Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 36

Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 36
Brostnir hlekkir Olafur A. Björnsson F. 13. apríl 1912. — D. 22. febr. 1958. Ólafur Björnsson, stjórnarformaður Vinnu- heimilis S.I.B.S. að Reykjalundi var meðal frumherja sambandsins og ávallt síðan í flokki atkvæðamestu forustumanna þeirra samtaka. Kjörinn var hann í sambandsstjórn á öðru þingi þess 1940 og átti þar sæti unz hann varð að leita sér lækninga erlendis. Við heim- komuna hlaut hann sæti formanns í stjórn Vinnuheimilisins að Reykjalundi og gegndi því starfi til dánardags, auk margra annarra trúnaðarstarfa fyrir samtökin. Hann var fyrsti formaður Berklavarnar í Reykjavík. Ólafur var jafnan með í ráðum um allar meiri háttar framkvæmdir og ákvarðanir, sem samband okkar tók og voru ráð hans mikils metin sem vænta mátti, enda var mað- urinn fjölgáfaður, menntaður, röggsamur og umfram allt góður maður og ráðhollur, 34 Frá tvítugsaldri átti hann við þungt sjúk- dómsstríð að etja og bar mótlæti sitt af sannri hetjulund. Svo vel leyndi hann þjáningum sínum að aðeins fáir vissu hið sanna um heilsufar hans. Þótt Ólafur gengi aldrei heill til starfa. lá mikið ævistarf eftir hann. Umfangsmiklum trúnaðarstörfum gegndi hann um langt skeið fyrir eitt af mestu verzlunarfyrirtækj- um Reykjavíkur, af slíkri kunnáttu og trú- mennsku, að vandfundinn mun maður í hans stað. Þó mun brautryðjendastarf hans í þágu S.I.B.S. halda nafni hans lengst á lofti. Víst er um það, að meðan gerðabók sambandsins varðveitist, eða saga þess finnst í prentuð- um bókum, mun minning hans lifa, sem lýs- andi tákn þess hve miklu góðu ein heilbrigð sál og sterkur vilji geta áorkað, þótt sjúkdóm- ar herji stanzlaust á líkamann og skilji eftir sár við sár, þar til yfir lýkur. Samband okkar mun lengi búa að starfi hans og uppskera ávexti, sem hann hefir sáð til og njóta þeirra. Ólafur var meðalmaður að vexti og fríð- ur sýnum. Virðulegur var hann í fasi, þegar það hæfði vel, annars léttur í viðmóti og manna glaðastur í vinahóp og er slíkt fágætt um menn, sem af vanheilsu þjást. Ólafur dó að Reykjalundi, meðal vina sinna og samstarfsmanna, einmitt á þeim stað, er árangurinn af starfi hans blasti við alþjóð. Samband ísl. berklasjúklinga vottar Ólafi Björnssyni alúðarfyllstu þakkir fyrir 20 ára mikil og heillarík störf í þágu þess. Sam- starfsmenn hans munu geyma minningu hans og þakka það lán að hafa átt svo mætan mann að vini og samherja. Sambandið vottar ekkju Ólafs Björnsson- ar, frú Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, sam- hryggð sína, sendir samúðarkveðjur af hlýj- um bróðurhug. Þ. , Revkjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.