Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Page 36

Húnavaka - 01.05.1962, Page 36
INGA SKARPHÉÐINS: Vegir ástarinnar „Skál vinir mínir! Skál fyrir ástinni!“ Einar langi skellti glasi sinu á borðið eftir langan teig. Við vorum í klúbbnum þrír félagar og Gunnar mublusmiður hafði tekið með sér vin sinn, alvarlegan náunga með gáfuleg augu. Einar tók til máls: „Já, ástin vinir, hún er einkennileg eins og saga, sem ég heyrði um daginn sýnir. \’iljið þið hana, strákar?“ ,,Já,“ sögðum við. Lengst norður í landi er kauptún einangrað og vesælt, þar sem fáar fjölskyldur drottna yfir sauðsvörtum almúganum. Kaupmaðurinn, prest- urinn og skólastjórinn. Þið þekkið slíkt, strákar. Þarna \ ar kaupmaður, ríkur og fínn maður og hans frú drambsöm, en að sumu leyti góð kerling. Ógæfan hitti þau hjón þó að rík væru. Þau eignuðust son, sem var aumingi. Hann var voðalega ófríður með stóran haus og vit hafði hann ekki á neinu. En engum er alls varnað. Brandur brjálaði, eins og hann var kallaður, var fagur á vöxt og karlmannlegur og þóttu undur mikil þeim sem sáu. Þau hjónin tóku óláni sínu með stillingu og héldu virðingu sinni í þorpinu þrátt fyrir að Brandur göslaði um í lörfum sínum, því að fín föt vildi hann ekki sjá. Þegar hann eltist fór hann að horfa á stúlkurnar og skæla sig í framan ef hann mætti þeim á götunni. Fólk fór að óttast Brand og hann var talinn vara- samur. Nú víkur sögunni að frænda frúarinnar, sem átti heima fyrir sunnan. Hann var systursonur hennar, fátækur, en fallegur og gáfaður piltur, sem allir hrifust af. Frúin ákvað að kosta hann til mennta, en hann skyldi svo vinna hjá þeim á sumrin við verzlunina. Hann kom eitt vorið og afgreiddi í búðinni. Það komu þessar fáu stelpur, sem voru til í þorpinu og keyptu upp alla hnappa og tvinna. „Svei, Einar, nú kryddar þú söguna,“ sögðum við.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.