Reykjalundur - 01.06.1958, Qupperneq 32

Reykjalundur - 01.06.1958, Qupperneq 32
þær eru í höndum opinberra aðila nema hjá okkur og í Finnlandi. Mjög hefir verið rætt um, hvaða leiðir væru beztar til að þjálfa öryrkja til starfa við þeirra hæfi, og um rekstur vinnustofnana ör- yrkja. M. a. hefir sænska þingið mjög látið þessi mál til sín taka, og kosið sérstaka þingnefnd til rannsókna á, hvernig þessum málum væri bezt borgið. Niðurstaða þeirrar nefndar var gleðileg fyrir okkur, þar eð hún taldi hentugast, að saman færi í einni stofnun vinnuþjálfun og öryrkjavinnustofa, með svipuðu sniði og á sér stað með rekstri vinnuheimilis okkar að Reykjalundi. Sérstök vinnumiðlun fyrir öryrkja er alls- staðar nema hér talin jafnsjálfsögð og vinnu- miðlun fyrir hina fullhraustu. Þegar talað er um öryrkja, er átt við fólk, sem einhverra veikinda vegna, hefir skerta starfsorku til allra almennra starfa, þótt vit- að sé, að það sé fært til að leysa ýms störf og þjónustu af höndum jafn vel og hinir full- hraustu, aðeins ef því er leiðbeint og það að- stoðað við að fá störf við sitt hæfi. Hér á landi höfum við því miður enga sér- staka vinnumiðlun fyrir öryrkja, nema ef telja skyldi hinn litla vísi til vinnuútvegun- ar sem S. í. B. S. stendur fyrir vegna skjól- stæðinga sinna, berklasjúklinganna, til slíkr- ar starfsemi. Vandamál okkar er að eignast fyrstu vinnumiðlunarskrifstofuna fyrir öryrkja, en hinna Norðurlandanna að eignast fleiri. Félagsmálaráðgjafar, er starfsheiti sem við þekkjum lítt til hér á landi, en á hinum Norðurlöndunum eru störf slíkra ráðgjafa talin hin nauðsynlegustu til leiðbeininga og ýmiskonar fyrirgreiðslu fyrir öryrkja. Starfssvið þessara ráðgjafa eru allvíðtæk og eru þeir staðsettir í flestum bæjum og við mörg sjúkrahús og hæli. Á stærstu hælunum eru jafnvel tveir fastráðnir starfsmenn, karl og kona, sem hafa aðeins þessu hlutverki að gegna, að vera ráðgefandi í öllum vandamál- um sjúklingsins, nema lækningu meinsins sem er orsök hælis eða sjúkrahússvistarinn- ar, og í mörgum tilfellum er það álit lækna, 30 Gunnlaugur Halldórsson arkilekt flytur ávarp. að slík þjónusta flýti fyrir bata hins sjúka. Þótt ótrúlegt sé getur útskrift af hæli eða sjúkrahúsi verið kvíðvænleg fyrir sjómann- inn eðar verkamanninn, sem veit að hann getur ekki og má ekki taka upp sín fyrri störf vegna hættunnar á því að veikin taki sig upp á ný. Fyrir hina berklasjúku höfum við Reykjalund, en hvað um alla aðra sem veikjast og geta ekki horfið til sinna fyrri starfa, vegna þess að starfsorkan hefir skerzt? Á Norðurlöndunum er það félags- málafulltrúanna að svara þessari spurningu, og við skulum vona, að ekki líði á löngu þar til við höfum einnig eignast okkar ráðgjafa hinum sjúku og vanheilu til aðstoðar og ráð- legginga. I umræðunum, sem fram fóru á stjórnar- fundinum, um störf félagsmálaráðgjafanna, kom fram að nokkuð er á reiki með undir- búningsmenntun þeirra til þessara starfa og mismunandi í löndunum. Var það einróma á- ]it þeirra, er til þekktu, að nauðsynlegt væri Reykjalundijr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.