐNI HLAUT
BÓKMENNTA-
VERÐLAUN IBBY
VEKJA ÁHUGA KRAKKA Á LESTRI 10 MIKILVÆGAST AÐ VANDA SIG 39SEQUENCES 38
Malín Brand
malin@mbl.is
Íslenska landnámshænan nýtur
mikilla vinsælda í Vesturheimi og
þykir einstök í alla staði. Ræktendur
leggja mikið upp úr að halda stofn-
inum hreinum og reynt er að koma í
veg fyrir hvers kyns blöndun við
aðra stofna. Í kjölfar greina sem
birst hafa um hænurnar í tímaritum
ytra er eftirspurnin orðin slík að
sumir ræktendur vita ekki sitt rjúk-
andi ráð og víða eru biðlistar til árs-
ins 2017.
Er hænunum lýst sem ákaflega
geðgóðum, klókum og forvitnum auk
þess sem í þeim er sögð vera seigla
sem minni helst á hina norrænu vík-
inga. Enda gengur landnámshænan
þar gjarnan undir nafninu „Viking
Chicken“. Ljóst þykir að stofninn
muni eflast til muna vestanhafs með
þessu áframhaldi. » 4
Landnámshænan heillar vestra
Anna ekki eftirspurn í Bandaríkjunum
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hænuungar Ungarnir eru sætir hnoðrar sem gleðja alla sem sjá.
„Það var fín stemning og samstaða á fundinum,“
sagði Páll Halldórsson, formaður BHM, að loknum
samstöðufundi BHM-félaga sem haldinn var á Lækj-
artorgi í gær. Þaðan gekk hópurinn fylktu liði að
efnahags- og fjármálaráðuneytinu þar sem afhent
var áskorun til ráðherra.
Morgunblaðið/Golli
Vilja að menntun verði metin til launa
2.300 BHM-félagar lögðu niður störf um hádegisbil í gær
Meiri harka færist jafnt og þétt í verkfalls-
aðgerðir stéttarfélaganna í kjaraviðræðum
þeirra við ríkið. Rúmlega 2.300 félagsmenn
Bandalags háskólamanna (BHM) lögðu nið-
ur störf í gær. Eftir hádegið voru því rúm-
lega 3.000 BHM-félagar ekki við vinnu.
Vinnustöðvunin
hefur áhrif víða í
samfélaginu, m.a. á
ýmsa stoð- og fé-
lagsþjónustu.
Á sama tíma
boðar Starfs-
greinasambandið
(SGS) atkvæða-
greiðslu um víð-
tækari verkfalls-
aðgerðir sem
bresta munu á í lok
apríl og í maí, náist
samningar ekki
fyrir þann tíma.
Ástæðuna segir
SGS vera tilraunir
SA til að tefja fyrir
atkvæðagreiðsl-
unni. Um er að
ræða allsherjar-
verkfall sem næði til tíu þúsund félags-
manna SGS.
Á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness,
aðildarfélags SGS, kemur fram í tilkynn-
ingu að þar sé undirbúningur hafinn fyrir
„grjóthart verkfall“. Sjóðir þeirra standi vel
og fyrir liggi að félagið muni geta haldið
sínum félagsmönnum í verkfalli í rúman
mánuð.
Að sögn Páls Halldórssonar, formanns
BHM, er fyrst og fremst farið fram á það að
menntun verði metin til launa.
„Hvað við komumst svo langt í því í þess-
ari atrennu er erfitt að segja. Ég á ekkert
endilega von á að hægt verði að leysa þetta
í einum kjarasamningi,“ segir Páll og að-
spurður útilokar hann ekki gerð skamm-
tímasamnings. „Það gæti verið tiltekin
lausn.“ BHM hefur miðað kröfugerð sína
við að samið verði til 2-3 ára.
Harkan
eykst í
deilunum
BHM útilokar ekki
skammtímasamning
Aðgerðir
» 17 félög í BHM
voru í verkfalli
eftir hádegi í
gær. Sex BHM-
félög eru nú í
ótímabundnu
verkfalli.
» 16 félög
Starfsgreina-
sambandsins
skipuleggja að-
gerðir, 30. apríl,
7., 19. og 20. maí
og ótímabundið
verkfall 26. maí.
MSkoruðu á ríkið að semja »6
Borgarráð Reykjavíkur sam-
þykkti í gær verkefnislýsingu
vegna undirbúnings að nýjum
kirkjugarði við Úlfarsfell.
Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri
Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts-
dæma, sagði þetta þýða að hægt
verði að skipuleggja flutning jarð-
vegs á svæðið. Landfyllingin þarf
að ná réttri hæð svo hægt verði að
byrja að móta garðinn. Rætt hefur
verið um að nota m.a. jarðveg frá
Hlíðarendasvæðinu til fyllingar.
Teikningar að nýja garðinum eru
fyrirliggjandi. Hann á að verða
hringlaga og verður byrjað að
jarða innst í hringnum. Undirbún-
ingur tekur 6-8 ár en græða þarf
upp landið, leggja stíga o.fl. Gert er
ráð fyrir að í garðinum rúmist alls
20-22 þúsund grafreitir. »22
Nýr kirkjugarður
líklega við Úlfarsfell
Úlfarsfell Undirbúningur tekur 6-8 ár.
Takmarkanir
sem ófullnægj-
andi meginflutn-
ingskerfi raf-
orku setja stuðla
að orkusóun. Á
vorfundi Lands-
nets í gær kom
fram að áætlað
fjárhagslegt tap
þjóðarinnar
hlypi á 3-10 millj-
örðum árlega og færi vaxandi. Með
því að tengja saman raforkukerfi
landsins mætti nýta virkjanir betur
og spara orku sem jafngildir einni
meðalstórri virkjun. »12
Orkutap kostar 3-10
milljarða króna á ári
Raforka Loftlínur
eru umdeildar.