Reykjalundur - 01.06.1958, Side 44

Reykjalundur - 01.06.1958, Side 44
Hann kraup á kné og hún rétti honum aðra hönd sina bar sigur af hólmi, tók John í hönd hans og óskaði honum hjartanlega til hamingju — það mátti hann eiga. Eftir vígsluna fór Helena upp á loft til þess að láta á sig hatt. Hún var í ferðafötum, því þau Frank ætluðu strax til Point Comfort og vera þar um kyrrt í vikutíma. Niðri beið hávær gestaskari, reiðubúinn að kveðja ungu hjónin, samkvæmt gömlum og góðum venjum, er tíðkast við slík tækifæri. Hún heyrði skrölt í brunastiganum, og áð- ur en hún veit af, vindur John Delaney sér inn um gluggann. Hann er eins og óður mað- ur, úteys hjarta sínu fyrir henni og grátbiður hana að flýja með sér til suðurlanda, eða eitthvert þangað, sem himininn er heiður og blár og dolce far niente, — unaðslegt athafna- leysi. Það var svei mér sjón að sjá viðtökurnar sem hann fékk. Hann varð hreint að gjalti, þegar hún hvessti á hann augun, logandi af 42 fyrirlitningu og spurði, hvað eiginlega slík framkoma við heiðvirt fólk ætti að þýða. Það sýndist líka svo sem henni myndi fljótlega takast að koma honum út. Karlmennsku- bragurinn, sem á honum var, þegar hann kom, var nú gersamlega fokinn út í veður og vind. Hann var nú orðinn niðurlútur og muldraði eitthvað um „ómótstæðilega þrá“ og eitthvað um „að bera ávalt í hjarta sér minninguna um —“ og hún bað hann bless- aðan að hypja sig nú burt, sömu leið og hann hefði komið. „Eg fer bui-t“, sagði John Delaney, „til fjarlægasta afkima jarðarinnar. „Ég get ekki hugsað mér að dvelja nálægt þér áfram og vita þig í annars manns örmum. Ég fer til Afríku og berst þar á öðrum vettvangi fyr- ir-----“ „I guðsbænum, út með þig“, sagði Helena, „það gæti einhver komið“. Hann kraup á kné og hún rétti honum Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.