Húnavaka - 01.05.1962, Blaðsíða 29
HÚNAVAKA
27
jafnóðum og línan er dregin eða síldartorfan háfuð. Þessu fylgir mikill
spenningur, þegar afli er.
— Þið eruð sem sagt bæði bjartsýn
— Já, það erum við.
Við kveðjum unga fólkið. Þetta eru menn framtíðarinnar. A herðum
þessa unga sjómanns og margra fleiri slíkra, hvílir að stórunr hlut fram-
tíð byggðanna við Húnaflóa. Oskandi er, að yfir störfum þeirra sem
flestra hvíli slík heiðríkja hugans, sem í viðhorfi hans til framtíðar-
möguleika sinnar kæru byggðar.
VI.
/ Höfðakaupstað.
Við erum setztir inn á skrifstofu hjá Bergi Lárussyni framk\'æmda-
stjóra í Höfðakaupstað. Við bíðum eftirvæntingarfullir eftir því að heyra
hann leysa frá skjóðunni og leyfa okkur að skyggnast inn í hugarheima
athafnamikils framkvæmdamanns.
Bergur brosir ljúfmannlega ogsegir: ,,Hvað á nú að gera við mig?“
Yfir andlit okkar Stefáns færist virðulegur blaðamannasvipur, við lít-
um til Ingvars hreppstjóra, sem hér er líka staddur — og — brr — brrr
— síminn. Jökulfell eftir hálftíma — roðfiskur — ýsa — pakkar —
Ameríkufiskur — fiskur á Frakkland — eða þá bara Rússland. — Sölu-
miðstöðin -— Magnús Z — þetta og margt fleira. Tólið skellur á. Bergur
dæsir. „O, þetta er allt saman tóm tjara.“ Og nú er barið að dyrum.
Það er greinilegt að framkvæmdastjórinn situr ekki á friðarstóli. Þetta
erindi afgreitt — og nú kemur vindill.
— Já, þið vilduð eitthvað heyra frá mér. Eg býst við að hér sé ágætt
að eiga heima, jafnvel betra en víða annars staðar.
— Mér finnst aðeins að ráðamenn þjóðarinnar taki of lítið tillit til
landsbyggðarinnar, þegar fjármagni er veitt út í atvinnulífið. Lands-
byggðin leggur það mikið fjármagn í þjóðarbúið að ekki er ástæða til
að draga úr fjárveitingu þangað.
Hvað snertir þorpið okkar hér — Höfðakaupstað — sýnist mér að
velmegun sé nokkuð almenn, enda afli glæðzt á síðustu árum. Hér er
talsverð útgerð, enda undirstöðu atvinnuvegur þorpsins — og svo hlýtur
að verða í framtíðinni að veiðiskipaútgerð og hagnýting sjávarafurða
verði aðalatvinnugreinar, en hagkvæmt er að hafa hér landbúnað til
stuðnings, og skapar á ýmsan hátt meiri notasemi í lífsháttum.