Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Síða 8

Húnavaka - 01.05.1962, Síða 8
6 HÚNAVAKA fram undan ísfjötrunum, myndast ýfðar brimhrannir, sem heyja þungt stríð um yfirráðin yfir munaðarlausu sandrifi í mynni árinnar. Það virðist sem náttúruöflin geti stundum elt grátt silfur út af því, sem í fljótu bragði virðist smámunir, ekki síður en hin mannlega skaphöfn. Bíllinn hoppar mjúklega yfir klakaflúðirnar á veginum fram Langa- dalinn. Stefán ekur varlega, svo að ég þarf ekki að stýra með honum, eins og mér finnst ég svo oft verða að gera, þegar ég ferðast með ókunn- um ökumanni. I. Geitaskard. Ég mun hafa farið hér um á björtum vordegi fyrir um 30 árum, og síðan hefur svipmynd þessa reisulega býlis jafnan verið mér hug- stæð. Og oft, þegar ég síðan hef ekið um Langadal, og vil láta í ljós mína staðgóðu landafræðiþekkingu, þá bendi ég samferðamönnunum og segi: ,,Já, og hér er svo Geitaskarð.“ Og þá kemst ég jafnan að því, ef þeir áður hafa farið sama veg, að ég er ekki einn um þessa þekkingu. Við erum á Geitaskarði. Sigurður bóndi kemur til dyra. A sinn hressilega hátt býður hann okkur velkomna, og við getum ekki merkt hjá honum neina undrun yfir því að sjá okkur hér, enda þótt hann hafi eflaust frekar átt þess von, að við sætum niðri á Blönduáci og krotuðum með rauðu í verkefni nemenda okkar, þeim — eflaust að sumra dómi — til takmarkaðrar uppbyggingar. Ekki eru viðbrögð húsfreyjunnar óvinsamlegri en húsbóndans. Við erum þegar leiddir til stofu og þar situr frú Sigríður Arnadóttir, hús- freyjan, sem áður réði hér garði, ásamt þrem ömmubörnum, sem nú sitja við spii í tilefni af því, að yngsta heimasætan á afmæli. Tvö elztu börnin eru við nám i Reykholti. I Föðurtúnum segir svo: „Þorbjörn á Geitaskarði var einhver bezti bóndi í Húnaþingi og bjó ágætu búi á hinu forna höfuðbóli, þar til hann lét af búskap 1946. Þar býr nú Sigurður sonur hans, kvæntur Valgerði Ágústsdóttur frá Hofi í Vatnsdal. Hófst hin forna Geitaskarðs- ætt einnig með tengdum milli þessara tveggja höfuðbóla.“ Við vorum víst komnir hér til þess að ræða við Geitaskarðshjónin um búskap, en þegar við sjáum þennan æskuglaða hóp í kringum þau, þá verður annað ofar í hug okkar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.