Húnavaka - 01.05.1962, Blaðsíða 49
BJARNI JÓNASSON, Blöndudalshólum:
Harmsaga gerist á Ceithömrum
Það fer vel um mig á lestrarsal Þjóðskjalasafnsins. Ég hefi fengið á
borðið til mín prestsþjónustubók Auðkúluprestakalls 1817-1866. Ég vinn
við uppskriftir og hefi þegar lokið við skrá um fædda.
Ég hefi rekið mig á einkennilega villu í sambandi við Guðmund Sig-
urðsson, síðar bónda á Fossum og gangnastjóra á Eyvindarstaðaheiði.
Guðmundur er fæddur á Kárastöðum 19. jan. 1853. Þar bjuggu þá
foreldrar hans: Sigurður Guðmundsson (frá Grund, Helgasonar) og
kona hans Ingibjörg Pálmadóttir (frá Sólheimum, Jónssonar). Prest-
inum hefir orðið á sú einkennilega skyssa, að í staðinn fyrir nafn Ingi-
bjargar, hefir hann bókfært sem móður barnsins (og konu Sigurðar)
Elísabetu Pálmadóttur, en það er systir Ingibjargar og kona Gísla Ólafs-
sonar frá Eyvindarstöðum, en þau bjuggu þá á Ásum, sem er næsti bær
við Kárastaði.
Hér er ekki um annað en misritun að ræða, því presturinn var per-
sónulega kunnugur þeim systrum báðum. Ég hugsa með góðlátlegri
kímni til þess, þegar ég fer að segja þeim niðjum Guðmundar frá leynd-
armálum kirkjubókarinnar um þá forfeður þeirra.
Um leið minnir þetta mig á þá staðreynd, að alls staðar geta villurnar
slæðst inn, að jafnvel kirkjubækurnar eru ekki öruggar fyrir þeim ófögn-
uði.
En, — þessi létta stemning, sem ég var kominn í, hverfur fljótlega
fyrir annarri.
Ég er að byrja á uppskrift um dána. Eitt nafn vekur sérstaka athygli
mína. Hér stendur: Hólmfríður Jónsdóttir, gift kona, Geithömrum, 43
ára, dáin af barnsförum 4. apríl 1819. Nafnið kemur mér kunnuglega
fyrir, og nú ná ömurlegar tilfinningar valdi á mér.
Skelfilegur atburður rifjast allt í einu upp. Hér var ekki um venjulegt