Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Page 49

Húnavaka - 01.05.1962, Page 49
BJARNI JÓNASSON, Blöndudalshólum: Harmsaga gerist á Ceithömrum Það fer vel um mig á lestrarsal Þjóðskjalasafnsins. Ég hefi fengið á borðið til mín prestsþjónustubók Auðkúluprestakalls 1817-1866. Ég vinn við uppskriftir og hefi þegar lokið við skrá um fædda. Ég hefi rekið mig á einkennilega villu í sambandi við Guðmund Sig- urðsson, síðar bónda á Fossum og gangnastjóra á Eyvindarstaðaheiði. Guðmundur er fæddur á Kárastöðum 19. jan. 1853. Þar bjuggu þá foreldrar hans: Sigurður Guðmundsson (frá Grund, Helgasonar) og kona hans Ingibjörg Pálmadóttir (frá Sólheimum, Jónssonar). Prest- inum hefir orðið á sú einkennilega skyssa, að í staðinn fyrir nafn Ingi- bjargar, hefir hann bókfært sem móður barnsins (og konu Sigurðar) Elísabetu Pálmadóttur, en það er systir Ingibjargar og kona Gísla Ólafs- sonar frá Eyvindarstöðum, en þau bjuggu þá á Ásum, sem er næsti bær við Kárastaði. Hér er ekki um annað en misritun að ræða, því presturinn var per- sónulega kunnugur þeim systrum báðum. Ég hugsa með góðlátlegri kímni til þess, þegar ég fer að segja þeim niðjum Guðmundar frá leynd- armálum kirkjubókarinnar um þá forfeður þeirra. Um leið minnir þetta mig á þá staðreynd, að alls staðar geta villurnar slæðst inn, að jafnvel kirkjubækurnar eru ekki öruggar fyrir þeim ófögn- uði. En, — þessi létta stemning, sem ég var kominn í, hverfur fljótlega fyrir annarri. Ég er að byrja á uppskrift um dána. Eitt nafn vekur sérstaka athygli mína. Hér stendur: Hólmfríður Jónsdóttir, gift kona, Geithömrum, 43 ára, dáin af barnsförum 4. apríl 1819. Nafnið kemur mér kunnuglega fyrir, og nú ná ömurlegar tilfinningar valdi á mér. Skelfilegur atburður rifjast allt í einu upp. Hér var ekki um venjulegt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.