Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 27

Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 27
Sú nýbreytni var upp tekin á árinu, að boðið var að Reykjalundi milli 10 og 20 félög- um til vikudvalar, meðan á sumarfríi vist- manna stóð. Var þeim kynnt starfsemi V. A. R. og S.Í.B.S. Voru nokkur fræðsluerindi flutt um starfsemi sambandsins. Var þetta gert í samræmi við samþykkt síðasta þings S. Í.B.S. ☆ Þorgeir Guðnason lézt 1. janúar. Hann var lengi áhugasamur félagi og starfaði mikið að félagsmálum sjúklinga bæði á Vífilsstöðum og Reykjalundi, sat m. a. í stjórnum deild- anna. Halldór Kjartansson dó 21. maí að Vífils- stöðum. Hann var einn af stofnendum S. I. B. S. og átti sæti á nokkrum þingum sam- bandsins. Þann 17. ágúst andaðist að Vejlefjord Sanatorium í Danmörku Stella Arnadóttir frá Isafirði. Hún var um skeið formaður Sjálfsvarnar á Vífilsstöðum og sat á þingum S. í. B. S. Asberg Jóhannesson lézt á Landspítalanum 13. september. Ásberg var einn af hvata- mönnum að stofnun S. I. B. S., var kjörinn í fyrstu stjórn sambandsins og átti sæti í stjórninni til dánardags. Gjaldkeri Reykja- lundar var hann frá stofnun vinnuheimilis- ins. Ásberg vann fjölmörg önnur störf fyrir sambandið og var jafnan áhugasamur og til- lögugóður í hverju máli. ☆ Árni Einarsson og Þórður Benediktsson sátu stjórnarfund D. N. T. C., sem haldinn var í Helsinki 11. og 12. júní. ☆ 16. júlí var haldinn tvöhundruðasti fundur sambandsst j órnar. ■ír Maríus Helgason ferðaðist um Skagafjarð- ar- Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslu, sem er- indreki sambandsins. ■ir Allt fé innkomið fyrir seld minningar- spjöld S.Í.B.S. veitt til Hlífarsjóðs, samkv. samþykkt 9. þings sambandsins. ☆ Aukið fjármagn lagt til lánasjóðs S. I. B. S. Merki Berklavarnadagsins, hækkað úr 5 kr. í 10 kr. Merkjasalan jafnframt gjörð að happdrætti. Vinningar voru 300 og aðalvinn- ingur fjögra manna bifreið. ☆ Tekjur af berklavarnardegi ársins kr. 354.- 435.00 nettó, og er það mesti hagnaður, sem náðst hefir fram til þessa árs. ☆ Vistmenn að Reykjalundi voru 83 í árs- byrjun, 46 komu á árinu og 46 fóru, þar af 35 til vinnu, en 11 á önnur hæli eða sjúkra- hús. Vistmenn í árslok 83. ☆ Hreinar tekjur á rekstrarreikningi S.Í.- B.S. námu á árinu kr. 2.017.569.00. Fjárfest- ing í Reykjalund kr. 2.549.449.00. 1956: Plastvélin mikla var tekin í notkun laust eftir áramótin og komu fyrstu búsáhöldin á markaðinn snemma árs, að allra dómi glæsi- leg vara og stórum ódýrari en samskonar vara erlend. ☆ 16. jan.: Oddur Ólafsson og Kjartan Guðnason kjörnir fulltrúar S.Í.B.S. í stjóm D. N. T. C. ☆ Fullgert og tekið í notkun íbúðarhús fyrir verkstjóra í vinnustofum S.Í.B.S. í Kristnesi. ☆ Þann 12. apríl heimsóttu dönsku konungs- hjónin, Friðrik 9. og Ingrid drottning, Reykjalund, ásamt forseta íslands og frú hans og fylgdarliði þeirra þjóðhöfðingjanna. Létu hinir tignu gestir mörg hlýleg viður- kenningarorð falla um Reykjalund og starf- semi S.Í.B.S. — Við þetta tækifæri sæmdi Friðrik konungur Odd Ólafsson yfirlækni riddarakrossi Dannebrogsorðunnar og forseti íslands sæmdi fröken Valgerði Helgadóttur yfirhjúkrunarkonu heiðurspeningi sínum. ☆ Ólafur Jóhannesson fór sem erindreki sam- bandsins um Norðurland austan Akureyrar og þaðan um Austfirði. Guðm. Löve ferðað- ist um Dalasýslu og Vestfirði alla. Reykjalundur 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.