Húnavaka - 01.05.1962, Page 18
16
HÚNAVAKA
— Já, það er okkar skoðun, að allt, sem gert er fyrir kýmar, borgi
þær margfalt aftur, bætir Jónas við.
— Hvað segir þú um búfjárrœktarstöð á góðum stað í héraðinu?
— Halldór svarar:
— Eg hefi áhuga á því. Svo margs er vant í okkar búskaparháttum,
sérstaklega hvað snertir kynbætur. Mín stefna um langt árabil hefur
verið sú, að ríkið eigi að reka kynbótabú og rækta þar úrvals fjárstofna,
og þangað sæki bændur svo sína kynbótagripi. — Slík búfjárræktarstöð
í okkar héraði væri mjög æskileg.
— Hvað telur þú, almennt séð, hafa verið þýðingarmest fyrir þróun
búskaþarhátta hér á landi
— Það tel ég fyrst og fremst vera hin stórvirku jarðræktartæki og í
kjölfar þeirra önnur smærri til heimilisnota. — Súgþurrkun álít ég ómiss-
andi öryggisráðstöfun. Persónuleg reynsla mín þar af, er að sönnu ekki
löng, en þó sýnist mér að þessi tækni stuðli mjög að bættri nýtingu heyja.
Og þá kem ég að atriði, sem ykkur þykir ef til vill einkennilegt að
heyra mig orða svo.
Ég tel að íslenzkur landbúnður lifi ekki, nema byggðir færist saman.
Með hverju ári, sem líður, fækkar þeim höndum, sem þarf til að fram-
leiða vörur þær, er við þörfnumst. Fjármagni, sem fer í það að halda
í byggð afskekktum dalabýlum og útnesjajörðum, er að mínum dómi
ekki vel varið, þegar stórar gróðurlendur eru óunnar í miðjum þeim hér-
uðum, sem við þjóðbraut liggja.
Til eru dæmi um það, að varið hefur verið miklu fé, til þess að leggja
vegi, síma eða jafnvel rafmagn á býli, sem nú þegar eru komin í eyði,
og önnur dæmd til að fara í eyði á næstunni, ýmist vegna legu eða þá
að landkosti skortir.
Ég man þá tið að ég grét hvert það býli, sem fór í auðn, en nú hefur
viðhorf mitt breytzt í samræmi við tímans rök. Það er villa að álíta, að
um kotbúskap þurfi að vera að ræða, þótt byggð færist saman og hag-
nýting afskekktu og kostarýru jarðanna svarar sér betur, er þær bætast
við beitilönd handa auknum búpeningi.
— Þú sagðir áðan, að þú hefðir snemma byrjað að fást við rœktun?
— Já, svo var það — bæði fyrir sjálfan mig og aðra. Ég hafði mikið
yndi af að vinna við plægingar, því auk þess, sem starfið er skemmtilegt,
þá kynntist ég á þeim árum mörgu góðu fólki. Ég er þakklátur sýslung-
um mínum fyrir þá kynningu, og fyrir umburðarlyndi þeirra þá og ágæt-
an aðbúnað.