Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Page 37

Húnavaka - 01.05.1962, Page 37
HÚNAVAKA 35 „Nei, drengir, gefið mér hljóð.“ Helga, dóttir hreppstjórans, hafði verið í Reykjavík og var sú falleg- asta stelpa þar um slóðir, hún hlaut hnossið. Þau hittust á kvöldin, sunnlenzki pilturinn og hún, gengu upp í heiði og inn með sjó. Sólbjört kvöldin urðu þeim aldrei nógu löng. Fjaran, sem angaði af þangi og sandurinn upp við klettana hefðu getað sagt margar sögur, ef þau hefðu mátt mæla. Sumir sögðu að farið væri að hitna nokkuð mikið er líða tók á sumarið, hjá þeim hjúunum. Frúin virtist ekkert vita. Frændinn hafði herbergi uppi á lofti, en allt hans hafurtask var geymt í læstu herbergi niðri og frúin geymdi alla lykla vegna Brands. Hann reif allt og sleit. Ungi maðurinn hafði aðeins hjá sér hversdagsfötin á herberginu. Brand- ur dáði frænda sinn mikið og apaði allt eftir honum, hann reyndi að ganga eins og bera sig til sem líkast honum. Þetta var allt plága fyrir heimilisfólkið, þessi heimskulæti. Brandur varð trylltur, er Helga sást í búðinni, fetti sig allan og skældi. Henni stóð stuggur af honum. Fólk fór að tala um að senda hann á Klepp. Þeir, sem eru ríkir, mega leyfa sér margt og frúin, móðir hans, vildi, að hann væri heima, henni fannst hann alltaf litla barnið hennar. Seinni part sumars fréttist að Helga ætlaði suður í skóla. I litlu þorpi er ekkert leyndarmál til og sagan um skilnað Helgu og unga búðarmanns- ins varð allra eign. Jói sjóari sagði mér hana í vor, þegar hann kom að norðan eins og ég segi ykkur hana nú. Helga ætlaði að fara snemma morguns og þau vildu kveðjast vel, elskendurnir. Fjaran var talin mjög heppilegur staður, þar skyldu síð- ustu ástarorðin hvísluð, meðan síðsumargolan lék sér um heiðina og gældi við sporin þeirra frá því í sumar. Helga læddist niður að sjónum, klukkan fimm um morguninn til þess að hitta elskhuga sinn við klettinn og þar sat hann í ljósu sumarfötunum sínum, með fallega gráa hattinn og beið. Hún læddist hægt og ætlaði að koma honum að óvörum. Fall- ega sumarkápan hennar lá yfir axlir hennar og slóst til í golunni. Helga nam snögglega staðar og stóð sem lömuð. Hvað var þetta? í því skeði það ægilegasta, sem yfir gat dunið. Brandur stóð upp, fetti sig og bretti og ætlaði að hrifsa hana til sín. Hún hljóp og æddi yfir stokka og steina með másandi mannskepnuna á hælum sér. Hann náði í kápuna hennar og hún lét hana renna aftur af herðunum og herti á hlaupunum. Heim komst hún um síðir, rifin og skrámuð, viti sínu fjær af hræðslu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.