Húnavaka - 01.05.1962, Side 21
HÚNAVAK A
19
En víxlarnir falla. í vor mun klukkunni flýtt,
þá verð ég að grciða hvernig, sem málin standa.
Vonlaust ég fái framlengingu upp á nýtt.
Fjandi er slæmt að lenda í svona vanda.
— Við sitjum yfir rjúkandi kaffibollum og ótal brauðtegundum.
Gestur kvöldsins auk okkar er Olafur bóndi á Sveinsstöðum og nú ræð-
um við mest um veiðiskap á vatnasvæði Vatnsdalsár.
Að síðustu viljum við svo vita hvað frúin vill segja okkur.
— Hún vill ekkert segja ykkur, sem þið megið skrifa — þó aðeins
það, að hún er ánægð með sitt hlutskipti og öfundar ekki þær, sem
borg eða kaupstað byggja, þótt þeirra hlutverk séu ef til vill eitthvað
auðleystari.
En þótt frúin válji ekki láta mikið eftir sér hafa, þá legg ég þó við
eyru að hún skilur það sjónarmið mitt, að byggðamenn geti notið
ánægju, ekki síður en fjár af auðlindum sinna vatna, enda hefur Hall-
dór bóndi aldrei látið veiðirétt sinn í Víðidalsá þannig, að hann sjálfur
hafi ekki möguleika til einhverrar þátttöku, ef svo vildi hann vera láta.
Þó við séum fullvissir um það, að Halldór á Leysingjastöðum, af
eigin eðlisþáttum, stendur fullkomlega fyrir sínu, þá mun þó ekki of-
mælt að kona hans stendur þar hvergi höllum fæti og hefur ekki
reynzt neinn veifiskati í samstarfinu.
Við kveðjum jretta ágæta fólk — og þegar við rennum úr garði
vitum við að nú er að baki eitt af bezt setnu býlum Húnaþings.
IV.
Að Saurbœ.
Ennþá liggur leiðin fram til dala. I skafrenningi, sem næstum byrg-
ir alla útsýn, rennur bíllinn hans Stefáns mjúklega fram Asana og
ekki get ég gert að því að mér finnst, sem hann renni óvenju liðugt.
Hríðinni léttir líka áður en varir og Vatnsdalur í gráfölum, ekki
hvítum búningi, eins og sveitin, sem við komum frá, er framundan.
Fyrir mér rifjast upp hálfgleymdar ævintýrasagnir um byggðasvein,
sem villtist í hríð, en kom að síðustu í dal, þar sem jörð öll var auð og
búsmali gekk til beitar. Ég hygg að engan, sem hér kemur, þurfi að
undra þótt Vatnsdælingur muni sína byggð.
Við erum í Saurbæ. Ég er nú ekki eins fótlipur og Stefán, að staul-