Reykjalundur - 01.06.1958, Síða 21

Reykjalundur - 01.06.1958, Síða 21
Þórður Benediktsson sextugur Þórður Benediktsson forseti S.Í.B.S og framkvæmdastjóri Vöruhappdrættis S.Í.B.S. varð sextugur 10. marz s.l. Þórður hefur lagt gjörva hönd á margt um dagana, í sveit og við sjó, í borg og í bæ. M. a. hefur hann átt sæti í bæjarstjórn Vestm.eyja og á Alþingi. Ekki urðu þó stjórnmálin lífs- starf Þórðar eða köllun. Árið 1943 varð Þórður að hverfa af Al- þingi, eftir skamma setu þar, og lagðist á Vífilsstaðahæli vegna berklaveiki. Má með sanni segja, að þá hafi örlög hans verið ráð- in. Þeir, sem þekkja Þórð Benediktsson, vita hversu brennandi hugsjónamaður hann er, en um leið maður framkvæmda, gæddur bjart- sýni og trú á sigur góðs málstaðar. Ekki hafði Þórður lengi legið á Vífilsstöðum, þeg- ar hann hafði fyllst logandi eldmóði fyrir framgangi Sambands íslenzkra berklasjúk- linga og gert málstað þess að sínum. Og þá þegar, meðan hann var sjúkur, vann hann margt og mikið í þágu sambandsins. — Einn- ig var hann lífið og sálin í félagsstörfum sjúklinga á staðnum. Eftir að Þórður komst til heilsu aftur gerð- ist hann starfsmaður sambandsins og hvíldu brátt á honum mikil störf við umfangsmiklar fjársafnanir og uppbyggingu samtakanna og Reykjalundar. Þórður var kosinn í sambandsstjórn 1944 og hefur verið í henni síðan, lengst af vara- forseti. Forseti sambandsins hefur hann verið síðan 1956. Frá stofnun Vöruhappdrættis S.Í.B.S. hef- ur Þórður verið framkvæmdastjóri þess og átt höfuðþáttinn í skipulagningu þess og framgangi. Störf Þórðar Benediktssonar í þágu ís- lenzkra berklasjúklinga — og um leið al- þjóðar, verða vart metin sem vert væri. Samband íslenzkra berklasjúklinga og árs- rit þess, Reykjalundur, óska þess af heilum hug, að Þórðar megi lengi enn njóta við, til ötulla starfa fyrir gott málefni — því að enn eru næg verkefni fyrir höndum, þótt vel hafi verið unnið og drjúgt hafi miðað að loka- markinu. Heill Þórði Benediktssyni sextugum! Á. G. þings S.Í.B.S. og endurskoðast þá í Ijósi feng- innar reynslu.“ (Tillaga þessi er háð samþykki heilbrigðis- yfirvaldanna). III. „11. þing S.Í.B.S. vill beina þeim ákveðnu tilmælum til heilbrigðismálastjórnarinnar að fresta um sinn þeim ráðstöfunum að leggja Kristneshæli niður sem heilsuhæli fyrir berklasjúkt fólk. Lítur þingið svo á, að með þeim aðgerðum væri of fljótt slakað á þeim vörnum, sem komið hefur verið upp gegn berklaveikinni á íslandi." Sjúklingafjöldi á Heilsuhælunum Á Vífilsstöðum voru: í ársbyrjun 1954: 180 Á árinu komu: 162 — 1955: 143 — — 170 — 1956: 130 — — 147 — 1957: 104 — — 134 — 1958: 82 Á Kristnesi voru: í ársbyrjun 1954: 71 Á árinu komu: 39 — 1955: 58 — — 29 — 1956: 50 — — 30 — 1957: 53 — — 44 Reykjalundur 19

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.