Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Side 46

Húnavaka - 01.05.1962, Side 46
44 HÚNAVAKA hana betur. Bíðum við, ég get greint orðaskil. Út úr þögninni heyri ég sagt ofurlágt: „Einar! Einar! Einar, elsku vinur minn. Heyrirðu til mín, elsku Einar minn?“ Ég get víst ekki gefið henni til kynna, að ég heyri til hennar. Ég get reynt að bæra varirnar. Það er Jóhanna, sem er að bíða eftir því, að ég gefi henni til kynna, að ég heyri til hennar. Jú, hún hefir líklega orðið vör við það, þegar ég reyndi að bæra var- irnar, því að hún segir: „Já, ég sé að þú bærir varimar, svo að þú heyrir til mín. Þú ert veikur, mikið veikur. Þú ert á sjúkrahúsi. Vertu bara rólegur, þá er engin hætta. Þú ert á batavegi. Vertu bara nógu rólegur og stilltur, vin- ur minn, þá batnar þetta bráðum. Þú bjargaðir Sigrúnu úr brennandi húsinu. Henni líður vel.“ Svo varð þögn. Jæja, já, þetta var allt eðlilegt. Guði sé lof! Við báðum til hans, Sigrún og ég. Hann heyrði til okkar og bænheyrði okkur. — Já, bráðum gæti ég orðið heilbrigður — bráðum einn af þúsundunum á götunni — olnbogað mig áfram. Hér gæti frásögn minni verið lokið. Ég gæti jafnvel látið lesandann um að ljúka henni. Nei, ég ætla sjálfur að segja meira. Ég lá á sjúkrahúsinu meðan brunasár mín voru að gróa. Sigrún var á sama sjúkrahúsinu. Hún fór þaðan nokkrum dögum á undan mér. Loks fékk ég að fara heim. En hvað ég fann það innilega, að nú var ég aftur einstaklingur — vaxinn upp úr mannþrönginni. Ég hafði verið umræðuefni blaðanna. Það var líka tilefni til þess, þar sem ég hafði unnið hetjudáð, lagt mitt eigið líf við hennar líf. Við höfðum bæði verið eins og brennandi blys, þegar slökkviliðsmennirnir mættu okkur í dyrunum. Þeim tókst fljótlega að slökkva í okkur, en þá vorum við þó orðin skaðbrennd. Og við vorum óðara flutt á sjúkrahús- ið, þar sem mjúkar og liprar læknishendur gerðu að sárum okkar og báru smyrsl í þau. Bæði lifðum við. Skrifstofumaðurinn og skrifstofu- stúlkan voru ekki lengur niðri í mannhafinu — þeim hafði skolað upp á öldufald um stund. Jafnvel konan, sem leit ekki við manninum, sem ætlaði að hugga telpuna hennar, veit nú, að til er maður, Einar Jónas- son að nafni. Ef til vill hefir hún náð upplýsingum um það, hver sá maður sé, sem ber þetta nafn. Svona er nú lífið — heimurinn, eins og við köllum það stundum. Þeir sem fóma miklu, fá af því frægð og virð- ingu, ef fómin er færð í þágu kærleikans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.