Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 27
Sú nýbreytni var upp tekin á árinu, að
boðið var að Reykjalundi milli 10 og 20 félög-
um til vikudvalar, meðan á sumarfríi vist-
manna stóð. Var þeim kynnt starfsemi V. A.
R. og S.Í.B.S. Voru nokkur fræðsluerindi
flutt um starfsemi sambandsins. Var þetta
gert í samræmi við samþykkt síðasta þings
S. Í.B.S.
☆
Þorgeir Guðnason lézt 1. janúar. Hann var
lengi áhugasamur félagi og starfaði mikið að
félagsmálum sjúklinga bæði á Vífilsstöðum
og Reykjalundi, sat m. a. í stjórnum deild-
anna.
Halldór Kjartansson dó 21. maí að Vífils-
stöðum. Hann var einn af stofnendum S. I.
B. S. og átti sæti á nokkrum þingum sam-
bandsins.
Þann 17. ágúst andaðist að Vejlefjord
Sanatorium í Danmörku Stella Arnadóttir
frá Isafirði. Hún var um skeið formaður
Sjálfsvarnar á Vífilsstöðum og sat á þingum
S. í. B. S.
Asberg Jóhannesson lézt á Landspítalanum
13. september. Ásberg var einn af hvata-
mönnum að stofnun S. I. B. S., var kjörinn í
fyrstu stjórn sambandsins og átti sæti í
stjórninni til dánardags. Gjaldkeri Reykja-
lundar var hann frá stofnun vinnuheimilis-
ins. Ásberg vann fjölmörg önnur störf fyrir
sambandið og var jafnan áhugasamur og til-
lögugóður í hverju máli.
☆
Árni Einarsson og Þórður Benediktsson
sátu stjórnarfund D. N. T. C., sem haldinn
var í Helsinki 11. og 12. júní.
☆
16. júlí var haldinn tvöhundruðasti fundur
sambandsst j órnar.
■ír
Maríus Helgason ferðaðist um Skagafjarð-
ar- Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslu, sem er-
indreki sambandsins.
■ir
Allt fé innkomið fyrir seld minningar-
spjöld S.Í.B.S. veitt til Hlífarsjóðs, samkv.
samþykkt 9. þings sambandsins.
☆
Aukið fjármagn lagt til lánasjóðs S. I. B. S.
Merki Berklavarnadagsins, hækkað úr 5
kr. í 10 kr. Merkjasalan jafnframt gjörð að
happdrætti. Vinningar voru 300 og aðalvinn-
ingur fjögra manna bifreið.
☆
Tekjur af berklavarnardegi ársins kr. 354.-
435.00 nettó, og er það mesti hagnaður, sem
náðst hefir fram til þessa árs.
☆
Vistmenn að Reykjalundi voru 83 í árs-
byrjun, 46 komu á árinu og 46 fóru, þar af
35 til vinnu, en 11 á önnur hæli eða sjúkra-
hús. Vistmenn í árslok 83.
☆
Hreinar tekjur á rekstrarreikningi S.Í.-
B.S. námu á árinu kr. 2.017.569.00. Fjárfest-
ing í Reykjalund kr. 2.549.449.00.
1956:
Plastvélin mikla var tekin í notkun laust
eftir áramótin og komu fyrstu búsáhöldin á
markaðinn snemma árs, að allra dómi glæsi-
leg vara og stórum ódýrari en samskonar
vara erlend.
☆
16. jan.: Oddur Ólafsson og Kjartan
Guðnason kjörnir fulltrúar S.Í.B.S. í stjóm
D. N. T. C.
☆
Fullgert og tekið í notkun íbúðarhús fyrir
verkstjóra í vinnustofum S.Í.B.S. í Kristnesi.
☆
Þann 12. apríl heimsóttu dönsku konungs-
hjónin, Friðrik 9. og Ingrid drottning,
Reykjalund, ásamt forseta íslands og frú
hans og fylgdarliði þeirra þjóðhöfðingjanna.
Létu hinir tignu gestir mörg hlýleg viður-
kenningarorð falla um Reykjalund og starf-
semi S.Í.B.S. — Við þetta tækifæri sæmdi
Friðrik konungur Odd Ólafsson yfirlækni
riddarakrossi Dannebrogsorðunnar og forseti
íslands sæmdi fröken Valgerði Helgadóttur
yfirhjúkrunarkonu heiðurspeningi sínum.
☆
Ólafur Jóhannesson fór sem erindreki sam-
bandsins um Norðurland austan Akureyrar
og þaðan um Austfirði. Guðm. Löve ferðað-
ist um Dalasýslu og Vestfirði alla.
Reykjalundur
25