Húnavaka

Ataaseq assigiiaat ilaat

Húnavaka - 01.05.1962, Qupperneq 50

Húnavaka - 01.05.1962, Qupperneq 50
48 H Ú N AVA K A andlát af barnsburði að ræða, sem að sjálfsögðu er alltaf harmsaga. Hér átti sér stað óvenjulegt slys og mistök í sambandi við barnsburð, sem varð mönnum mjög minnisstætt, þó að nú muni að mestu fallið í gleymsku. Frá þessum atburðum sagði mér, 100 árum eftir að þeir gerð- ust, Signý Sæmundsdóttir frá Gafli, og fer hér á eftir frásögn hennar. Tímanlega á 19. öld áttu heima á Geithömrum í Svínadal hjón nokk- ur, Hólmfríður og Sigurður. Vor eitt fór Sigurður í lestaferð eins og hann var vanur. Kona hans var þá þunguð og lagðist á sæng meðan maður hennar var að heiman. Gat hún ekki fætt. Álitu þeir, sem við- staddir voru, að hún væri skilin við. Var Hólmfríður þá borin út í skemmu frammi á hlaðinu og lögð þar til. Morguninn eftir, þegar heim- ilisfólkið ætlaði að fara í skemmuna, var eittthvað fyrir hurðinni, er varnaði inngöngu. Brotizt var inn í skemmuna, en þá var konan í hnipri innan við hurðina með barnið í fanginu, hvort tveggja látið. Konan hafði verið í öngviti, þegar hún var borin út, en raknað við, fætt barnið og komizt á fætur með það. Hér lýkur frásögn Signýjar. Enginn vafi er á, að hún er í aðalatriðum rétt. Signý er heldur ekki ein til frásagnar, því að fleiri hafa kunnað skil á þessum atburðum. Eitt atriði er þó í frásögn Signýjar, sem getur ekki verið rétt. Sigurður hefir ekki verið í venjulegri lestarferð, þegar Hólmfriður veiktist. Lesta- ferðirnar svokölluðu voru farnar miklu seinna á vorin Engin deili vissi Signý á þeim Hólmfríði og Sigurði, en eftir að ég rakst á frásögnina í kirkjubókinni, fór ég að leita mér upplýsinga um fólk þetta. Konan, Hólmfríður þessi, var bóndadóttir frá Grund í Svínadal. For- eldrar hennar voru: Jón Hálfdánarson (Guðmundssonar á Kornsá, Oddssonar) og kona hans Þorbjörg Sveinsdóttir bónda á Grund, Bergs- sonar. Þau Jón og Þorbjörg bjuggu góðu búi á Grund um áratugi, og voru bæði látin, þegar þessir atburðir gerðust, Þorbjörg 30. júní 1787 og Jón 16. ágúst 1813. Frá Jóni og Þorbjörgu er mikil ætt. Auk Hólmfríðar áttu þau hjón 6 börn, sem til aldurs komust. Elst þeirra og kynsælust var Sigríður, er átti Jón Jónsson bólginn á Snæringsstöðum, en synir þeirra voru Kristján í Stóradal og Pétur á Refsstöðum. Hólmfríður Jónsdóttir var næst yngst þeirra Grundarsystkina, fædd um 1772. Hún var kona hálffertug, þegar hún giftist bóndasyni á Geit- hömrum, Sigurði að nafni. Sigurður var fullum áratug yngri en konan, fæddur á Leifsstöðum í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Húnavaka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.