Reykjalundur - 01.06.1958, Qupperneq 42

Reykjalundur - 01.06.1958, Qupperneq 42
Samtímis stungu tveir aðrir aðstoðarmenn, sem voru fyrir utan klefann, höfðum sínum inn í hann, gegn um hinar tvær gúmmílokurnar, til þess að anda að sér loft- inu, sem var inni í klefanum. Nú var einn maður inni i loftslæmum klefanum, og andaði að sér fersku lofti utanfrá, en tveir menn voru fyrir utan hann sem önduðu að sér hinu lamandi lofti, sem var inni í tilraunaklefanum. Þeir tveir, sem önduðu að sér hinu „eitraða" lofti með ríkulegu magni af „Carbondioxidc" urðu ekki fyrir neinum óþægindum eða vanlíðan, en sá, sem andaði að sér hreina loftinu utanfrá, en með iíkainann innilukt- an í hinu raka og heita lofti inni í klefanuin féll í ómegin. Það er kælimállur loftsins í kringum líkama vom, frekar en hreinleiki loftsins í lungunum, sem orsakar svo sorglega atburði sem skeðu í myrkrastofunni í Cal- cutta. Eitt af hinum merkilegustu fyrirbærum, er mátinn, sem mannslikaminn viðheldur liinum jafna hita, 37 st. C., án tillits til hitastigs umhverfisins. Aðeins þegar sjúkdómsbakteríur komast af stað, og eitthvað sérstakt fcr úr lagi innvortis, þá breytir líkaminn frá hinu venjulega hitastigi. En við verðum að athuga lofthita- mælirinn þar sem við búum og vinnum, því að ef ytri hitinn breytist mikið á hvern veg sem er, frá 20 gr. C. þá kemur það af stað þenslu á líkamskerfi þau, sem stjórna innvortis hitastillinum. Við athugun á 5500 skólabörnum, við mismunandi loftskilyrði, þá kom það fram, að þau sem voru í her- bergjum með 15—20 gr. hita, fengu 70% færri kvef, en þau sem voru í upphituðum herbergjum með 20—21 gr. hita. Börnin með færri kveftilfellin voru í kaldari her- bergjum, með venjulegri gluggaloftræsingu. Ástæðan er sú, að loft, sem er yfir 20 gr. dregur úr tilfærslu súrcfnisríks æðablóðs í nefi og hálsi, og minnkar mót- söðu vefjanna gegn kvefi og lúngnabólgu. Við 26 st. hita urðu börnin eirðarlaus, tornæm og ófær til andlegrar áreynslu. Við 24 st. syfjuð, tornæm og léleg við skriftir, en við 21 st. kom í ljós að þau unnu ágætlega, voru hress og kát. En beztur árangur var, þegar liitinn var 20 gr., af því að við það hitastig varð hvorki lieilinn, né önnur liffæri fyrir áreynslu vegna þess að blóðrennslið væri torveldað að mun, til þess að kæla luiðina. Þegar hitinn var lækkaður í 19 gr. var einnig skilað góðri vinnu, en börnin fóru að k\arta um kulda. Við 15 til 16 gr. reyndist vera of kalt til þess að ná góð- um árangvi. Minnstri þreytu við vinnu, veldur svalt loft, ekki kalt. Og minnstrar þreytu verður vart í íbúðum, ef loflið cr svalt. Hitastigið eitt segir ekki til um það livort loftið sé kalt. Ef til vill hafið þér staðið nálægt eða við mið- stöðvarofn, eða hitunarvél, og jafnvel skolfið þrátt fyrir það, að yður fyndist þér vera að sviðna. Hitinn kemur skjótlega af stað útgufun rakans úr húðinni, sem veld- ur kælingu, á sama liátt og lófafylli af benzíni, finnst rnanni kalt af því að það gufar skjótt upp, og lófafylli af ether finnst manni enn kaldara af því að hann guf- ar enn fljótar upp. Raki í inniloftinu hefur áhrif á kælimátt þess, cins og hann einnig hefur í loftslaginu úti, svo að um hið breytilega rakastig er nauðsynlegt að vita, þegar mæla á áhrif og ástand herbergisloftlags- ins í sambandi við þreytu eða vanlíðan. Loft sem cr á hreyfingu er einnig kælandi loft, sem er skýringin á því, af hverju loftviftan er til bóta í sum- arhitanum. Hæfilegur hiti, raki og hreyfing loftsins eru þau hjálparmeðöl í loftinu, sem geta varnað þreytu- tilfinningunni. Loft ætti frekar að vera kalt en heitt, hvorki þurrt né rakt, og frekar á hreyfingu en kyrrt, þó breytilegt við og við. Visindamaður heldur rannsóknarstofu sinni við ca. 18 stig. En cf hann er að glfma við erfið viðfangsefni, þá fer hann oft út að opnum glugga, til þess að hugsa. Þannig minnkar hann hið ytra hitastig í líkama sínum, með köldum loftstraumi, og dregur þar með úr þreyt- unni. Hækki eða lækki hitastigið um ca. 3 gr. þá hjálpar það til þess að fyrirbyggja þreytutilfinninguna. Skrif- stofumenn, sem vinna í herbergi með jöfnum hita, við- höldnum með hitastilli (thermostat), geta hæglega feng- ið hina svokölluðu vorhitasótt og þarfnast því göngu- ferðar úti á eftirmiðdögunum, eða opna nokkra glugga við og við til þess að hressa sig við breytinguna, en það dregur úr þreytunni sem gerir menn syfjaða. Lækkun hitastigs úr 24 í 18 st. minnkar dúnartöluna um 10%“. ☆ EFTIRMÁLI: Þessum atriðum hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Það mætti segja mér, að sumir hafi orðið stöðugir (kroniskir) sjúklingar, vegna síendurtekinna ertinga í slímhúðunum. Enda vitum við það að sumir hafa læknast á skömmum tíma við dvöl í öðru landi, án nokkurra aðgerða, en sem hefðu verið lengri tíma á spítala í sínu eigin landi. Alveg eins og fjöldi hefur læknast á berklahælum hér, án þess að nokkrar aðgerðir hafi verið fram- kvæmdar — aðeins við hvíld frá venjulegum vinnustað og heimili — en með þeirri að- hlynningu og þægindmn sem hælin veita. Að endingu — verið ánægð með veðrið, svo lengi sem þið getið andað því að ykkur. Ól. Þórðar 40 Reykjalunduk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.