Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Page 20

Húnavaka - 01.05.1962, Page 20
18 HÚNAVAKA mér hugstæður. Ég les margt eftir Kiljan mér til ánægju og uppbygg- ingar, — og svo er um mörg fleiri skáld. Ljóð Einars Ben. og Stephans G. Stephanssonar eru mér dýrmæt. Lesið hefi ég Sommerset Maugham og Guy De Maupassant mér til sálu- bóta. Líklega hefur aðaláhugamál rnitt um dagana verið bækur. A því sviði hefði ég kannski orðið að einhverju liði. Strákalukka og samstarfið við mína ágætu konu hefur fleytt mér áfram í lífinu. Ef til vill hefi ég átt einhverjar hugsjónir og ekki alltaf bundið bagga mina sömu hnútum og samferðamennirnir. — Hvað viltu segja um menntun almennt? — Menntun eykur manngildi, og þó einstöku maður komist áfram af eigin rammleik, þá er betra að undirbyggingin sé góð. — Islendingar hafa verið bókmenntaþjóð og eiga að halda áfram að vera það. — Hvað segir þú um það uþþátœki að fara að gefa út þetta Húna- vökurit? — Ég var einn af upphafsmönnum Húnavökunnar. I seinni tíð hef- ur mér fundizt hún nokkuð einhæf, þó að margt hafi verið vel gert. — Ritið Húnavaka er virðingarverð tilraun til að bæta úr þessu, hvernig sem það tekst. — Þú yrkir, Halldór? — Já, auðvitað yrki ég. Yrkja ekki allir menn? Ég er alltaf að yrkja. — Túnið mitt — byggingar — allt, sem mér dettur í hug og ég fram- kvæmi, það er minn skáldskapur. Annars áður fyrr, meðan ég fór í göngur og þess háttar, þá urðu stundum til beinakerlingarvísur. Nú allar gleymdar. — Flest af því, sem ég geri, þegar ég fæst við ljóðasmíði, eru dægurflugur — hugdettur, ekki til þess að geymast. — Mundir þú vilja leyfa mér að setja eina slíka hugdettu hérna inn í samtalið? — Ég veit ekki. — Jæja. KLUKKUNNI FLÝTT. I nótt var ævi mín aukin um klukkustund. Ég ætlaði að sofa og nota vel þennan tíma. Margt skeður óvænt, ég lenti á farand fund, og fór að hátta, þegar byrjaði að skíma.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.