Húnavaka - 01.05.1962, Side 8
6
HÚNAVAKA
fram undan ísfjötrunum, myndast ýfðar brimhrannir, sem heyja þungt
stríð um yfirráðin yfir munaðarlausu sandrifi í mynni árinnar. Það
virðist sem náttúruöflin geti stundum elt grátt silfur út af því, sem í
fljótu bragði virðist smámunir, ekki síður en hin mannlega skaphöfn.
Bíllinn hoppar mjúklega yfir klakaflúðirnar á veginum fram Langa-
dalinn. Stefán ekur varlega, svo að ég þarf ekki að stýra með honum,
eins og mér finnst ég svo oft verða að gera, þegar ég ferðast með ókunn-
um ökumanni.
I.
Geitaskard.
Ég mun hafa farið hér um á björtum vordegi fyrir um 30 árum,
og síðan hefur svipmynd þessa reisulega býlis jafnan verið mér hug-
stæð. Og oft, þegar ég síðan hef ekið um Langadal, og vil láta í ljós
mína staðgóðu landafræðiþekkingu, þá bendi ég samferðamönnunum
og segi: ,,Já, og hér er svo Geitaskarð.“ Og þá kemst ég jafnan að
því, ef þeir áður hafa farið sama veg, að ég er ekki einn um þessa
þekkingu.
Við erum á Geitaskarði. Sigurður bóndi kemur til dyra. A sinn
hressilega hátt býður hann okkur velkomna, og við getum ekki merkt
hjá honum neina undrun yfir því að sjá okkur hér, enda þótt hann
hafi eflaust frekar átt þess von, að við sætum niðri á Blönduáci og
krotuðum með rauðu í verkefni nemenda okkar, þeim — eflaust að
sumra dómi — til takmarkaðrar uppbyggingar.
Ekki eru viðbrögð húsfreyjunnar óvinsamlegri en húsbóndans. Við
erum þegar leiddir til stofu og þar situr frú Sigríður Arnadóttir, hús-
freyjan, sem áður réði hér garði, ásamt þrem ömmubörnum, sem nú
sitja við spii í tilefni af því, að yngsta heimasætan á afmæli. Tvö elztu
börnin eru við nám i Reykholti.
I Föðurtúnum segir svo: „Þorbjörn á Geitaskarði var einhver bezti
bóndi í Húnaþingi og bjó ágætu búi á hinu forna höfuðbóli, þar til
hann lét af búskap 1946. Þar býr nú Sigurður sonur hans, kvæntur
Valgerði Ágústsdóttur frá Hofi í Vatnsdal. Hófst hin forna Geitaskarðs-
ætt einnig með tengdum milli þessara tveggja höfuðbóla.“
Við vorum víst komnir hér til þess að ræða við Geitaskarðshjónin
um búskap, en þegar við sjáum þennan æskuglaða hóp í kringum
þau, þá verður annað ofar í hug okkar.