Húnavaka - 01.05.1962, Síða 36
INGA SKARPHÉÐINS:
Vegir ástarinnar
„Skál vinir mínir! Skál fyrir ástinni!“
Einar langi skellti glasi sinu á borðið eftir langan teig. Við vorum í
klúbbnum þrír félagar og Gunnar mublusmiður hafði tekið með sér
vin sinn, alvarlegan náunga með gáfuleg augu. Einar tók til máls: „Já,
ástin vinir, hún er einkennileg eins og saga, sem ég heyrði um daginn
sýnir. \’iljið þið hana, strákar?“ ,,Já,“ sögðum við.
Lengst norður í landi er kauptún einangrað og vesælt, þar sem fáar
fjölskyldur drottna yfir sauðsvörtum almúganum. Kaupmaðurinn, prest-
urinn og skólastjórinn. Þið þekkið slíkt, strákar.
Þarna \ ar kaupmaður, ríkur og fínn maður og hans frú drambsöm, en
að sumu leyti góð kerling. Ógæfan hitti þau hjón þó að rík væru. Þau
eignuðust son, sem var aumingi. Hann var voðalega ófríður með stóran
haus og vit hafði hann ekki á neinu. En engum er alls varnað. Brandur
brjálaði, eins og hann var kallaður, var fagur á vöxt og karlmannlegur
og þóttu undur mikil þeim sem sáu. Þau hjónin tóku óláni sínu með
stillingu og héldu virðingu sinni í þorpinu þrátt fyrir að Brandur göslaði
um í lörfum sínum, því að fín föt vildi hann ekki sjá. Þegar hann eltist
fór hann að horfa á stúlkurnar og skæla sig í framan ef hann mætti
þeim á götunni. Fólk fór að óttast Brand og hann var talinn vara-
samur.
Nú víkur sögunni að frænda frúarinnar, sem átti heima fyrir sunnan.
Hann var systursonur hennar, fátækur, en fallegur og gáfaður piltur,
sem allir hrifust af. Frúin ákvað að kosta hann til mennta, en hann skyldi
svo vinna hjá þeim á sumrin við verzlunina. Hann kom eitt vorið og
afgreiddi í búðinni. Það komu þessar fáu stelpur, sem voru til í þorpinu
og keyptu upp alla hnappa og tvinna.
„Svei, Einar, nú kryddar þú söguna,“ sögðum við.