Húnavaka - 01.05.1962, Síða 40
BJARNI JÓNSSON, Bollastöðum:
Cott hjú
Helgi hét maður, Þorsteinsson. Hann var einn hinna kunnu Grund-
arbræðra og bróðir Ingvars hreppstjóra í Sólheimum. Helgi var kvæntur
Steinvöru Guðmundsdóttur frá Guðlaugsstöðum, systur Hannesar á
Eiðsstöðum og Jóns á Guðlaugsstöðum. Síðast bjuggu þau hjón í Ruglu-
dal, fremsta bæ í Blöndudal, en sú jörð er fyrir löngu komin í eyði.
Þá voru beitarhús frá Rugludal þar frammi á dalnum, er tóku yfir
60 fjár.
Helgi hafði unglingsmann milli fermingar og tvítugs, er gekk á þessi
hús. Þrjár vikur af góu, er hann kemur heim af húsunum, er hann mjög
daufur. Þá var lengi búið að vera jarðleysi, skafrenningur á norðaustan,
en þó stillur. Þá spyr Helgi drenginn, hvað að honum gangi, hví hann
sé svo daufur.
Hann segist vera orðinn heylaus fyrir ærnar, 60 að tölu.
„Farðu út í fjóstóft, taktu í tvo poka áf töðu og farðu með fram eftir
í fyrramálið,“ segir Helgi.
Drengurinn gerði eins og honum var sagt, tók hey í tvo poka og
bar þá fram eftir í reipi morguninn eftir, gaf ánum og sat á garðaband-
inu á meðan þær voru að gleypa það í sig, sem var stutt stund. Þegar
hann var búinn að þessu leggur hann af stað yfir bungu þá, er liggur
milli Rugludals og Blöndugils. Heitir það Rugludalsbunga og er nokkuð
langur vegur. Sér þá hvergi á hnotta, rennir á gaddinum, en glaða sól-
skin.
Þegar drengurinn er kominn vestur á gilbarminn, sér hann að hengja
er í gilinu, seytla þar lækir af sólbráð. Nú snýr hann við og austur á
beitarhúsin, lætur ærnar út, rekur þær fram af hengjunni ofan í gilið.
Svo fer hann heim. Þá er Helgi daufur og segir: ,,Lengi hefur þú verið
að gefa úr pokunum.“ „Ég gerði nú meira,“ segir drengurinn „ég rak
ærnar vestur á Blöndugil.“ „Hafa þær nokkuð þar?“ spyr Helgi.