Húnavaka - 01.05.1962, Blaðsíða 7
ÞORSTEINN MATTHÍASSON:
Viötöl viö nokkra húnvetnska
athafnamenn
Viðtöl þau, sem hér fara á eftir, höfum við átt við nokkra hún-
vetnska athafnamenn í sveit og við sjó.
Við höfum komið inn á heimili þeirra, oft fyrirvaralítið eða fyrirvara-
laust. Alls staðar hefur okkur verið vel tekið, og menn hafa verið fús-
ir að rabba við okkur um daginn og veginn, greiða úr spurningum okk-
ar og láta okkur í té upplýsingar um það, sem við höfum beðið um.
Við höfum farið inn á sama efni við flesta þá, sem við höfum haft
tal af, er það með vilja gert, ef vera kynnu að fram kæmu ólík sjón-
armið.
Þetta gerir samtölin í sumum tilfellum hvert öðru lík, en af því
má ef til vill líka draga ýmsar og þjóðhollar ályktanir. — Sjónarmið
manna eru oft ekki eins ólík og fram kemur, þegar dægurmálin ber hæst.
Við erum öllum þeim, sem við höfum heimsótt, þakklátir fyrir vin-
semd og fyrirgreiðslu alla, hvort sem við höfum komið til þeirra mitt
í dagsins önn eða truflað hvíld þeirra að loknu starfi.
„Jæja, Stefán, þá eru það héraðshöfðingjarnir.“ „Héraðshöfðingjam-
ir.“ Stefán horfir á mig í þögulli spurn.
„Já, heldur þú að við getum farið á stað með „Húnavöku", án
þess að birta þar viðtöl við nokkra ágæta menn og konur.“ „Já, þú
átt við það.“ Stefán brosir sínu hógværa hlýja brosi, og svo ákveðum
við að nota þennan mánudagseftirmiðdag til að skjótast fram í Langa-
dal og ræða við Geitaskarðshjónin.
Hvítfölduð fjöll teygja sig mót fölum vetrarhimni. Sviptivindar norð-
urhafsins þeyta úfnum sjóum upp að ströndinni. Þar sem Blanda ryðst