Reykjalundur - 01.06.1958, Qupperneq 10
Hljómsveit urulir stjórn Carls
Iiillich leikur vitf setningu
II. þingsins.
A veggnum á hak við er stórt
málverk, sem Veturliði Gunnarsson
listmálari gaf Reykjalundi i
fyrra.
í sveitum og árabátar í verstöðvum, þegar
íslenzka þjóðin bæld og magnstola aí margra
alda kúgun og harðrétti tók að nudda stír-
urnar úr augum sér. Verkefni þjóðviðreisn-
arinnar voru öll gersamlega óleyst og öll í
vonum. Þá risu upp fylkingar hugsjóna-
manna, sem tóku sér kjörorð og lausnarorð,
eygðu fjarlæg markmið, réðust til sóknar á
ægilegar torfærur, lögðu nótt með degi og
ruddu öld nýrrar viðreisnar og þjóðmenning-
ar braut í allar áttir. Þá var fyrst spurt um
afrek, síðan um laun. Þá brann eldur hug-
sjóna og stórra áforma í mörgum hjörtum
og augu manna blikuðu af vonbirtu rísandi
aldar. — Hugsjónavakning síðustu áratuga
19. aldar og fyrstu hinnar 20, er glæsilegasta
tímaskeið íslenzku þjóðarinnar, tímaskeið
sársaukans yfir glataðri reisn, vonbjartra
hugsjóna, stórra áforma, mikilla afreka. —
Og kynslóðin, sem óx upp í þessa baráttu,
reyndist vel þess vaxin, að taka til höndun-
um og sigra alla erfiðleika. — Okkur, hinum
gömlu mönnum, sem þekktum skort, fátækt
og seinunna baráttu, þykir stundum, sem við-
reisn lands okkar hafi gerst með helzti skjót-
um atburðum og að yngsta kynslóðin hafi
með of snöggum hætti slitnað úr tengslum
við arfleifð þjáninganna, að sú breyting sé
á orðin, að nú sé fyrst spurt vun laun, síðan
um afrek og eldur hugsjónamanna 19. aldar
sé fallinn í fölskva.
Þetta hefi ég talað til ykkar, kæru félags-
systkini, á þessum tímamótum í aldursskeiði
ykkar og starfsákvarðana, af því að þið hafið
í starfi ykkar og stefnumiðum varðveitt hug-
sjónaeld 19. aldar og valið ykkur lausnarorð,
sem ekki fyrnist né deyr.
Sjúkir menn, öryrkjar og lítilmagnar verða
ávalt til, meðan mennimir heyja misfella-
sama lífsbaráttu frá vöggu til grafar. Fyrir
því verður þetta lausnarorð eilíft í sögu þjóð-
arinnar, eilíft í starfi samtakanna. Þetta þing
hefir með sérstakri samþykkt gefið þessu
lausnarorði sterkari hljóm og fyllra gildi og
ákveðið að armur samtakanna skuH ná, ekki
til berklasjúklinga einvörðungu, heldur og til
allra manna, sem af veikum kröftum berjast
til sjálfsbjargar.
Guð gefi þessu orði sigur. Guð blessi sam-
tök okkar og veiti þeim bjarta og dáðríka
framtíð.
Jónas Þorbergsson.
☆
Sannleikurinn verður ekki sannaður með neinum
raeirihluta. (Zwingli).
8
Reykjalundur