Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Page 40

Húnavaka - 01.05.1962, Page 40
BJARNI JÓNSSON, Bollastöðum: Cott hjú Helgi hét maður, Þorsteinsson. Hann var einn hinna kunnu Grund- arbræðra og bróðir Ingvars hreppstjóra í Sólheimum. Helgi var kvæntur Steinvöru Guðmundsdóttur frá Guðlaugsstöðum, systur Hannesar á Eiðsstöðum og Jóns á Guðlaugsstöðum. Síðast bjuggu þau hjón í Ruglu- dal, fremsta bæ í Blöndudal, en sú jörð er fyrir löngu komin í eyði. Þá voru beitarhús frá Rugludal þar frammi á dalnum, er tóku yfir 60 fjár. Helgi hafði unglingsmann milli fermingar og tvítugs, er gekk á þessi hús. Þrjár vikur af góu, er hann kemur heim af húsunum, er hann mjög daufur. Þá var lengi búið að vera jarðleysi, skafrenningur á norðaustan, en þó stillur. Þá spyr Helgi drenginn, hvað að honum gangi, hví hann sé svo daufur. Hann segist vera orðinn heylaus fyrir ærnar, 60 að tölu. „Farðu út í fjóstóft, taktu í tvo poka áf töðu og farðu með fram eftir í fyrramálið,“ segir Helgi. Drengurinn gerði eins og honum var sagt, tók hey í tvo poka og bar þá fram eftir í reipi morguninn eftir, gaf ánum og sat á garðaband- inu á meðan þær voru að gleypa það í sig, sem var stutt stund. Þegar hann var búinn að þessu leggur hann af stað yfir bungu þá, er liggur milli Rugludals og Blöndugils. Heitir það Rugludalsbunga og er nokkuð langur vegur. Sér þá hvergi á hnotta, rennir á gaddinum, en glaða sól- skin. Þegar drengurinn er kominn vestur á gilbarminn, sér hann að hengja er í gilinu, seytla þar lækir af sólbráð. Nú snýr hann við og austur á beitarhúsin, lætur ærnar út, rekur þær fram af hengjunni ofan í gilið. Svo fer hann heim. Þá er Helgi daufur og segir: ,,Lengi hefur þú verið að gefa úr pokunum.“ „Ég gerði nú meira,“ segir drengurinn „ég rak ærnar vestur á Blöndugil.“ „Hafa þær nokkuð þar?“ spyr Helgi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.