Húnavaka - 01.05.1962, Qupperneq 20
18
HÚNAVAKA
mér hugstæður. Ég les margt eftir Kiljan mér til ánægju og uppbygg-
ingar, — og svo er um mörg fleiri skáld.
Ljóð Einars Ben. og Stephans G. Stephanssonar eru mér dýrmæt.
Lesið hefi ég Sommerset Maugham og Guy De Maupassant mér til sálu-
bóta.
Líklega hefur aðaláhugamál rnitt um dagana verið bækur. A því sviði
hefði ég kannski orðið að einhverju liði.
Strákalukka og samstarfið við mína ágætu konu hefur fleytt mér
áfram í lífinu. Ef til vill hefi ég átt einhverjar hugsjónir og ekki alltaf
bundið bagga mina sömu hnútum og samferðamennirnir.
— Hvað viltu segja um menntun almennt?
— Menntun eykur manngildi, og þó einstöku maður komist áfram
af eigin rammleik, þá er betra að undirbyggingin sé góð. — Islendingar
hafa verið bókmenntaþjóð og eiga að halda áfram að vera það.
— Hvað segir þú um það uþþátœki að fara að gefa út þetta Húna-
vökurit?
— Ég var einn af upphafsmönnum Húnavökunnar. I seinni tíð hef-
ur mér fundizt hún nokkuð einhæf, þó að margt hafi verið vel gert.
— Ritið Húnavaka er virðingarverð tilraun til að bæta úr þessu,
hvernig sem það tekst.
— Þú yrkir, Halldór?
— Já, auðvitað yrki ég. Yrkja ekki allir menn? Ég er alltaf að yrkja.
— Túnið mitt — byggingar — allt, sem mér dettur í hug og ég fram-
kvæmi, það er minn skáldskapur. Annars áður fyrr, meðan ég fór í
göngur og þess háttar, þá urðu stundum til beinakerlingarvísur. Nú allar
gleymdar. — Flest af því, sem ég geri, þegar ég fæst við ljóðasmíði, eru
dægurflugur — hugdettur, ekki til þess að geymast.
— Mundir þú vilja leyfa mér að setja eina slíka hugdettu hérna inn
í samtalið?
— Ég veit ekki. — Jæja.
KLUKKUNNI FLÝTT.
I nótt var ævi mín aukin um klukkustund.
Ég ætlaði að sofa og nota vel þennan tíma.
Margt skeður óvænt, ég lenti á farand fund,
og fór að hátta, þegar byrjaði að skíma.