Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Síða 15

Húnavaka - 01.05.1962, Síða 15
HÚNAVAKA 13 — Telur þú þessa menntun nauðsynlega búandmanni? — Já, mín skoðun er sú að bændum sé meiri nauðsyn að vera vel menntaðir en flestum öðrum vinnandi stéttum. Eigi bóndinn að duga, þá verður hann að vera vel fær, og sjálfsagt byggist það að nokkru á því, að ekki dragist saman framleiðsla sveitanna, þrátt fyrir fólksfækkun, að margt duglegasta fólkið er ennþá kyrrt. Til þess að geta lifað sóma- samlegu menningarlífi álít ég að bústærðin þurfi að vera 400 fjár eða 20 kýr. — Vegurinn um Kjöl milli Suður- og Norðurlands liggur hér um Blöndudal. Er þetta fjölfarin leið? — Já, umferð er töluverð, enda þessi leið sæmilegur sumarvegur. Það er aðeins Seyðisá, sem valdið getur farartálma að sumri til. — Nú langar okkur að heyra eitthvað frá húsfreyjunni. — Eg hefi nú lítið að segja, sízt svona óviðbúin, er ég óska eftir að sé birt. Ég reyni að vera jákvæð, þar sem mér finnst þess vera þörf. — Þykir þér ekki munur að hafa rafmagn? — Jú, það er mikill munur hvað rafljósin eru bjartari og þægilegri en olíuljós, léleg lýsing gerir fólk þunglynt. Af rafmagnsáhöldum þykir mér þvottavélin nauðsynlegust. — Virðist þér börn ykkar hafa orðið fráhverfari hemilinu, við það að fara í skóla? — Síður en svo. Elzti sonur okkar hefir nú ásamt konu sinni reist hér nýbýli, eins og þið vitið, en jörðin er lítil, og því ekki atvinna fyrir öll systkinin heima. Skólaganga barnanna hefir ekki aukið okkur foreldr- unum útgjöld. Fyrstu bekkina lásu þau heima, sum hjálparlaust að kalla. Synir okkar kostuðu sig sjálfir og dóttirin að mestu leyti. — Já, og ég held að Páll hafi ekki verið til muna efnaminni en jafn- aldrar hans, þegar hann lauk stúdentsprófi. Það er eins og unglingum haldist ekki betur á fé, þótt það sé ekki notað til að greiða námskostnað, — skýtur Pétur inn í. — Hefur þú trú á framtíð sveitanna — Því ekki það, ef eins vel er búið að landbúnaðinum af því opin- bera, eins og öðrum atvinnugreinum landsmanna? Ég álít landbúnaðinn lífsnauðsynlegan þessari þjóð, alveg eins og sjávarútveginn og iðnaðinn. „Ei með orðaflaum mun eyðast heimsins nauð,/kyrrt og rótt í jörðu vex korn í brauð.“ — Telur þú ekki að hollara og betra sé fyrir ungt fólk að alast upp í sveit en í kaupstað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.